Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 13

Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 13
framtíðinni. Hjá Val leikum við fyrir klúbbinn og félagsskapinn. Það eru engar peningagreiðslur til leikmanna en ég neita því ekki að við fáum ákveðin hlunnindi frá liðinu. Segjum t.d. að vaskur bili hjá þér þá er mjög líklegt að einhver hjá klúbbnum sé pípari og þá gerir hann við hann fyrir þig frítt. í dag eru menn að átta sig á hversu mikil vit- leysa þetta var orðin og félögin eru að borga niður skuldimar. Á þessum tíma, þegar greiðslumar voru háar, var líka ætlast til mikils af leikmönnum og sumir gleymdu að íþróttir á íslandi em bara áhugamál. Ég myndi t.d. ekki fara út í atvinnumennsku fyrr en ég væri kominn með einhvem gmnn héma heima í skólanum. Fyrir nokkmm ámm voru öll liðin með þessa ströngu þjálfara eins og Boris, sem ætlaðist ekki til að maður næði sé í kæmstu fyrr en maður væri orðin þrítugur og hættur í handbolta. Tobbi er á allt öðmm nótum og skilur vel að handboltinn varir bara í svona tíu ár en eftir það koma 40-50 ár sem maður þarf að vera búinn að undirbúa sig fyrir. LÆRÐI MARGT í HORNINU Það hefur verið góður stígandi í hand- boltanum hjá mér. Ég er sáttur við allt úr yngri flokkunum og er ánægður að hafa leikið sem homamaður. Þar lærði ég tæknina sem kom mér svo að góðum notum þegar ég fór að stækka og byrjaði þá að spila skyttu. Ég hefði nú samt ekki nennt að vera í hominu núna. Framtíðin er óákveðin en ég reikna með að vera áfram hjá Val í einhvem tíma þar sem ég á enn eftir að sanna mig. Auðvitað kemur sá dagur að ég reyni við atvinnumennskuna og þá heillar Frakkland mest ef handboltinn þar held- ur áfram að þróast á jákvæðan hátt. ÁHUGINN SKIPTIR ÖLLU Það er erfitt að ráðleggja einhverjum hvað hann á að gera til að verða góður handknattleiksmaður. Áhuginn er aðal- atriðið og ég tók t.d. miklum framforum á einu sumri þegar ég fékk svona hálf- gert handboltaæði. Þá horfði ég á alla leiki, tók þá upp og pældi mikið í þeim. En það má samt ekki gleyma að æfa vel. Tæknin er mikilvæg og sérstaklega fyrir stóru strákana, þeir halda oft að þeir séu svo góðir sökum stærðar sinnar en þegar þessir litlu stækka verða þeir oft miklu betri. Ef ég væri þjálfari myndi ég líka láta strákana æfa oftar í viku þar sem "Auðvitað kemur sá dagur að ég reyni mig í atvinnumennsku," segir Ólafur Stefánsson. þeir hafa svo gaman af leiknum. Það væri svo ekkert mál að fækka æfingum ef álagið yrði of mikið. ÞURFUM ÁKVEÐINN HRAÐA Ég veit ekki hvað ég að segja um lands- liðið þar sem ég verð væntanlega að spila með því. í dag byggist leikur liðsins allt of mikið á einstaklingsfram- taki sem ég held að muni ekki skila sér á HM. Það þarf að vera mikil samvinna á milli manna og liðið þarf að skapa sér ákveðin stíl, ákveðin hraða og „stimpl- anir”. Þessi hægi bolti, þar sem einn stekkur svo allt í einu upp og skorar, gengur ekki á HM. Ef við lítum t.d. á Svíana þá eigum við langt í land bæði hvað varðar styrkleika og samæfingu. Það er eitt af því sem íslenska liðinu vantar. Ég held samt að þeir bestu séu alltaf valdir í landsliðið en hvort þeir eigi allir saman sem leikmenn er svo annað mál. 10 LANDSLEIK3R Þótt Ólafiir Stefánsson sé ungur að árum á hann glæsilegan feril að baki. Hann hefur leikið 10 A- landsleiki og varð Norður- landameistari með 16 og 18 ára lands- liðinu. Hann vann alla þá titla sem flokkurinn hans gat unnið þegar hann var á eldra ári í yngri flokkum Vals og nú er hann byijaður að sópa að sér íslands- meistaratitlum með meistaraflokki Vals. Það verður án efa gaman að fylgjast með Óla í framtíðinni og vonandi verður hann kominn á fullt skrið með Valsliðinu fyrir úrslitakeppnina í vor.” Getraunanefnd VALUR er með opna getraunaþjónustu á laugardagsmorgnum frá kl. 10.00 til 12.45 í allan vetur. Getraunastarfsemin er staðsett á forsal hins nýja hátíðarsal félagsins sem nýlega var vígður til af- nota. Aðstaðan hjá giskurunum er orðin mjög góð og snyrtileg. Getraunanefhdin á núna þijár tölvur. Tvær tölvur eru hugsaðar fyrir þá tippara sem vilja ganga frá spánni sinni á staðnum, en sú þriðja er beinlínutengd höfuðtölva íslenskra Getrauna. Hugmyndin er sú að nota þá tölvu eingöngu til að taka við á disklingum til sendingar. Þeim fer snarlega fjölgandi sem eiga tölvur heima hjá sér og klára spána sína þar. Síðan koma þeir þegar opið er hjá okkur með disklinginn sinn og biðja okkur um að senda hann fyrir sig til íslenskra Getrauna. Við bjóðum uppá frítt kaffi og meðlæti meðan opið er. Tvö sjónvörp eru staðsett í salnum og er bæði hægt að fylgjast með umfjöllunum um leiki dagsins á Sky- sport og sjá leiki beint í gegnum gervi- hnött. Mjög margir Valsmenn bæði ungir sem aldnir eru famir að hafa það reglu hjá sér að kíkja niður í Valsheimili á laugar- dagsmorgnum til að fá sér kaflfi, tefla, spjalla við félagana og tippa. Sumir mæta alltaf og tippa kannski aðra hveija helgi. Getraunanefhd Vals 1994 var skipuð efiirtöldum: Sverrir Guðmundsson formaður Helgi Kristjánsson Guðmundur H. Þórarinsson Lúðvíg Ámi Sveinsson Guðmundur Hansson VALSBLAÐIÐ 13

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.