Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 43
hátíðinni og gerði Ragnhildur Skúla-
dóttir yfirmaður barna- og unglingasviðs
grein fyrir starfi í einstökum flokkum.
Að lokinni afhendingu viðurkenninga
bauð knattspymudeild Vals upp á glæsi-
legt veitingar með aðstoð iðkenda og for-
eldra sem mæta með kökur og brauðmeti
til fagnaðarins á sameiginlegt veisluborð
samkvæmt áralangri hefð.
Allir iðkendur í 6., 7. og 8. flokki
Vals fengu verðlaunapening með merki
félagsins og ártali. Veitt vom þrenn ein-
staklingsverðlaun í 3., 4. og 5. flokki og
teknar vom myndir af öllum verðlauna-
höfum og hópmyndir af öllum flokk-
um. Allir þjálfarar fengu afhenta rós frá
félaginu.
Almennt má segja að gengi einstakra
flokka hafi verið gott á starfsárinu, eink-
um í stúlknaflokkum. Margir flokkar em
fjölmennir, einkum þeir yngstu og starfið
var í flestum flokkum í miklum blóma,
ástundun góð og framfarir miklar. Þó er
áhyggjuefni hversu fámennir sumir yngri
flokkar karla eru, einkum 3. og 4. flokk-
ur. Einkum er ánægjulegt hversu margir
iðkendur em í yngstu flokkunum. Hvað
árangur einstakra flokka varðar ber hæst
íslandsmeistaratitill 4. flokks kvenna í
A liðum og íslandsmeistaratitill 6. fl.
kvenna í A og B liðum. A og B lið 5. fl.
kvenna fengu silfurverðlaun á íslands-
mótinu og 3. fl. kvenna lék til úrslita í
bikarkeppninni en tapaði úrslitaleiknum.
3. flokkur kvenna
3. fl. kvenna hjá Val stóð í ströngu á
tímabilinu. Stelpurnar eru 23-25 að æfa
og þykir það einna best á landinu.Vet-
urinn fór vel af stað og sigraði A liðið
Reykjavíkurmótið með stæl með því að
sigra núverandi íslandsmeistara KR 4-0
í úrslitaleik. B liðið tók einnig þátt og
stóðu sig mjög vel en þær spiluðu sem A
lið. Sumarið var upp og niður hjá flokkn-
um og voru það mikil vonbrigði að kom-
ast ekki í úrslit íslandsmótsins. Hins veg-
ar endaði sumarið vel með því að liðið
komst í bikarúrslitaleikinn þar sem FH
hafði betur 5-2. Það sem stendur upp úr
sumrinu er meðal annars ferðin á Gothia
Cup í Svíþjóð þar sem bæði U17 og U15
ára liðin stóðu sig mjög vel. Ekki má
gleyma því að nokkrir leikmenn liðsins
hafa verið fastamenn í yngri landsliðum
Islands eða á dyrum þess. Mikill metn-
aður býr í 3. fl. kvenna og verður gaman
að fylgjast með þeim í framtíðinni. For-
eldrastarfið var öflugt.
4. flokkur kvenna
Flokkurinn fór á 8 mót á árinu og vann
5 þeirra sem er glæsilegur árangur:
Verðlaun og viðurhenningar á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Vals 2008
7. og 8. flokkur
Allir fengu viðurkenningu í 7. og 8.
flokki en engin einstaklingsvereðlaun
voru veitt í þessum flokkum.
6. flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Lóa Yona Zoe Fenzy
Besta ástundurr: Hildur Karitas Gunn-
arsdóttir
Liðsmaður flokksins: Agnes Edda Guð-
laugsdóttir
5. flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Asa Bríet Bratteberg
Ingólfsdóttir
Besta ástundun: Asta Rún Agnarsdóttir
Liðsmaður flokksins: Katla Rún Arn-
órsdóttir
4. flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Svava Rós Guðmunds-
dóttir
Besta ástundun: Hugrún Arna Jónsdóttir
Liðsmaður flokksins: Ingunn Haralds-
dóttir
3. flokkur stúlkna
Mestu framfarir:Te\ma Olafsdóttir
Besta ástundun: Katrín Gylfadóttir
Leikmaður flokksins: Heiða Dröfn Ant-
onsdóttir
Friðriksbikarinn: Sigurlaug Guðrún
Jóhannesdóttir
6. flokkur drengja
Mestu framfarir: Egill Magnússon
Besta ástundun: Jóhann Páll Ástvalds-
son
Liðsmaður flokksins: Alexander Jón
Másson
5. flokkur drengja
Mestu framfarir: Oddur Tyrfingur
Oddsson
Besta ástundun: Guðmundur Magnús-
son
Liðsmaður flokksins: Marteinn Högni
Elíasson
4. flokkur drengja
Mestu framfarir: Alexander Egilsson
Besta ástundun: Breki Bjamason
Liðsmaður flokksins: Breki Bjamason
3. flokkur drengja
Mestu framfarir: Guðmundur Óli Nor-
land
Besta ástundun: Tadas Koncius
Leikmaður flokksins: Edvard Börkur
Óttharsson
Friðriksbikarinnn: Bjartur Guðmunds-
son
Liðsmaður flokksins: Edvard Börkur
Óttharsson
Lollabikar: Edvard Börkur Óttharsson
3. og 2. flokki.
Dómari ársins. Rúnar Sigurðsson
Valsblaðið 2008
43