Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 26
Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Vals 1994 ÍSLANDSMEISTARAR 9. Flokkur karla. Neðri röð frá vinstri: Bjarki Ström, Guðmundur Sigbergsson, Hlynur Rúnarsson, Kristbjörn Helgason, Haukur Úlfarsson, Ólafur Vcigar Hrafnsson, Hörður Kristbjörnsson. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Sigurgeirsson formaður körfuknattleiksdeidar Vals, Björn Z. Guðbjargarson, Ólafur Guðjón Haraldsson, Baldur Ólafsson, Arnar Hrafn Gylfason, Agúst S. Björgvinsson, Gunnar Hallgrímsson, Brynjar Karl Sigurðsson. Gífurleg fjölgun iðkenda Síðasta keppnistímabil er sérstakt í tvennum skilningi. Annars vegar gengi meistaraflokks karla í Urvalsdeildinni og hinsvegar gífurleg fjölgun iðkenda hjá deildinni. Körfuknattleikur varð stærsta innideild í félaginu þrátt fyrir aðeins Qóra kvennaflokka. Meistaraflokkur karla lenti í neðsta sæti Urvalsdeildarinnar. Fjölgun liða úr 10 í 12 olli því hinsvegar að liðið hélt sæti sínu í deildinni á þessu keppnistímabili. Margir voru sárir með slagt gengi en taka verður tillit til að rekstur deildar- innar var stokkaður upp. Það var orðið löngu tímabært að byggja meistaraflokk karla upp innan frá þ.e.a.s. spila með leikmönnum sem koma úr yngri flokk- um félagsins. Það má alls ekki láta árangur meistaraflokks karla skyggja á starfið í deildinni. Flestir meistara- flokksmennimir eru ungir að árum en hafa þó leikið með landsliðum Islands. Þeir verða að fá sinn tíma. Þegar íþróttadeild er byggð upp innanfrá gerist alltaf einn hlutur. Áhugi ung- viðisins í deildinni eykst gífurlega. Krakkamir leggja sig betur ifam því þeir vita að þeir eiga að taka við meistara- flokkunum í framtíðinni. Enda er svo komið að Valur á fjöldann allan af landliðsmönnum og - konum í körfú- knattleik. Á síðasta keppnistímabili vom fjórir kvennaflokkar í Val. Mikill uppgangur er í kvennakörfú. Lítill skilningur margra forráðamanna íþróttafélaga í Reykjavík, ekki bara í Val, kemur í veg fyrir að kvennaíþróttir hafi sama vægi og karlaíþróttir. Hver hefúr ekki heyrt um að „VERRI” tíma sé úthlutað til æfinga og keppni. Vonandi opnast augu þessara forráðamanna í framtíðinni, það er nefnilega að koma ný kynslóð inn í keppnisíþróttir kvenna. Sú kynslóð hefur æft íþróttir frá unga aldri og gefúr karlmönnum ekkert eftir hvað varðar tækni og viljafestu. VALSBLAÐIÐ 26

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.