Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 28

Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 28
Eftir Þóri S. Guðbergsson ungiiðið í ævintýra- og ástarferð á Skagann eftir stríð Leikurinn kenndi okkur alvöru lífsins og vináttu í raun Höfundur í sumarbúðum í Vatnaskógi. Brottfarardagurinn rann upp, laugardag- ur í júlímánuði, hlýtt og notalegt og örlít- il gola. Fyrsta ferðin mín með Laxfossi var sannkölluð ævintýraferð sem gleym- ist seint. Tilhlökkunin var ólýsanleg. Ég gat varla beðið. Ég var með stanslaus- an fiðring frá hvirfli til ilja. Valur og Akranes á Langasandi. Allt var nýtt fyr- ir mér. A miðri göngubrúnni upp í Lax- foss greip mig einkennileg tilfinning. Brúin ruggaði rólega í golunni og miðja vegu milli bryggju og skips horfði ég beint niður í dökkbláan sjóinn. Ég hrökk við þegar skipstjórinn kallaði þrumu- raustu: „Bannað að staldra við á brúnni, litlu landkrabbar. Hafið þið aldrei migið í saltan sjó?“ Svo hló hann djúpum hlátri sem bergmálaði um bryggjuhverfið. Ég hrökk í kút og flýtti mér upp landgang- inn skjálfandi göngulagi og hafði ekki hugmynd um að örfáum árum síðar átti ég eftir að kynnast skipstjóranum miklu betur og persónulega og reyndist hann mér hlýr og skemmtilegur náungi og son- ur hans átti eftir að verða einn af mínum bestu vinum. Einkennileg tilfinning greip mig líka þegar ég gekk inn í borðsalinn með félögum mínum og settist með Björgvin Hermannssyni, Þórði Ulfarssyni, Geir og fleirum við eitt borðanna. Ég fann hvem- ig Laxfoss ruggaði og valt. Innan stundar var vélin keyrð áfram svo að skipið hrist- ist og skalf. Okkur var leyft að fara stutta stund upp á þilfar og fararstjórinn fylgd- ist vel með okkur. Hann vildi halda öllu í röð og reglu. Hér var það agi og hlýðni sem skipti máli. Hann sagði það hluta af undirbúningi leiksins að liðið þjapp- aðist saman um borð og ættu þar góðar og gleðilegar stundir og nú skyldum við syngja við raust. Þegar Laxfoss lagðist að bryggju á Skaganum stukku strákarnir fljótt frá borði í ákafa, eftirvæntingu og tilhlökk- un með hrópi og köllum. Ærsl og kát- ína æskunnar, iðandi og öskrandi löngun eftir ævintýrum og óvæntum uppákom- um brann í brjóstum okkar. Af einhverj- um ástæðum drógumst við Þórður eitt- hvað aftur úr þegar vinir okkar skokkuðu rakleiðis upp í nýlegt íþróttahúsið. Um 2-3 árum fyrr eða árið 1946 var íþrótta- bandalag Akraness stofnað og skamm- stafað ÍBA, en skömmu síðar breytt í fA. Fram að þeim tíma voru tvö lið á Akra- nesi, KA og Kári. Á bryggjunni hittum við Doddi stráka á okkar aldri sem vildu óðir og uppvægir sýna okkur leynistaði sína og sannarlega langaði okkur að lenda í óvæntu ævin- týri. Allt var okkur framandi og spenn- andi. Stór bátur sigldi í áttina að Skag- anum og barst vélarhljóðið alla leið til okkar. Strákarnir horfðu út á sjóinn og vissu upp á hár hvaða bátur þetta var. „Höfrungur," sögðu þeir í kór og sneru sér að okkur. Stórar netadræsur lágu hér og þar og rétt í því birtust okkur þrjár Skagastelpur á okkar aldri. Þær voru skemmtilegar, hressar, kátar og rjóð- ar í kinnum. Þær virtust líka þekkja alla bátana sem lágu í höfninni, hverjir áttu skúrana við bryggjubakkana og vissu að við vorum Valsarar. Áður en fimm mín- útur voru liðnar líkaði okkur undur vel við sætar stelpurnar. Og áður en tíu mín- útur liðu frá því að við sáum þær fannst mér ein þeirra fallegri en báðar hinar til samans. Og fimm mínútum síðar var ég alveg viss. Tilfinningarnar sögðu það skýrum orðum. Getur það bara verið að það sé hægt að vera skotinn í stelpu í tíu mínútur og sjá hana aldrei framar? Allt í einu mundi Þórður eftir keppn- inni og hrópaði hátt: „Við verðum of Langisandur var lengi œfingasvœði í knattspyrnu og eitt fegursta útivistarsvœði Akurnesinga. 28 Valsblaðið 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.