Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 43
Okkar tókst ekki að komast lengra í ár
en í 16 liða úrslit.
Besti leikmaður flokksins var valinn
Davíð Garðarsson.
Þjálfari meistaraflokks karla var
Kristinn Bjömsson og honum til aðstoð-
ar í seinni umferðinni var Kristján Guð-
mundsson.
Mfl. kvenna
Meistaraflokkur kvenna tók þátt í
Islandsmótinu, Mjólkurbikarkeppni
K.S.I., Reykjavíkurmótinu auk þess sem
flokkurinn fór í æfingaferð til Hollands
um páskana.
Islandsmótið var ekki nógu spennandi
þar sem mikill getumunur var á betri og
slakari liðum deildarinnar. Valur var
með eitt af betri liðum deildarinnar en
óhagstæð úrslit gegn Breiðabliki gerðu
það að verkum að liðið náði aldrei að
ógna Blikastúlkunum. Að lokum hafn-
aði liðið í þriðja sæti í deildinni.
I Mjólkurbikamum gekk vel til að byija
með og komust stúlkumar í undanúrslit
gegn K.R. Ekki tókst að leggja K.R. að
velli í það sinn en litlu munaði.
I Reykjavíkurmótinu hafnaði liðið
í 2. sæti.
Meistaraflokkur kvenna er Islands-
meistari innanhús 1994.
Besti leikmaður flokksins var valinn
Guðrún Sæmundsdóttir.
Þjálfari meistaraflokks kvenna var Helgi
Þórðarson.
2. flokkur karla
Flokkurinn var þjálfaralaus þar til í
janúar og missti þar með af þremur
mikilvægum mánuðum af undirbúnings-
tímabilinu. Arangur í innanhúsmótinu
var eftir því, þar sem flokkurinn komst
ekki í úrslit, hvorki í Reykjavíkurmóti
né íslandsmóti.
Reykjavíkurmót utanhúss vannst með
miklum yfirburðum. Liðið sigraði í
öllum leikjum sínum og Geir Brynjólfs-
son vann það ágæta afrek að skora í
öllum leikjum mótsins.
I Islandsmótinu var flokkurinn i baráttu
um Islandsmeistaratitilinn alveg fram í
ágúst en þá gaf flokkurinn eftir og hafn-
aði hann að lokum í 4. sæti.
3. flokkur kvenna 1994. Efri röð frá vinstri: Magnea Magnúsdóttir þjálfari, Eva
Guðmundsdóttir, Elísabet Björgvinsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir, Þóra B. Helgadóttir, Berglind
Rafnsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir, Erla Víðisdóttir, Amdís Stcfánsdóttir og
Rakcl Logadóttir. Neðri röð frá vinstri: Aðalbjöm Ársælsdóttir, Berglind íris Hansdóttir,
Guðrún Á. Gunnarsdóttir, Ema Erlendsdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Anna Björg Bjömsdóttir,
Thelma Þormarsdóttir, Lovísa Einarsdóttir, Katrín Þórarinsdóttir og Ema S. Amardóttir.
í bikarkeppninni komst flokkurinn í
undanúrslit en tapaði óverðskuldað fyrir
Í.A. í vítaspymukeppni eftir framlengd-
an leik.
Kringum tuttugu leikmenn æfðu með
flokknum og besti leikmaður var valinn
Sigubjöm Hreiðarsson.
Þjálfari 2. flokks í sumar var Kristján
Guðmundsson.
3. flokkur karla
3.flokkur karla tók þátt í íslandsmótinu,
Bikarkeppninni og Reykjavíkurmótinu.
Það æfðu 18 strákar með flokknum í
sumar og mættu yfirleitt 15-17 strákar
á hverja æfingu, sem er frábært.
Flokkurinn komst ekki í úrslit í íslands-
mótinu heldur lenti í 4. sæti í sínum
riðli.
í bikarkeppninni datt flokkurinn út eftir
ósigur gegn Keflavík með minnsta mun
í 16 liða úrslitum.
Leikmaður flokksins var valinn Tómas
Ingason.
Tveir þjálfarar skiptust á um að vera
með flokkinn og var Kristján Guð-
mundsson með hann fyrri part ársins en
Þorlákur Ámason tók við flokknum
þegar Kristján færðist yfír á 2. flokk
karla.
4. flokkur karla
Fjórði flokkur tók þátt í íslandsmótinu
og Reykjavíkurmótinu.
Flokkurinn hafnaði í 3. sæti í
Reykjavíkurmótinu og í íslandsmótinu
varð niðurstaðan 6. sætið í A-riðli.
4.flokkur karla er íslandsmeistari innan-
húss 1994.
Rúmlega 40 drengir stunduðu æfingar hjá
Jón Grétar Jónsson er orðinn ein af
burðarásum Valsliðsins í fótbolta
og má búast við miklu af honum sumarið
1995.
VALSBLAÐIÐ 43