Valsblaðið - 01.05.2008, Page 62
okkar í handbolta á
Olympíuleikunum í sumar
„Þetta vap náttúpulega alveg magnað", segir Jakeb
Sigurðsson, kallaður Kobbi, sennilega reyndasti
Ólympíulari Vals, um handboltakeppnina á leikunum í
ár
„Þetta voru ólýsanlegar tvær vikur, þar
sem maður reif sig upp um miðja nótt til
að fylgjast með strákunum" segir hann
ennfremur en Jakob lék sjálfur á þrenn-
um leikum; 1984 í Los Angeles, 1988
í Seoul og 1992 í Barcelona og þekk-
ir bæði skin og skúrir í þessari mestu í
þróttakeppni heimsins.
Eftir Einar Örn Jonsson
„1988 voru mestu vonbrigðin. Við vor-
um sennilega með eitt sterkasta lið sem
Island hefur átt og æfðum eins og skepn-
ur í 3 mánuði fyrir mót, allt að 11 sinn-
um í viku. Arangurinn var svo langt frá
væntingum þó að 8. sætið sé alls ekki
svo slæmt. Væntingarnar voru bara svo
miklar. Þessi ofþjálfun og andlega deyfð-
in sem henni fylgdi háði okkur þegar á
hólminn var komið.“ Fjórum árum seinna
átti ísland öllu öðruvísi innkomu á leik-
ana þegar þeir voru haldnir í Barcelona.
„Þá komum við inn á síðustu stundu þar
sem Júgóslavía sendi ekki lið og þá höfð-
um við allt að vinna. Engin pressa og við
spiluðum afslappaðir og léttir og náðum
4. sætinu þvert á allar spár og öllum að
óvörum.“
Aðspurður um þýðingu þess fyr-
ir félag eins og Val að eignast á einu
bretti 3 Olympíuverðlaunahafa segir Jak-
ob: „Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir
börn og unglinga á Islandi almennt, jafn-
vel frekar í Val en annars staðar því fram-
lag Valsaranna í mótinu var feykilega
mikið. Þetta sýnir hvað er hægt að gera
ef menn leggja sig fram og uppskera eft-
ir því. Við skulum samt ekki gleyma því
að það sem kannski skiptir meira máli en
takmarkið sjálft er ferðalagið; „it’s the
journey, not the destination“. Nú höf-
um við eignast 14 ólympíuverðlaunahafa
á einu bretti og ungu kynslóðimar hafa
sæg af fyrirmyndum til líta upp til.“
Jakob Sigurðsson handboltakappi.
62
Valsblaðið 2008