Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 18
Yngri iðkendur betra liðið sem stóð uppi sem sigurvegari, sagði Fannar. Fannar æfir svona þrisvar á viku en segir að það væri allt í lagi að bæta einni æfingu við. „Tvær af æfingunum eru um helgar svo það líður stundum dálítið langur tími á milli æfinga.” Fannar segir að það sé allt í lagi að æfa mikið en það sé nauðsynlegt að skipuleggja tímann vel svo að skólinn gleymist ekki. „Ég skipulegg bara tímann þannig að ég hef nægan tíma fyrir skólann og fyrir íþróttimar.” Framtíðin er ekki alveg ákveðin hjá Fannari. Hann fylgist með Geir Sveins- syni línumanni hjá meistaraflokki og reynirað læraafhonum. „Égstefiiiáað komast í atvinnumennsku og ná lengra en pabbi.” Það er ekki um það að ræða hjá Fannari að fara í eitthvað annað lið og hann segir að það sé stefhan hjá honum að vinna eins marga titla og hann getur á leiðinni upp í meistaraflokk. Handboltinn er eina íþróttin sem hefur heillað Fannar og hann hefur lítið spreytt sig með aðra bolta. „Ég hef ekki mikið spilað fótbolta en ég spila stundum golf á sumrin og er ágætur í því. Ég hef aldrei farið á kör- fuboltaæftngu en ég spila við vini mína og í skólanum.” Fannar Öm er svo sannarlega ánægður með lífið hjá Val en segir að í framtíðinni vilji hann sjá stærra íþróttahús hjá félaginu. „Við fáum alveg að æfa í stóra salnum en erum líka í litla salnum. Ef ég fengi að ráða öllu héma hjá Val þá mundi ég hinsvegar byggja stærra íþróttahús.” Það em þeir Sigurður Sigurþórsson og Jón Halldórsson sem þjálfa Fannar og hafa gert allt ffá þvi hann hóf að leika handknattleik. Fannar Orn Þorbjörnsson 5.flokki handbolta Stefnan hjá Fannari Þorbjömssyni er að komast í atvinnumennsku í handknattleik. Fannar er nú 13 ára gamall og leikur með 5.flokki karla. Hann er sonur Þorbjöms Jenssonar og Guðrúnar Kristinsdóttur sem allir Valsmenn kannast við. Fannar Öm byijaði að æfa handbolta þegar hann var sjö ára eða árið 1988. Hann sagði að það hafi aldrei neitt annað lið en Valur komið til greina. „Pabbi er búinn að vera svo lengi héma og núna þjálfar hann meistara- flokk svo það kom ekkert annað til greina en að æfa hér,” sagði Fannar. „Ég sé held- ur ekki eftir því að hafa farið í Val, við erum með mjög gott lið og urðum til dæmis Islandsmeistarar í fyrra. Það em allir mínir vinir í Val og mjög góður mórall í liðinu hjá okkur.” Fannar sagði að leikurinn í fyrra þegar þeir tryggðu sér Islandsmeistaratitilinn, hafi verið eftir- minnilegur. Leikurinn var á móti F.H. og var hann jafh allan tímann, en það var svo Róbert Óli Skúlason 4. flokki knattspyrnu Ég mætti tímalega í viðtalið við Róbert Óla Skúlason og fylgdist í nokkrar mín- útur með honum á æfingu. Það var engu líkara en sjálfur Evrópumeistaratitilinn væri í húfi, allir strákamir gáfú allt sem þeir áttu til að reyna að tryggja sinu liði sigur. Róbert skoraði tvö mörk á meðan ég var viðstaddur og kom svo dauðþreytt- ur til mín og svaraði nokkrum spum- ingum fyrir Valsblaðið. - Hvað varst þú gamall þegar þú byrj- aðir að æfa knattspyrnu? „Ég var átta ára gamall þegar ég byijaði hjá Leiknir. Ég fór svo í Val, þaðan í Fram og svo aftur í Val.” - Af hverju skiptir þú svona oft um félag? „Það var leiðinlegt að spila með Val þegar ég byijaði en í dag vildi ég hvergi annarstaðar vera. Astæðan fyrir því að ég kom aftur í Val var vegna þess að mórallinn hjá Fram var leiðinlegur, strákamir voru alltaf að stríða hvor öðrum. Mórallinn, hjá okkur, héma í 4. flokki er mjög góður og allir strákamir em vinir.” - Hvernig hefur ykkur gengið? „Okkur hefúr gengið ágætlega. Ég var í 5. flokki s.l. sumar og þá gekk okkur mjög vel, við unnum ESSO mótið og urðum í 2. sæti í Reykjavíkurmótinu.” - Hvernig er þjálfarinn? „Kristján er besti þjálfarinn sem ég hef haft. Hanneralltafhressogsvoerhann VALSBLAÐIÐ 18

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.