Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 56
Fríöur hópur foreldra á Shell-mótinu í Eyjum sl. sumar. ►
A
I- -
i' \
Ég hvet þvf alla Valsfoneldra til aö karna aö barna- og unglingasiarfinu hjá llal.
Það er bæði gefandl og skemmtilegt
Margt hefur verið skrifað á undanförn-
um árum um hlutverk foreldra í íþrótta-
iðkun barna sinna. A tímabili var mik-
ið um gagnrýni á „brjálaða“ foreldra á
hliðarlínunni sem kunnu sér ekki hóf við
hvatningu barna sinna.
Foreldrar tóku ekki þátt áður fyrr
Ég er orðinn svo gamall að þegar ég var
krakki og æfði boltaíþróttir sást varla
nokkurt foreldri á íþróttaleik barna sinna
og hvað þá að fylgjast með æfingatíma.
Foreldrar mínir komu held ég aldrei á
íþróttaleik þegar ég var að keppa sem
barn og unglingur. Ég hugsa að þau hafi
aldrei hitt þjálfara sem ég var með á
þessum árum og hvað þá rætt við þá. Þau
voru ekkert einsdæmi. Foreldrar vom
bara ekki með.
Mikil breyting
Ég veit ekki hvenær þetta breyttist? Ein-
hvern tíma milli 1985 þegar ég hætti
í fótboltanum og fram til áranna eft-
ir aldamótin 2000 þegar sonur minn var
að byrja sína íþróttaiðkun. Og breyting-
in var frá því að engir foreldrar sáust á
íþróttaviðburðum barna sinna yfir í tugi
snarbrjálaðra foreldra hlaupandi og garg-
andi á hliðarlínunni.
Kannski tengdist það þessum knatt-
spyrnumótum sem eru nú haldin út um
allt land á sumrin um helgar fyrir yngstu
krakkana. Slík mót þekktust ekki þegar
ég var barn og sennilega byrjuðum við
krakkarnir að æfa skipulega miklu seinna
þá en nú er gert. Það segir sig auðvitað
sjálft að þegar börn em í 7. og 8. flokki,
frá 5 ára aldri, að fara á skipulögð marga
daga knattspyrnumót, að þá fara foreldr-
arnir með.
Mikið að gera í foreldrastarfi
Allavega var þetta svona þegar son-
ur minn hóf æfingar hjá Val. Foreldrarn-
ir fengu um leið nýtt hobbý. Að fylgj-
ast með æfingum og framgangi barnsins.
Ekki bara að skutla og sækja heldur taka
þátt í starfinu af fullum þunga. Skipu-
leggja ferðir, afla fjár, taka að sér farar-
stjórn, fylgjast með æfingum, horfa á
leiki, samskipti við þjálfara, aðra foreldra
og félagið.
Og það varð nóg að gera, með bam í
tveimur íþróttagreinum, nánast fullt starf
meðfram annarri vinnu. A sex ámm hef-
ur verið farið þrisvar á Akranes, tvisvar til
Eyja og tvisvar norður á Akureyri og að
auki margoft á minni mót í fótboltanum og
nú í 5. flokki eru spiluð full Reykjavíkur-
og íslandsmót með tilheyrandi ferðalög-
um. Handboltinn keyrir allt sitt íslandsmót
á helgarmótum, svo ferðir til Akureyrar og
til Eyja eru fastir liðir þar líka.
Starf foreldra gríðarmikilvægt
Að mínu mati er þetta foreldrastarf gríð-
arlega mikilvægt. Það er ljóst að íþrótta-
og keppnisferðahefðin sem er komin á
hér á landi er foreldmm að stórum hluta
að þakka því þetta gæti aldrei geng-
ið upp öðmvísi. Foreldrar eru þjálfur-
um og félaginu hvatning og stuðningur.
Mikilvægast er þó að áhugi og hvatning
foreldra styrkir barnið til áframhaldandi
íþróttaiðkunar. Hér þarf að feta milliveg-
inn því „brjáluðu“ hliðarlínu-pabbarnir
og mömmurnar em sem betur fer hverf-
andi í dag enda gera þau börnum sínum
ekki mikinn greiða. Mikill áróður hefur
verið rekinn undanfarin ár til að útrýma
ósæmilegri hegðun foreldra á íþróttamót-
um og sá áróður hefur skilað sér.
Hóf er best í öllu
Það er hófleg hvatning og áhugi ásamt
því að foreldrarnir séu starfandi í félaginu
á sínum forsendum sem ég tel að skili
bömunum mikilli ánægju og hvetur þau
til að halda áfram að æfa og spila. Flest-
ir foreldrar gera sér grein fyrir því að all-
ar þessar æfingar skila að öllum líkind-
um ekki nýjum Eiði Smára eða Ola Stef.
Kannski verður 1% barna afreksfólk í
íþróttum.
Það em aðrir hlutir sem eru miklu mik-
ilvægari. Við foreldrar vitum nú og rann-
sóknir hafa sýnt að því lengur sem börn-
in okkar haldast í skipulögðum íþróttum
því minni líkur eru á að þau leiðist út í að
nota vín, tóbak eða eiturlyf. Það hafa svo
aðrar rannsóknir sýnt að eftir því sem
tekst að seinka fyrstu áfengisnotkun hjá
unglingum því meiri líkur em á að allt
fari vel og börnunum okkar farnist vel í
lífinu.
Tökum þátt í foreldrastarfinu
Séra Friðrik sá mikli brautryðjandi hafði
miklar hugsjónir fyrir Val og íþróttaiðkun
barna og unglinga. Hann var svo sann-
arlega á undan sinni samtíð og sá gildi
íþróttanna í forvarnarskyni. Höfum hann
til fyrirmyndar þegar við styðjum við
bama- og unglingastarfið hjá Val. Tök-
um þátt og látum til okkar taka en látum
aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.
Eftir Sigþór Sigurðsson
foreldraáði
56