Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 3
Séra Karl Sigurbjörnsson. Hvers vegna jólagjafir? Vegna þess að við minnumst einnar gjafar, sem breytti allri sögu og tilveru okkar mannanna. Allt okkar jólahald er eiginlega bara umbúðir utan um þá stóru gjöf. Gjöfin sem jólin vitna um er bamið sem fæddist í fjárhúsi og var lagt í jötu. Og af hverju minnumst við þessa bams? Vegna þess að það óx upp og varð full- orðinn maður, Jesús, sem GAF allt sitt líf fyrir aðra, öðmm til blessunar, án þess að óska eða krefjast neins í staðinn. Hann kenndi okkur að eina raunvemlega gleðin er fólgin í því að gefa, að eina raunvemlega hamingjan er hamingjan sem kemur innan frá, frá hjarta sem vill veita öðmm gæfu og gleði. Og hann kenndi okkur að allt sem við viljum að aðrir geri okkur, það skulum við gera þeim. Það eru ekki alltaf stærstu gjafimar sem skipta mestu máli. Heldur þær gjafir sem gefnar eru í einlægni og heilum huga. Það var prestur einn úti í Ameríku sem sagði mér sérstæða sögu um litla, og að því er virtist þýðingar- lausa gjöf, sem breytti samt miklu. Það var á jólanótt að haldin var miðnætur- Gjöfin stærsta og gjafirnar okkar messa í stóm kirkjunni þar sem hann starfaði. Þetta var svona kertaljósa- messa. Fjölmennur kór gekk syngjandi inn í dimma kirkjuna og upp að altar- inu, og allir héldu á kertum, sem ekki hafði enn verið kveikt á. Svo átti að tendra altarisljósin og síðan af altarisljósinu öll kerti kórsins og svo kirkjugesta. Meðhjálparinn gekk fram til að tendra ljósin. Hann opnaði eld- spýtustokkinn og þreifaði eftir eldspýt- unni. En hann fann enga, þær vom allar brunnar, engin heil. Leit hans í stokknum virtist eins og heil eilífð. Þetta var skelfilegt! Þá mundi prest- urinn eftir dálitlu. Hann greip lítið, rautt umslag, sem lá inn í handbókinni sinni, og tók upp eldspýtu sem þar var og rétti meðhjálparanum. Og sá var nú feginn! Hvemig stóð á þessari eldspýtu? Jú, áður en messan byrjaði og kórinn og prestamir vom að raða sér upp í forkirkjunni, tilbúnir til að ganga inn. Þá kom hann Jói, þroskaheftur strákur, brosti út að eyrum og rétti prestinum rautt umslag, sem skrifað var á klunna- legum stöfum: GLEÐILEG JÓL! Presturinn leit sem snöggvast í umslag- ið: Þar var ekkert í nema ein eldspýta. Hann brosti með sér: „Aumingja Jói!” og stakk umslaginu inn í handbókina sína. Þessari litlu, einskisverðu gjöf, sem nú skipti svo miklu máli. Brátt loguðu ótal kertaljós um alla kirkjuna, og vörpuðu gullnum ljóma sínum á andlit kirkjugestanna, sem sungu af hjartans lyst um Jesú, sem er ljós heimsins og lífsins. Þama var hann Jói, og andlit hans ljómaði, og prestur- inn hugsaði með sér: Hann veit það ekki sjálfur, hve dýrmæt jólagjöfin hans var! Hvers virði em jólagjafimar okkar? Það verður ekki skráð á Vísayfirlitinu okkar, þó þau fari yfir öll strik. Það dýrmætasta kostar nefnilega ekki neitt. Hlýhugur, kærleikur, glatt viðmót, bjart bros, tillitssemi, virðing, á ég að halda áfram? Nei, þú veist við hvað ég á. Þessa strengi vill frelsarinn hræra, næra, glæða og styrkja. Og við þurfum svo sannarlega á þessu að halda, fjölskyldur okkar, félagið okkar, landið okkar, heimurinn okkar. Hlustum því eftir boðskap Krists um þessi jól, boðskap ljóssins og kærleikans og líka eftir að jólin em að baki. Látum þann boðskap ná valdi á okkur og lýsa okkur. GLEÐILEG JÓL. Valsblaðið 46. árgangur 1994 Útgefandi: Knattspymufélagið Valur. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg Ritnefnd: Ragnar Ragnarsson, Láms Ögmundsson og Þorgrímur Þráinsson Ritstjóri: Jóhann I. Amason Útlit: Þorgrímur Þráinsson Litgreiningar: Litróf Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf VALSBLAÐIÐ 3

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.