Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 32

Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 32
Hoppandi kálir Islandsmeistarar 2008. Frá vinstri. Ragnheiður Jónsdóttir Iiðstjóri, Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson þjálfarar og Ólafur Pétursson markmannsþjálfari. með yngri flokka og meistaraflokk og ekkert annað. Liðið er líka með tvö önn- ur varalið sem spila í annarri deild og ég get því kippt leikmönnum yfir til mín ef mér sýnist svo. Það er átta manna stjórn í félaginu, bara fyrir okkur. Ef ég ber upp erindi fer það ekki í röð eftir erind- um úr handbolta og körfubolta, yngri flokkum eða öðru. Fókusinn er algjör- lega á kvennaboltanum. í Kristianstad búa um 33.000 manns og bærinn er í alla staði mjög kósí. Að meðaltali mæta 1400 manns á leik og liðið fékk nokkrum sinn- um yfir 3000 manns á leiki síðastliðið sumar.“ - Hvaða möguleika á liðið í sœnsku deildinni? „Kristianstad er annað af tveimur lið- um í sænsku deildinni sem ég hef aldrei séð spila. Ég hef þó séð það í þrem- ur leikjum á DVD. Ef ég dæmi liðið út Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir og Gylfi Sigurðsson á handboltaleik í Vodafonehöllinni. frá því er það að svipuðum styrkleika og Valur. Mér er alveg sama hvernig hóp ég er með, ég ætla klárlega ofar á töfluna með liðið.“ - Mega fleiri stelpur frá lslandi eiga von á símtali frá þér en þœr tvœr sem þú hefur fengið? „Þetta er nóg í bili. Ég vil ekki vera með einhverja innrás í Svíþjóð?" - Hvað hefur þú helst haft að leiðar- Ijósi sem þjálfari? „Ég hef alla tíð unnið mjög nálægt hópnum og fengið gagnrýni fyrir það að vera of góður vinur leikmanna. Ég hef tekið þann pól í hæðina að vera vin- ur þeirra en að sama skapi finna þann gullna meðalveg sem þarf að vera á milli þess að halda aga og léttleika. Það hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur undanfar- in ár. I kvennaliði er mikilvægt að þjálf- ari viti hvað sé í gangi bæði innan hóps- ins og hjá hverjum einstaklingi. Stelpur eru töluvert flóknari tegund en strákar og það er svo margt að gerast á unglings- árum stelpna. Ég hef haft það að leiðar- ljósi að reyna að auka gæði þjálfunarinn- ar ár frá ári. Mér hefur fundist auðvelt að hafa yfirburði á því sviði á íslandi því það er of fáir þjálfarar sem leggja líf og sál í þjálfunina og leggja sig fram við að bæta þjálfunina milli ára. Þjálfunin hjá mér hefur aldrei verið þannig að ég sé að mæta í vinnuna og bíða eftir að henni ljúki. Þetta er spurning um að vaka og sofa yfir starfinu. Þegar ég var með stelpurnar í 3. flokki fannst mér ég vera með bestu stelpur í heimi. Mér leið eins og ég væri heppnasti þjálfari í heimi. Það má eiginlega segja að ævintýri okkar hafi byrjað á Gothia- Cup. Við ætluðum að vinna það mót þótt það væri stærsta barna- og unglingamót í fótbolta í öllum heiminum. Við trúðum að við gætum það þótt það væri óraun- hæft. Við náðum 3. sæti tvö ár í röð og 2. flokkur spilaði eitt sinn til úrslita. Upp úr því fórum við að ræða það að verða fyrsta liðið sem færi í Evrópukeppni til að ná einhverjum árangri, jafnvel þótt það væru nokkur ár í það. Við vissum líka að fyrst yrðum við að verða Islands- meistarar til þess að vinna okkur inn keppnisrétt í Evrópukeppninni. I milli- tíðinni skrapp ég í Breiðablik og til Vest- mannaeyja en engu að síður misstum við Valsmenn aldrei sjónar á markmiðinu. Þessi markmið settum við okkur þeg- ar stelpurnar voru 13-14 ára og við höf- um náð þeim. Eitt af markmiðunum var að stelpurnar yrði uppistaðan í landsliði sem næði afburða árangri. Með það að markmiði þjálfaði ég U-21 árs landslið- ið sem náði frábærum árangri árið 2006 en ég var ótrúlega heppin að fá tækifæri til þess að þjálfa þar þá árganga sem ég hafði unnið mest með í yngri flokkunum. Þá fórum við taplausar í gegnum riðilinn sem í voru auk okkar, Norðmenn, Banda- ríkjamenn og Danir. Ef einhver segir við mig að eitthvað sé ekki hægt þá vil ég sanna að ég geti það. Þá hugsun hef ég líka reynt að prenta inn í leikmennina.“ - Hvaða eiginleika þarf góður þjálfari að hafa til að bera? „í fyrsta lagi þarf hann að vera tilbú- inn að verja miklum tíma í starfið. Mjög margir mættu gera betur hvað það varð- ar. Undirbúningur fyrir æfingar skiptir máli, markmiðasetning fyrir hópinn, ekki bara einstaklingana og svo framvegis. Ég vil klára mig algjörlega á hverri einustu æfingu eins og ég vil að leikmenn geri. Ég finn þegar ég gef mig ekki 200% í starfið. Ef ég er ekki þreytt eftir æfinguna hef ég ekki gefið mig nógu mikið í hana. Lykillinn að því er góður undirbúningur. Til að vera góður þjálfari þarf maður að vera tilbúinn að taka hluti frá öðrum. Ég hef reynt að tileinka mér það síðustu ár. Það er mikilvægt fá aðra þjálfara í heim- sókn, horfa á æfingar hjá öðrum, fá gagn- rýni á það sem maður gerir og svo fram- vegis. Það þora ekki allir að fá þjálfara til að vinna með sér á jafnræðisgrunni, eins og við Freyr gerðum síðastliðið sumar. Það var kostur fyrir okkur bæði að þora 32 Valsblaðið 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.