Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 41
Efniviður og yngri
flokkkar
Það er alltaf mikilvægt að eiga góða yngri
flokka og fylgjast oft að sterkur meistara-
flokkur og sterkir yngri flokkar. Hjá Val er
mikið afeínilegum strákum og var 5,flokkur
karla td. Islandsmeistari í handknattleik karla
í iyrra. En hvemig er efniviðurinn í yngri
flokkum Vals að mati Þorbjöms?
„Það em mjög eihilegir strakar í yngri
flokkum Valsogmargiráæfingum. Éggeri
það stundum, þegar landsliðið er á fullu og
mikið af leikjum hjá okkur, að taka stráka úr
yngri flokkunum og láta þá æfa hjá okkur.
Þessir strákar standa vel fyrir sínu og hafa
sýnt að þessir titlar sem við höfum verið að
vinna í yngri flokkunum, hafa verið verð-
skuldaðir.”
Sterkir yngri flokkar er nauðsynlegt fyrir
framtíðina en hvað þarf að gera til byggja upp
sterka flokka,hvemigáaðstandaaðþjálfun
þessara ungu straka?
„Það mikilvægasta við þjálfijn yngri flokka er
að kenna þeim að sigra, það þarf að vera inn-
byggt í iðkenndum að vinna. Auðvitað má
samt ekki ganga of langt eins og sumir þjálf-
arar gera Það þýðir td. ekki að vera vondur
og hundskamma stráka í 5. flokk tapi þeir
leik, og alls ekki að ráðast á einhvem einn þótt
hann hafi átt slæman dag. Svo má ekki gley-
ma því að strax í byijun þarf að kenna að
kasta og grípa.”
Þorbjöm sagði að einnig væri mikilvægt að
kenna þessum iðkendum umgengni, að ganga
vel um og virða aðstöðu sína.
„Umgengni er mjög mikilvæg og iðkendum
verður að finnast Valsheimilið vera þeirra
annað heimili. Þaðsemþeirgeraekkiheima
hjá sér gera þeir ekki héma. Þeimþarfaðlíða
vel að Hlíðarenda og þá kviknar áhuginn hjá
þeim.” Þorbjöm segir að góðir þjálfarar hjá
Val á undanfomum árum hafi skilað efiii-
legum leikmönnum en það er fleira sem er
mikilvægt fyrir uppbyggingu yngri flokka
„Framtíðin er björt og stjómin er búin að gera
ótrúlega mikið undanfarin ár til að sfyikja
þettafélag. Hérerbúiðaðbyggjaglæsilega
félagsaðstöðu sem hefði átt að vera komin
fyrirmörgumárum. Þessi aðstaða mun bæta
alla fúndaaðstöðu og annað tilheyrandi deild-
unum. En svo í framtíðinni vil ég auðvitað
sjástærraíþióttahúshémahjáVal. Við
komum í mesta lagi 1000 áhorfendum hingað
inn sem er alls ekki nóg.”
Færri áhorfendur stærri
salur
Það hljómar kannski skringilega að Þorbjöm
sé að kvarta yfir stærð íþróttahússins einmitt
þegar áhorfendum fækkar á öllum íþrótta-
leikjum á landinu. En hvað er hægt að gera til
að fá fleiri áhorfendur.
„Handboltinn sjálfúr er ekki í lægð. Við
erum hinsvegar að fá færri áhorfendur og það
er ekkert leiðinlegra en að spila fyrir ffaman
tóman sal. Það er margt sem spilar inn í en ég
tel fyrst og fremst að miðaverð sé allt of hátt.
Það kostar 500 - 600 krónur á leiki í 1 .deild-
inni og nú spilum við tvisvar á viku sem gæti
kostað fjölskyldu um 3000 krónur ef hún
kæmi á alla leiki liðsins. Ég hefalltafhaldið
því ffam að miðaverð ætti að vera lægra og ég
er viss um að ef svo væri fengjum við miklu
fleiri áhorfendur. Ef þetta væri gert mundum
við kveikja áhuga hjá fólki og við gætum svo
hækkað veiðið aftur yfir úrslitakeppnina.”
En þrátt fyrir að Þorbjöm kenni miðavenði um
fækkun áhorfenda getur enginn horft ffam hjá
þeirri staðreynd að körfúknattleikur á Islandi
erámikilliuppleið.
Jón Kristjánsson er einn fjölmargra leik-
manna Vals sem hafa blómstrað undir
handleiðslu Þorbjörns.
„Við eigum ekki jafn sterkt vopn og karfan,”
sagði Tobbi. „NBA á sunnudögum kveikir
áhuga hjá fólki og það er ekkert því líkt til
fyrirhandboltann. Stjömumarþamaútier
besta auglýsing sem körfúknattleikur um
allan heim gat hugsað sér.”
Kemur að því að
maður hættir
Þorbjöm Jensson á nú að baki 501 meistara-
flokksleik á íslandi, hann lék og þjálfaði í
Svíþjóð og klæddist íslensku landsliðs-
treyjunni 192 sinnum. Hann hefúr nú þjálfað
lið Vals síðan veturinn 1989 og er enn i fúllu
fjöri. Enkemurekkisádaguraðhannhættir
þessu stússi í kringum handboltann?
„Einhvem tímann kemur nú að því en í dag er
Hlíðarendi eins og mitt annað heimili. Kristín
dóttir mín leikur með meistaraflokki Vals,
Fannar Öm sonur minn sömuleiðis með
5,flokki og konan vinnur hér ýmis verkefni.
Mér líður því óskaplega vel héma og það er
ekkert inn í myndinni að hætta. Ég hef líka
mikin áhuga á að þjálfa yngri flokka og það
getur vel verið að ég snúi mér að því aftur.”
Eins og allir vita hefúr Þorbjöm farið með
Valsliðið alla leið á toppinn og þá velta menn
því kannski fyrir sér hvort hann vilji reyna
fyrir sér annarsstaðar.
„Ég útiloka nú ekki neitt en ég lít ekki á það
þannig að ég hafi farið með Valsliðið alla
leið. Þaðerualltafnýmaikmiðogégverð
að byggja upp þennan hóp og skila honum
sterkum tU þeirra sem við honum taka.”
Að lokum
Það er erfitt að meta það hversu mikið
Þorbjöm Jensson hefúr gert fyrir handboltann
héma að Hlíðarenda en dæmir hver fyrir sig.
Þorbjöm var leikmaður með „mulnings-
vélinnni” hjá Val sem var eitt sterkasta lið
sem leikið hefúr handknattleik á íslandi.
Hann á marga titla að baki sem leikmaður og
virðist nú ætla að endurtaka leikinn sem þjálf-
ari. Valsliðið hefúr unnið fimm titla á fimm
árum undir hans stjóm og stefnan virðist hafa
veið sett á þann sjötta nú í ár. Þorbjöm á hrós
skilið fyrir ffábært starf og það verður gaman
að fylgjast með honum ffamtíðinni. Viljum
við hér hjá Valsblaðinu óska honum og fjöl-
skyldu hans gleðilegra jóla með von um gott
gengi á komandi ári.
VALSblaðið 41