Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 45

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 45
stanslaust frá fyrstu æfingu alveg fram á sumar. f vetur voru oft yfir 40 strákar á æfingum og yfir 50 strákar á skrá. Flokk- urinn fór á 8 mót á árinu og oftast voru úrslitin ekki aðalmálið. Stærsta mót sum- arsins var síðan Kaupþingsmótið þar sem gist er yfir helgi. Við fórum með 5 lið á mótið sem er eflaust í fyrsta skiptið sem Valur fer með svo mörg lið á Skaga- mótið. Ekki skemmdi fyrir að eitt liðið tók við bikar í lok móts sem allir höfðu gaman af. Fyrir utan að spila og æfa fót- bolta hittist flokkurinn nokkrum sinnum og skemmti sér saman. Félagsstarfið var gott og skapaðist góður kjarni í hópnum og foreldrastarfið var gott. 8. flokkur 8. flokkur æfði tvisvar í viku allt starfsár- ið. f vetur voru yfir 40 strákar á skrá og því mikið fjör og stuð á æfingum. Flokk- urinn fór á eitt mót og það var Lands- bankamót í Mosfellsbæ í lok maí. Fórum við með 3 lið á mótið og greinilegt er að hér eru framtíðarleikmenn Vals að vera til. Friðriksbikar, Lollabikar og dóm- araverðlaun Á uppskeruhátíð yngri flokka Vals 2008 var Friðriksbikarinn veittur í fimmta sinn. Gerð hefur áður verið grein fyrir tilurð þessarar verðlaunaveitingar. Gef- andi Friðriksbikarsins er Þorsteinn Ólafs og afhenti hann bikarana að þessu sinni. Viðurkenningin er að sjálfsögðu kennd við Sr. Friðrik Friðriksson. Friðriksbik- arar eru veglegur farandbikar og ann- ar eignabikar sem veittir eru árlega til eins iðkanda í 3. flokki karla og eins iðk- anda í 3. flokki kvenna, sem þykja skara fram úr í félagsþroska innan vallar sem utan. í ár hlutu viðurkenninguna þau Sig- urlaug Guðrún Jóhannsdóttir og Bjartur Guðmundsson. Þorsteini Ólafs sérstak- ar þakkir við aðkomuna að þessum verð- launum og fyrir styrkveitinguna í ár. Á liðnu starfsári hlaut Edvard Börkur Óttharsson Lollabikarinn svonefnda sem er veittur árlega á hátíðinni og kenndur er við Ellert heitinn Sölvason, eða Lolla í Val. Bikarinn er veittur einstaklingi sem þykir skara fram úr í knatttækni og leikni. Edvard Börkur er leikmaður í 3. og 2. flokki Vals. Viðurkenninguna dómari ársins 2008 hlaut Rúnar Sigurðsson en hann hlaut einnig þá nafnbót árið 2007. íslandsmeistarar Vals í knattspyrmi í4.flokki kvenna 2008. Aftari röð frá vinstri: Soffía Ámundadóttir þjálfari, Ásthildur Ólafsdóttir, Sonja Símonardóttir, Katrín Seinþórsdóttir, Surya Agnakahan, Margrét Sigurðardóttir, Katla Arnórsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Hugrún Anna Jónsdóttir fyrirliði, Villimey Líf Friðriksdóttir og Oddný Anna Kjartansdóttir aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Björk Sig- urðardóttir, María Soffía Júlíusdóttir, Kara Magnúsdóttir, Erla Steina Sverrisdóttir, Selma Dís Scheving lukkustúlka, Elín Metta Jensen, Berglind Rós Ágústsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Sigríður K. Kristjánsdóttir. Fremst: Díana Ágústsdóttir. Valsblaðið 2008 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.