Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 84

Valsblaðið - 01.05.2008, Síða 84
Eftir Þórarin Björnsson guðfræðing 140 ár frá fæðingu séra Friöriks Friðrikssonar: Deilan um „íslandshornið" og samdrykkjan í „Valhöll" Brot ár sögu Vals árin 1917-1918 og sýn sára Friðriks Friðrikssonar á uppeldislegt og siðferðislegt gildi knattspyrnunnar Mánudaginn 25. maí 1868 fæddist séra Friðrik Friðriksson að Hálsi í Svarfaðar- dal. í ár eru því 140 ár liðin frá fæðingu þessa ástsælasta æskulýðsleiðtoga sem ísland hefur alið. Árið 1899 stofnaði séra Friðrik bæði KFUM og KFUK í Reykja- vík en þau félög áttu ríkan þátt í öflugri félagslegri og trúarlegri vakningu í höf- uðstað íslands í byrjun 20. aldar. Inn- an KFUM spruttu til dæmis fram efni- legir félagssprotar á borð við lúðrasveit, karlakór, skátafélag, jarðræktarflokk og fótboltafélög. Sumir þessara sprota urðu síðar sjálfstæð og stöndug tré með mörg- um burðugum greinum. Þar á meðal var Fótboltafélag KFUM sem stofnað var í maí 1911, betur þekkt sem Knattspyrnu- félagið Valur í dag. f eftirfarandi sam- antekt gerir Þórarinn Björnsson guð- fræðingur grein fyrir deilum sem urðu um Islandshorn Valsmanna árið 1917 og athyglisverðri knattspyrnuræðu sem séra Friðrik flutti haustið 1918. Þórarinn hef- ur á undanförnum árum rannsakað upp- haf sögu KFUM og KFUK á íslandi, þar á meðal fyrstu árin í sögu Vals og þær uppeldislegu og siðferðislegu hugsjónir sem séra Friðrik Friðriksson hafði í sam- bandi við knattspyrnuiðkun Valsmanna. Heimkoma séra Friðriks on vangaveltur hans um fordiid á kappmótum Um miðjan október 1916 kom séra Frið- rik Friðriksson heim til íslands frá Amer- íku eftir að hafa starfað við kristilegt æskulýðsstarf á meðal Vestur-fslendinga í tæp þrjú ár. Friðrik segir að það hafi valdið sér vonbrigðum við heimkomuna að sjá að Valsmenn voru „orðnir óðir og uppvægir að taka þátt í kappleikjum". Að hans mati var meira um vert að íþróttin væri ástunduð „vegna íþróttarinnar sjálfr- ar, en ekki vegna fordildar á kappmót- um.“ í því ljósi var það honum viss fróun þegar Valsmenn biðu „rækilegan ósigur". Ekki svo að skilja að hann hafi hlakkað yfir óförum þeirra heldur leit hann á það sem vænlega leið til þroska. Kærleik- ur Friðriks til Valsmanna var sem fyrr fölskvalaus enda kveðst hann háfa unn- að Val „betur en nokkurri annarri grein á félagsstofninum.“2 Á aðalfundi Vals í apríl 1917 var séra Friðrik viðstaddur. Þar óskaði hann félaginu heilla og hét stuðningi sínum en áminnti menn jafnframt um að keppa fyrst og fremst „eftir hinum æðri sigur- launum“.3 Fyrr um vorið stýrði Frið- rik einnig samsæti sem Valur hélt í húsi KFUM við Amtmannsstíg. Þar flutti Þor- valdur Guðmundsson bóksali fyrirlest- ur en ýmsir fleiri stigu í pontu. Að lokum endaði séra Friðrik fundinn sem liðlega þrjátíu manns sótti.4 Þetta sýnir að Frið- rik lét sér annt um starf Vals fyrst eftir að hann kom að utan. Sumarið 1916 hafði starf Vals gengið vel. Liðið var komið í hóp hinna bestu, fullorðnum meðlimum hafði fjölgað og stofnuð var yngri deild innan félagsins sem hafði mikla þýðingu þegar fram liðu stundir. En brátt sáust blikur á lofti. Sum- arið 1917 trufluðu framkvæmdir við nýja loftskeytastöð á Melunum æfingar Vals- manna og fleira varð þess valdandi að gengi félagsins dalaði. Leikmannahóp- urinn tók að strjálast og fjárhagsstaðan versnaði. Séra Friðrik Friðriksson í hópi pilta sem áttu sœti í úrvali yngstu deildar KFUM vorið 1911, sama vor og Valur var stofnaður. Flestir „úrvals"-piltarnir voru íhópi frum- kvöðla Vals. A myndinni eru standandi frá vinstri: Arsœll Gunnarsson, Guðmundur Kr. Guðjónsson, Guðbjörn Guðmundsson, Stefán Olafsson, Hallur Þorleifsson, Ingvar Arnason, Kristján Gíslason og Jóhannes Sigurðsson. Sitjandi frá vinstri: Brynjólfur Magnússon, Halldór Kolbeins, Friðrik Friðriksson, Loftur Guðmundsson og Páll V. Guðmundsson (Kolka). 84 Valsblaðið 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.