Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 41
Þjálfarateymi
Það voru breytingar á starfsliði meistara-
flokks kvenna þegar Freyr Alexanders-
son og Elísabet Gunnarsóttir stýrðu lið-
inu í sameiningu árið 2008. Þeim innan
handar var Olafur Pétursson markmanns-
þjálfari, Jóhannes Marteinsson sjúkra-
þjálfari og Ragnheiður Á. Jónsdóttir lið-
stjóri.
2. flokkur karla
Strákarnir náðu því takmarki að fara
upp um deild í sumar og leika því með-
al þeirra bestu sumarið 2009. Um mitt
sumar þurfti Bjöm Victorson að láta af
störfum sem þjálfari sökum anna í starfi
og tók gamli refurinn Þorgrímur Þráins-
son, fyrrum fyrirliði Vals, við flokknum
í byrjun júlí. Valsliðið lék ágætis fótbolta
á köflum og hefði undir eðlilegum kring-
umstæðum átt að hafa tryggt sér sæti í
efstu deild fyrir tvær síðustu umferðim-
ar en strákamir köstuðu frá sér dýrmæt-
um stigum gegn toppliðunum Keflavík
og Fjölni. Liðið þurfti því að sigra í síð-
asta leiknum gegn Haukum/ÍH á útivelli
til að tryggja sæti sitt í A-deild að ári.
Valur sigraði 5:1 og hafnaði því í 2. sæti
í B-deild.
Guðmundur Steinn og Einar Marteins-
son æfðu nánast ekkert með 2. flokki í
sumar af því þeir vom með meistara-
flokki en þeir voru þó ætíð til taks í leik-
ina. Ellert, Magnús, Arnar Sveinn og
Ásgeir markvörður æfði með meistara-
flokki undir lok sumars og var því á tíð-
um frekar fámennt á æfingum. f 2. flokki
leika efnilegir drengir. Amar Sveinn lék
sinn fyrsta meistaraflokksleik í septem-
ber og stóð fyrir sínu. í sömu viku lék
hann sinn fyrsta meistaraflokksleik fyr-
ir Val í N1 deildinni í handbolta. Fjórir
leikmenn ganga upp í meistaraflokk um
þessar mundir en engu að síður er flokk-
urinn þéttskipaður flottum knattspymu-
mönnum sem eiga framtíð fyrir sér, ef
þeim sýnist svo. Atli Dagur Sigurðs-
son var valinn Valsmaður ársins, mestur
framfarir Leifur Bjarki Erlendsson. Edv-
ard Börkur Óttharsson var valinn efnileg-
astur og Magnús Örn Þórsson bestur.
2. flokkur kvenna
Ýmis mót. Jólamótið var fyrsta mótið
sem Sindri þjálfari tók þátt í með liðinu.
Mótið byrjaði vel en Valur komst ekki í
úrslit á þessu móti. Valur lenti í 2. sæti á
Reykjavíkurmótinu. Bikarkeppnin hófst
með leik gegn Stjörnunni á gervigrasinu
í Garðabæ. Leikurinn gekk vel þar sem
Valur vann 7-0. Komst Valur í undanúr-
slit og lenti á móti Breiðablik sem hafði
betur og var því bikarkeppnin úr sög-
unni.
íslandsmót - A-deild
Fyrsti leikur sumarsins var gegn Þór/KA/
Völsungur þann 31. maí á Hlíðarenda.
Var mikil stemning fyrir leikinn enda
búið að æfa mikið og leggja mikla vinnu
fyrir þennan fyrsta leik. Leikurinn end-
aði með 9-0 sigri. Það gekk upp og nið-
ur það sem eftir lifði sumars og flokkur-
inn endaði í 5. sæti. Þó að markmiðum
hafi ekki verið náð var margt gott við
það og greinilegt að ákveðinn hópur leik-
manna ætlar sér stóra hluti í framtíðinni
Þjálfarar yngriflokka Vals í knattspyrnu 2007-2008. Frá vinstri: Lea Sif Valsdóttir þjálfari 5. og 6.fl. kv., Jóhann Gunnarsson
þjálfari 3.fl. ka., Þórhallur Siggeirsson þjálfari 4., 7. og 8.fl. ka., Vilhjálmur Siggeirsson aðstoðarþjálfari í 4., 7. og 8.fl. ka., Rakel
Logadóttir þjálfari 7.fl. kv., Margrét Lára Viðarsdóttir þjálfari 3. fl. kv., Thelma Björk Einarsdóttir aðstoðarþjálfari 7.fl. kv., Sig-
urlaug G. Jóhannsdóttir aðstoðarþjálfari í 6.fl. kv., Heiða Dröfn Antonsdóttir aðstoðarþjálfari í 5. fl. kv„ Oddný Kjartansdóttir
aðstoðarþjálfari 4.fl. kv. Sindri Ragnarsson þjálfari 3. og 2.fl. kvjfyrir aftan), Soffía Ámundadóttir þjálfari 4.fl. kv. og Margrét
Magnúsdóttir aðstoðarþjálfari 5.fl. kv. Á myndina vantar nokkra þjálfara.
Valsblaðið 2008
41