Valsblaðið - 01.05.2008, Side 44
íslandsmeistarar 2008, Reykjavíkur-
meistarar 2008, Jólamótsmeistarar KRR
2007, Símamótsmeistarar og Kópavogs-
mótsmeistarar jólamót 2008. Flokkurinn
æfði fjórum sinnum í viku og mikið af
aukaæfingum var í boði sem við buðum.
Félagsstarfi var gott, m.a. farið í tvær
óvissuferðir.
5. flokkur kvenna
Flokkurinn í ár var einstakur en leik-
gleði, samstaða og framfarir einkenndu
flokkinn. Gengi á mótum sumarsins var
gott, en silfur eða gull var tryggt á nán-
ast öllum mótum. Stelpurnar eru mjög
áhugasamar en æfingasókn yfir tímabil-
ið var mjög góð enda framfarir og árang-
ur í samræmi við það. Gaman verður að
fylgjast með afrekum stelpnanna í fram-
tíðinni, en öruggt er að hluti þeirra muni
spila með meistaraflokkum og landslið-
um í framtíðinni.
6. flokkur kvenna
Síðastliðið haust var flokkurinn ekki eins
fjölmennur en undir lok tímabils voru
um 35 stelpur á hverri æfingu. 3 lið tóku
þátt í undankeppni íslandsmóts og öll 3
liðin unnu sinn riðil og komust í úrslita-
keppni. Á Símamótinu í Kópavogi nældi
flokkurinn sér í eitt gull og eitt brons.
Stórglæsilegur árangur náðist á Pæju-
mótinu á Siglufirði, tvö gull og eitt silf-
ur. Hápunktur sumarsins var svo án efa
úrslitakeppni Islandsmótsins þar sem C-
liðið stóð sig frábærlega og endaði í öðru
sæti en A- og B- liðin hömpuðu Islands-
meistaratitlinum en bæði liðin fóru í
gegnum mótið taplaust. Foreldrastarfið
var öflugt.
7. flokkur kvenna
7. flokkur kvenna saman stendur af ung-
um stúlkum sem fæddar eru 2000 og síð-
ar. Þegar flokkurinn tók til starfa voru
um 12 stúlkur í honum en í lok tímabils
voru 28 stúlkur á skrá og hefur fjöldinn
aldrei verið eins mikill í sögu flokksins
en fjölgun má einkum rekja til rútuferða
sem farnar voru frá skólum í grennd við
Valsheimilið. Mjög gott framtak. Flokk-
urinn tók þátt í ýmsum mótum og stóðu
sig allar með tölu mjög vel og ekki er
annað hægt að segja en að framfarirnar
hafa verið miklar frá því á fyrsta móti.
3. flokkur karla
Flokkurinn æfði 4—5 sinnum í viku að
jafnaði. Morgunæfingar voru í vetur og í
sumar, þar sem lögð var áhersla á tækni
og voru drengirnir duglegir að mæta.
í samvinnu við þjálfarana sáu tveir til
/olksvvaaen
Pálmi Rafn Pálmason skorar sigurmark
í vígsluleiknum við Fjölni, 2-1.
þrír hverju sinni um eitthvað félagslegt
í hverjum mánuði. Framfarir voru mikl-
ar á árinu.
4. flokkur karla
4. flokkur karla fór í gegnum erfitt, lær-
dómsríkt en mjög skemmtilegt tímabil.
Háði flokknum hvað mest fjöldinn en
einungis 15 strákar æfðu á tímabilinu.
Árið 2008 byrjaði á því að fara skemmti-
ferð yfir helgi í Vöga. Farið var til Olafs-
víkur og keppt á Islandsmótinu inn-
anhúss, Reykjavíkurmótið var mikil
reynsla og lærdómur fyrir strákana og
þjappaði hópnum mikið saman. Flokk-
urinn skemmti sér mikið saman, tók m.a.
upp sameiginlegt myndband til að þjappa
hópnum saman. Lék í C-riðli Islands-
mótsins og endaði í 3. sæti. í sumar
tók flokkurinn þátt í Rey Cup sem stóð
upp úr. Árangurinn var góður og allir
skemmtu sér vel.
5. flokkur karla
Starfið í 5. flokki á keppnistímabilinu var
gott. Hópurinn var fjölmennur eða um 50
strákar. Mætingar voru mjög góðar og ef
félagið heldur vel utan um þessa stráka
þá er framtíðin björt hjá félaginu. Flokk-
urinn tók þátt í nokkrum mótum og var
árangurinn þokkalegur en sárast var þó
það að flokknum tókst ekki að vinna sig
upp um deild.
6. flokkur karla
Keppnistímabilið hjá 6. fl. var glæsilegt.
Fjöldi iðkenda var um 55 og voru æfing-
ar 3 á viku yfir vetrar- og vormánuðina
en fjölgaði síðan í fjórar yfir sumartím-
ann. Flokkurinn tók þátt í nokkrum mót-
um. Shellmótið er stærsta mót sumars-
ins og þangað var haldið með 4-lið og
stóðu þau sig þokkalega og vann eitt lið
til verðlauna. Foreldrastarfið var öflugt.
7. flokkur karla
Það er flott ár að baki hjá 7. flokki karla.
Valur byrjaði með rútuferðir fyrir strák-
ana úr skólanum og aukning í flokknum
var gríðarleg. Strákunum fjölgaði nánast
Valsblaðið 2008