Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 61
Aftur var teiknuð upp leik-
flétta sem heppnaðist nokkurn
veginn og Rebekka tryggði
liðinu sigur, 26-24.
Þar með var 1993 liðið komið í B-
úrslitin sem lið númer þrjú í riðlinum.
Ljóst var að liðið fengi léttan andstæð-
ing í 16 liða úrslitum en að sá leikur yrði
erfiður þar sem stelpurnar yrðu aðeins 6 í
leiknum og fengu ekki stuðning frá 1994
liðinu. Einhverra hluta vegna þá mætti
ekki liðið sem átti að leika á móti Val í
16 liða úrslitum og Valur fékk skráðan
20-0 sigur.
í 8 liða úrslitum mætti 1993 liðið
Alvik Áppelviken. Enn voru 1993 stelp-
urnar aðeins 6. Valsstelpurnar léku ágæt-
lega til að byrja með og voru yfir í smá
tíma. Síðan hrundi leikur liðsins og þær
töpuðu stórt, 45-6.
1996
1997
Tyresö fór fram og náði að skora körfu
þegar um 5 sekúndur voru eftir. Þjálfari
Tyresö hafði beðið um tíma og því hafði
Kristjana þjálfari ráðrúm til að leggja
upp ákveðna fléttu. Leiktaktík þjálfarans
gekk upp og brotið var á Björgu í snið-
skoti þegar um hálf sekúnda var eftir.
Björg sýndi mikið öryggi og negldi báð-
um vítunum niður, 24-24.
Þar með var ljóst að leikurinn færi í
framlengingu sem var í formi bráðabana,
þ.e. liðið sem skoraði fyrr ynni leikinn.
Framlengingin byrjaði með uppkasti.
Síðastliðið sumar var íþrótta- og leikja-
námskeiðið Sumarbúðir í borg starf-
rækt að Hlíðarenda í 21. skipti. Aðstæð-
ur að Hlíðarenda voru frábærar og var
nú loksins hægt að halda sumarbúðirn-
ar af miklum sóma eftir nokkur erfið
ár vegna framkvæmda á svæðinu. Alls
komu um 176 börn á námskeið sumars-
ins sem voru fjögur talsins. Að venju
var dagskrá sumarbúðanna fjölbreytt og
skemmtileg þar sem íþróttir voru ráð-
andi fyrir hádegi og eftir hádegismat-
inn var mikið um stuttar ferðir og heim-
sóknir. Meðal þess sem var á dagskrá
voru bátsferðir og fjöruferðir auk heim-
sókna í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inn og á lögreglustöðina að ógleymdri
danskennslu Guðmundar Steins Haf-
steinssonar, leikmanns meistara-
flokks karla í knattspyrnu, sem sló í
gegn nú líkt og undanfarin ár. Ýms-
ir góðir gestir litu við á námskeiðin
og var afreksfólkið Margrét Lára Við-
arsdóttir, Ólafur Stefánsson og Sigfús
Sigurðsson á meðal þeirra sem heilsuðu
upp á krakkana og gáfu þeim góð ráð.
Við þökkum fyrir frábært sumar og
hlökkum til að sjá sem flesta iðkendur
aftur næsta sumar.
Með kveðju,
Baldur Þórólfsson,
Bjarney Bjarnadóttir skólastjórar
Sumarbúða í borg
Valsblaðið 2008
61