Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 98

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 98
,* 1 i ■,JL. J \ 11 1 *» 'j. Árgangar ’93 og ’94 auk Bergs úr ,’92 árgangi körfuknattleiksdrengja í Val fóru í „Hall of Fame“ æfingabúðirnar í Cald- well, New Jersey dagana 27. júní - 6. júlí 2008. Ferðin heppnaðist vel og strákarnir lærðu margt í þessum æfingabúðum. Þeir sem fóru með í ferðina voru þjálfararn- ir Sævaldur Bjarnason og Robert Dean Hodgson og fararstjórar voru Hannes Birgir Hjálmarsson og Lárus Blöndal. Lagt var af stað frá BSÍ kl. 08.00 föstu- daginn 27. júní og gekk innritun í Leifs- stöð hratt og örugglega fyrir sig en fjög- urra tíma seinkun varð á brottför vegna meintra aðgerða flugumferðastjóra sem höfðu náð samningum nóttina áður. Flug- ið var frekar þreytandi á leiðinni út - lítil vél og ekki mikið pláss fyrir leggjalanga körfuknattleiksdrengi (og menn). Strák- arnir höfðu hlakkað til að prófa nýju afþreyingratækin sem Icelandair voru búnir að auglýsa að væru komin í notkun - en ekki varð af því á útleiðinni. Tekið var á móti okkur á gulum „School Bus“ í JFK flugvelli og vakti bflstjórinn „Chick“ athygli drengjanna enda skemmtilegur karakter! Vegna mik- illar umferðar og umferðaóhapps á leið- inni tók rútuferðin ívið lengri tíma en vanalega og við mættum í Caldwell Col- lege rétt undir klukkan sex að staðartíma. Þar tók Vinnie Carlesi, framkvæmda- stjóri æfingabúðanna á móti okkur og við komum okkur fyrir í herbergjum. Æfingaleikir og verslunarferðir Laugardaginn 28. júní léku strákarnir leiki við tvö úrvalslið úr tveimur héruðum í New Jersey, en leikirnir byrjuðu strax um morguninn og lauk rúmlega eitt. Vals- strákamir vom greinilega svolítið þreyttir eftir ferðalagið og tók það nokkurn tíma fyrir þá að komast í gang. Valshópnum var skipt í tvö jöfn lið og var gaman að sjá strákana okkar takast á við úrvalshóp- ana, þótt þeir hafi borið full mikla virð- ingu fyrir þeim. Eftir kappleikina var farið með hóp- inn í Westbrook Mall og borðað og fengu strákarnir að leika lausum hala þar í eina tvo tíma sem þeir nýttu til að kaupa sér ýmis konar íþróttafatnað og skó. „Kringluferðin“ endaði svo á bíóferð á „Wanted" mynd sem flestir vildu gleyma sem fyrst. Sunnudaginn 29. júní tóku strákarnir morgunæfingu og síðan var lagt af stað til New York í mikla göngu- og versl- unarferð. Ótal Footlocker verslanir voru heimsóttar og stórskemmtileg verslun Steve & Barry’s var heimsótt en þar kost- aði ekkert meira en 9 dollara. Sett var af stað keppni um skemmtilegasta bolinn (með skemmtilegustu skilaboðunum) en ótal áletraðir bolir eru í boði í verslun- inni ásamt körfuboltaskóm o.fl. Margir drengjanna keyptu sér ódýra „Starbury“ skó þarna - sem entust vonandi út sumar- ið. Um kvöldið var borðað á TGI Friday veitingastaðnum og haldið upp á afmæli Hjalta sem varð 14 ára þann daginn. Frábær vika í stífum æfingabúðum Mánudaginn 30. júní - föstudagsins 4. júli fóru síðan æfingabúðirnar fram en fyrsta daginn var byrjað á að aldursskipta 98 Valsblaðið 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.