Valsblaðið - 01.05.2008, Side 73
ingju með þennan frábæra völl, sem feng-
ið hefur hæstu einkunn hjá þeim sem á
honum hafa æft og við vonum að völl-
urinn eigi eftir að þjóna félaginu vel í
framtíðinni og þar vaxi upp margir góðir
knattspymumenn jafnt sem dyggir félags-
menn.
Umfang starfsemi Valsmanna hf.
Umfangið í starfsemi Valsmanna hf. hef-
ur aukist með hverju ári í takt við stækk-
andi fjárhag og aukna þátttöku í starf-
semi Vals og framkvæmdum hér á
svæðinu. Það lætur því nærri að stjórn-
arformaður Valsmanna hf. hafi setið
nærri 70 formlega fundi á vegum félags-
ins á liðnu starfsári auka fjölda smærri
óformlegra funda. Samskipti okkar Ing-
ólfs hjá Frjálsa eru t.d. oft dagleg og oft
á dag suma daga um málefni félagsins. I
stjórn Valsmanna hf hafa setið 7 stjómar-
menn en þeir em auk mín; Ingólfur Frið-
jónsson, Guðni Bergsson, Jafet Ólafsson,
Theódór Halldórsson, Karl Axelsson og
Karl Jónsson.
Það hefur ríkt mikill einhugur meðal
stjómarmanna um öll málefni félagsins
og samstaða stjórnarmanna verið með
eindæmum góð. Ég vil nota tækifærið
og þakka meðstjórnendum mínum fyrir
samstarfið á liðnu starfsári um leið og ég
tilkynni að allir stjórnarmenn gefa kost á
sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
í forgrunni þess kynningarefnis sem hér
er birt.
Uppbygging þessa vallar er ekki bara
skemmtilegt og ögrandi verkefni heldur
er það lifandi sönnun þess að við stönd-
um við einkunnarorðin sem standa fyrir
ofan tröppurnar þegar gengið er hér upp
á efri hæðina. „Hugsjónir okkar um full-
komnun Hlíðarenda verða að vera háleit-
ar. Með það fyrir augum og í samræmi
við það verður hvert handtak að vinnast
og hver hugsun að miðast." Ólafur Sig-
urðsson 1941.
íþróttamannvirkin á Hlíðarenda eru
ekki eins og hver önnur íþróttamann-
virki og aðalleikvangurinn verður ekki
bara eins og hver annar knattspyrnu-
völlur. Þetta eru og verða glæsileg og
hugvitssamelga hönnuð íþróttamanna-
virki sem staðsett eru í hjarta borgarinn-
ar. Umhverfi þeirra sem rammast inn af
Öskjuhlíðinni, Vatnsmýrinni og miðborg-
inni ásamt ölium þeim höfuðstofnunum
borgarinnar, sem eru í næsta nágrenni
munu gera þessi mannvirki einstök.
Okkur öllum sem félagsmönnum í
Val bíður síðan það ögrandi verkefni
að skapa þessum mannvirkjum líf, líf
sem iðar af þeim krafti og bjartsýni sem
við viljum að Knattspyrnufélagið Val-
ur standi fyrir. Hlíðarendi á að mínu viti
að vera sá staður sem okkur öll langar að
heimsækja reglulega hvort sem það er til
að fylgjast með börnunum okkar í leik og
starfi, fylgjast með keppnisliðum okkar í
Brynjar Harðarson, formaður Vals-
manna hf. afhendir Val nýjan
gervigrasvöll í desember 2008.
keppni við þá bestu eða bara til að hitta
vini og félaga.
Ég vil trúa því að sú staða sem nú er
komin upp í okkar litla þjóðfélagi eigi
eftir að hafa mikil áhrif á gildismat okk-
ar og við munum í æ ríkara mæli leita til
upprunans og spyrja okkur hvar er minn
staður - hvert er mitt umhverfi - hverj-
um vil ég ljá krafta mína.
Annað markmiðið lýtur að fjárhags-
legri umgjörð Vals. Hlutverk Valsmanna
hf. liggur fyrir bæði í samþykktum þess
og allri þeirri þróun sem félagið hefur
gengið í gegnum frá stofnun þess. í eign-
um Valsmanna hf. og þeim möguleikum
sem búa í vexti þeirra og viðgangi liggja
einstök tækifæri.
Við þurfum um leið og efnahagsleg-
ar forsendur leyfa að stefna ótrauð að því
að byggja upp styrktarsjóðina sem þeg-
ar hafa verið lögð drög að. Á sama tíma
þurfum við að tryggja áframhaldandi
stöðu Valsmanna hf., sem fjáhagslegur
bakhjarl Knattspyrnufélagsins Vals. Verk-
efni framtíðarinnar eru óþrjótandi og Val-
ur þarf að halda áfram að vaxa og dafna
þannig að þetta ástkæra félag okkar sem
stendur á traustum gömlum grunni verði
síungt og þróttmikið - já einstakt félag.
Brynjar Harðarson
formaður Valsmanna hf.
Framtíðin
Mig langar á þessum tímapunkti að deila
með ykkur þeim draumum og markmið-
um sem ég og ég tel mig hér tala fyrir
mun okkar stjórnarmanna á um framtíð
Vals og Valsmanna hf. Við getum stolt
horft til þeirra mannvirkja sem nú hafa
risið á Hlíðarenda og sagt við okkur sjálf
- vel gert. Og við getum líka með bjart-
sýni og tilhlökkun horft til þeirra mörgu
og spennandi verkefna sem bíða okkar.
Mín markmið fyrir hönd Valsmanna
hf. eru kristalklár og mig langar að starfa
áfram sem stjómarformaður Valsmanna
allt þar til þessum markmiðum er náð
eða þau í það minnsta í sjónmáli. Það
fyrsta lýtur að fullnaðaruppbyggingu
allra íþróttamannvirkja á Hlíðarenda.
Það er því ekki tilviljun að þverskurðar-
mynd af aðalleikvangnum þar sem hann
er innrammaður með knatthúsbygging-
unni er bæði á forsíðu ársreikningsins og
Hluti stjórnar Valsmanna hf. 2008. Frá vinstri: Karl Axelsson, Brynjar Harðarson,
Ingólfitr Friðjónsson, Theodór Halldórsson og Guðni Bergsson. Grímur Sœmundsen
formaður Vals og fyrrverandi stjórnarmaður Valsmanna krýpur fyrir framan.
Valsblaðið 2008
73