Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 99

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 99
Eftír Hannes Bingi Hjálmansson öllum hópnum (nærri 100 iðkendur voru í æfingabúðunum) og síðan metið í hópa. Valsstrákarnir stóðu sig afar vel í æfinga- búðunum en þar var skipst á að vera með stöðvaræfingar, skotkeppnir, spilað einn á einn og þrír á þrjá og að sjálfsögðu fimm á fimm. Dagarnir í æfingabúðunum voru allir byggðir svipað upp, ræst upp úr klukkan sjö, morgunmatur, æfingabúðir - hádeg- ismatur - æfingabúðir - kvöldmatur - æfingabúðir. Strákarnir voru sem sagt í æfingum frá kl. 09.00 til kl. 21.00 alla dagana í búðunum (nema 4. júlí þá lauk búðunum kl. 15.00). Nokkrir drengjanna lentu í smá meiðslum, eða voru eitthvað meiddir fyrir og áttu dágott samband við sjúkraþjálfara búðanna sem gerði að öll- um meinum sem strákamir urðu fyrir. Ekkert alvarlegt kom þó upp á en greini- legt að þeim þótti gott að láta hlúa að sér þegar verkir urðu óbærilegir. Föstudaginn 4. júlí eftir æfingabúðirn- ar fór fram árlegur leikur fararstjóra og iðkenda, en hefð hefur skapast að strák- arnir skori á fararstjóra og þjálfara í körfubolta. Bróðir Magna slóst í lið með fararstjóraliðinu til að ná fimm manna liði svo hægt væri að spila á fullan völl. Skemmst frá að segja áttu strákarnir ekki möguleika gegn fimasterku liði farar- stjóra og hafa fararstjóraliðin því aldrei tapað leik. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur í næstu keppni. Eftir búðirnar fór hópurinn ásamt far- arstjórum að borða á Caldwell Diner og loks var farið í bíóið í Caldwell á mynd- ina Hancock sem strákunum fannst hin skemmtilegasta. Slakað á í New York Laugardaginn 5. júlí var lagt af stað snemma í rútunni til New York og labb- að frá Port Authority stöðinni sem leið lá á Times Square. A leiðinni þangað var áð á John‘s Pizzeria sem margir New York búar segja að sé með bestu pizzumar í New York. Síðan var farinn rúntur í Footlocker og Virgin Megastore en tveir drengjanna fóru og versluðu sér gallabux- ur ofl í Levi‘s búðinni. Þá var komið við í M&M búðinni sem vakti mikla lukku. Þar fyrir utan fylltist allt af slökkviliðs- bílum en það virtist hafa kviknað í einu af háhýsunum á Times Square. Nakti kúrekinn vakti einnig athygli drengjanna og skelltu nokkrir sér í myndatöku með honum. Þaðan lá leið hópsins í Rocke- feller Center og fómm við í The Top of the Rock þar sem við sáum fyrir New York borg úr mikilli hæð. Ógleymanlegt! Þá lá leiðin í fyrirheitna landið! NBA- búðin - loksins! Strákunum fannst virki- lega gaman að labba um og skoða (já og kaupa) vaming tengdum NBA liðum og stórstjörnum. Arnari Óla tókst meira að segja að fá Steve Smith (fyrrum leik- maður Atlanta o.fl. liða) til að sitja fyrir á mynd með sér. Hópurinn var í NBA búð- inni ívið lengur er ætlað var enda enda- laust hægt að finna spennandi hluti þar. Úr NBA búðinni var farið í kvöldverð- arboð til Fastafulltrúa íslands hjá Sam- Aron pósar með “The Naked Cowboy “ á Times Square einuðu þjóðunum, Hjálmars W. Hann- essonar og Önnu Birgis en þau eru afi og amma Hjálmars Arnar og höfðu sent strákunum boðskort í kvöldmatinn fyrr í vikunni. Strákarnir tóku þar hraustlega til matar síns og þökkuðu svo fyrir sig með því að syngja Vals-körfu lagið „Við leik- um allir saman“ við fögnuð þeirra hjóna. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir hlýj- ar móttökur. Sæbi þjálíari kvaddur Þegar komið var á heimavistina aftur safnaðist hópurinn saman í setustofu og kvöddu Sævald þjálfara en Sæbi hefur nú tekið við starfi við þjálfun hjá Breiðablik. Valsstrákarnir árituðu forláta körfubolta með nafni sínu og númeri og afhentu Sæba með viðhöfn ásamt þökkum fyr- ir samstarf undanfarinna ára. Sæbi gekk síðan á öll herbergi og þakkaði strákun- um persónulega fyrir samveru síðastliðin ár og hvatti þá til dáða í framtíðinni. Þægileg heimíerð Ferðin heim gekk vel fyrir sig - og nú fengu strákarnir að reyna nýju afþreying- argræjurnar í flugvélum Icelandair. Mun þægilegri vél heldur en farið var með út til BNA. Hópurinn var svo mættur á BSÍ um 08.30 þar sem foreldrar tóku á móti strákunum og formlegri fararstjórn lauk. Við viljum þakka strákunum fyrir skemmtilega ferð og vonum að þeir nýti lærdóminn í ferðinni í framtíðinni. Valsblaðið 2008 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.