Valsblaðið - 01.05.2008, Page 98
,* 1 i ■,JL. J \ 11 1 *»
'j.
Árgangar ’93 og ’94 auk Bergs úr ,’92
árgangi körfuknattleiksdrengja í Val fóru
í „Hall of Fame“ æfingabúðirnar í Cald-
well, New Jersey dagana 27. júní - 6. júlí
2008. Ferðin heppnaðist vel og strákarnir
lærðu margt í þessum æfingabúðum. Þeir
sem fóru með í ferðina voru þjálfararn-
ir Sævaldur Bjarnason og Robert Dean
Hodgson og fararstjórar voru Hannes
Birgir Hjálmarsson og Lárus Blöndal.
Lagt var af stað frá BSÍ kl. 08.00 föstu-
daginn 27. júní og gekk innritun í Leifs-
stöð hratt og örugglega fyrir sig en fjög-
urra tíma seinkun varð á brottför vegna
meintra aðgerða flugumferðastjóra sem
höfðu náð samningum nóttina áður. Flug-
ið var frekar þreytandi á leiðinni út - lítil
vél og ekki mikið pláss fyrir leggjalanga
körfuknattleiksdrengi (og menn). Strák-
arnir höfðu hlakkað til að prófa nýju
afþreyingratækin sem Icelandair voru
búnir að auglýsa að væru komin í notkun
- en ekki varð af því á útleiðinni.
Tekið var á móti okkur á gulum
„School Bus“ í JFK flugvelli og vakti
bflstjórinn „Chick“ athygli drengjanna
enda skemmtilegur karakter! Vegna mik-
illar umferðar og umferðaóhapps á leið-
inni tók rútuferðin ívið lengri tíma en
vanalega og við mættum í Caldwell Col-
lege rétt undir klukkan sex að staðartíma.
Þar tók Vinnie Carlesi, framkvæmda-
stjóri æfingabúðanna á móti okkur og við
komum okkur fyrir í herbergjum.
Æfingaleikir og verslunarferðir
Laugardaginn 28. júní léku strákarnir
leiki við tvö úrvalslið úr tveimur héruðum
í New Jersey, en leikirnir byrjuðu strax
um morguninn og lauk rúmlega eitt. Vals-
strákamir vom greinilega svolítið þreyttir
eftir ferðalagið og tók það nokkurn tíma
fyrir þá að komast í gang. Valshópnum
var skipt í tvö jöfn lið og var gaman að
sjá strákana okkar takast á við úrvalshóp-
ana, þótt þeir hafi borið full mikla virð-
ingu fyrir þeim.
Eftir kappleikina var farið með hóp-
inn í Westbrook Mall og borðað og fengu
strákarnir að leika lausum hala þar í
eina tvo tíma sem þeir nýttu til að kaupa
sér ýmis konar íþróttafatnað og skó.
„Kringluferðin“ endaði svo á bíóferð á
„Wanted" mynd sem flestir vildu gleyma
sem fyrst.
Sunnudaginn 29. júní tóku strákarnir
morgunæfingu og síðan var lagt af stað
til New York í mikla göngu- og versl-
unarferð. Ótal Footlocker verslanir voru
heimsóttar og stórskemmtileg verslun
Steve & Barry’s var heimsótt en þar kost-
aði ekkert meira en 9 dollara. Sett var af
stað keppni um skemmtilegasta bolinn
(með skemmtilegustu skilaboðunum) en
ótal áletraðir bolir eru í boði í verslun-
inni ásamt körfuboltaskóm o.fl. Margir
drengjanna keyptu sér ódýra „Starbury“
skó þarna - sem entust vonandi út sumar-
ið. Um kvöldið var borðað á TGI Friday
veitingastaðnum og haldið upp á afmæli
Hjalta sem varð 14 ára þann daginn.
Frábær vika í stífum æfingabúðum
Mánudaginn 30. júní - föstudagsins 4.
júli fóru síðan æfingabúðirnar fram en
fyrsta daginn var byrjað á að aldursskipta
98
Valsblaðið 2008