Valsblaðið - 01.05.1994, Síða 10

Valsblaðið - 01.05.1994, Síða 10
Texti: Jóhann Ingi Reynir Vignir á úrslitalcik Shcllmótsins í Vestmannaeyjum árið 1992. Reynir Vignir er nýr formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Hann er 41 árs löggiltur endurskoðandi. Reynir lék með öllum yngri flokkum Vals en varð að hætta keppni árið 1972 vegna meiðsla. Hann flutti sig þá á hliðarlínuna og var áhorfandi í u.þ.b. tuttugu ár, eða allt þar til. krakkarnir hans fóru að æfa hjá félaginu. Árið 1992 settist hann í aðalstjórn félagsins, sat þar í tvö ár en tók síðan við formennsku af Jóni Zoéga. En hver er þessi maður sem situr í æðsta sæti þessa félags? Er hann ánægður með rekstur félagsins að undanförnu eða munu fylgja honum miklar breytingar? Til að fá svör við þessu fór blaðamaður í heim- sókn í Hvassaleitið og forvitnaðist um fortíð og framtíðahorfur Reynis. - Nú varst þú í mjög sigursælum flokki hjá Val var ekki erfitt að þurfa að hætta vegna meiðsla? „Auðvitað var ég ekki sáttur við það að verða að hætta svona snögglega að keppa en ég hef hinsvegar alltaf fylgst vel með og þegar krakkamir mínir fóm að æfa kom ég aftur meira inn á svæðið.” - Hvert er brýnasta verkefnið hjá Val í dag? „Brýnasta verkefnið er að halda utan um þennan mikla áhuga sem við finnum að er núna hjá Val. Við þurfum t.d. að nýta nýju félagsaðstöðuna sem við höfúm verið að koma upp. Fyrir okkur, sem erum í aðalstjóm, hefur það verið mikil hvatning að fmna að þetta stóra verkefni hefur fengið mjög góðan Reynir Vignir formaöur Vals. Ljósm: Árni G. Reynir Vignir nýr formaður Vals „Hola í höggi bjargaði sumrinu" hljómgrunn hjá fólki. Aðstoð við deildimar er mjög mikilvæg en mesta starfið fer fram þar.” -1 hvað verður félagsaðstaðan notuð? „Þetta á fyrst og fremst að vera staður fyrir allt sem snertir félagsstarf. Þama eiga að fara fram fúndir deildana, allar hátíðir, uppskeruhátíðir, herrakvöld, þorrablót og menn koma þama og spila bridds. Það koma líka upp nýjar hugmyndir á hverjum degi frá fólki og t.d. hefur salurinn verið pantaður fyrir alla fermingardagana næsta vor.” - Lagðir þú mikla vinnu í félags- aðstöðuna? „Þetta verkefni var unnið mikið af sjálfboðaliðum í félaginu. Ég, ásamt öðmm, lagði mikla vinnu í verkefnið en ég sé ekki eftir henni í dag þegar allt er komið saman. Ég held að yfir 2500 tímar hafið verið unnir í sjálfboða- vinnu.” - Meðlimir aðalstjórnar og stjórna deiida eru þeir einu hjá íþróttafélagi sem ekki fá laun. Kemur sá tími að menn fái borgað fyrir að sitja í stjórn? „Nei, ég vil ekki sjá þá þróun og ég held að það sé of mikið sagt að allir séu komnir á laun. Hins vegar em þjálfarar launaðir og svo allt starfsfólk en það em mjög fáir leikmenn sem fá borgað og hefur félagið alltaf þótt greiða lágar bónusgreiðslur miðað við mörg önnur félög. Það fer mjög mikið sjálfboðastarf fram hjá Val og má nefna öll unglinga- ráð, allar stjómir og félagsstörf. Ef þetta hættir að vera sjálfboðavinna er enginn gmndvöllur fyrir því að reka íþróttafélag í dag.” - En eru ekki framkvæmdastjórar hjá öllum deildum á Iaunum sem er þá nokkurn veginn launamaður í stjórn? „Aðalstjóm hefur verið með ffarn- kvæmdastjóra í fúllu starfi og fyrir tveimur ámm gripum við til þess ráðs að ráða skrifstofúmann sem sér um að færa bókhald fyrir félagið. Það hefúr létt á störfum sem lentu kannski áður á gjald- kemm og nú er miklu betra upplýsinga- streymi til deildanna. Síðan hafa tvær deildir framkvæmdastjóra á launum og það er fyrst og fremst vegna þess að umfangið er orðið svo mikið.” VALSblaðið 10

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.