Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 11

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 11
- Hver er staðan á félaginu? „Okkar aðalvandamál í dag er mikil vaxta og greiðslubyrði af langtíma- skuldum. Það er hins vegar verið að vinna í því þessa dagana að fá þeim skuldbreytt og ef okkur tekst það er þetta ekki svo slæm staða. Við megum ekki gleyma því að félag eins og Valur á miklar eignir. Við eigum ágætis íþrótta- hús og velli á svæði sem er vel staðsett í borginni og það eru líka viðbótar verðmæti. Eiginijárstaða félagsins er mjög traust þó að skuldir séu til staðar.” - Verða miklar áherslubreytingar á rekstri félagsins með komu nýs for- manns? „Ég sé ekki fyrir mér neinar stórkost- legar áherslubreytingar, á því er ekki þörf. Það hefur verið ágætis stjóm á félaginu undanfarið. Aherslumar em þær að bjóða upp á góða aðstöðu til þess að fólk geti komið og átt hér góðar stundir í leik og starfi.” - Eru einhverjar byggingafram- kvæmdir framundan? „Þessa dagana er verið að byggja ofan á búningsaðstöðu við gamla íþróttahúsið. Um leið verður sköpuð ný og betri að- staða fyrir skrifstofur og fundi deild- anna, sem hefur sárlega vantað. Byggingin verður fokheld í febrúar á næsta ári og síðan verður hafist handa við að innrétta. Þetta eru ákvarðanir síðustu stjómar en fyrstu skref stjómar- innar hafa ekki verið ákveðin.” Stúka er stóri draumurinn - Er stúka við aðalvöllinn inni í mynd- inni? „Við höfum fundið að sárlega vantar betri aðstöðu fyrir áhorfendur á leiki. Stúka er stór draumur og sú hugmynd hefur verið rædd en er enn á byijunar- stigi.” - Ertu ánægður með gengi meistara- flokka karla að undanförnu? „Helst vildi ég að liðin séu alltaf í topp- baráttunni í 1. deild. Við verðum samt að skoða þetta í heild sinni. Við vitum að íjárhagsstaðan er slæm í deildunum og það hefur farið talsverður kraftur í að leysa þann vanda. Meistaraflokkur karla í handboltanum hefúr staðið sig mjög vel og hafa þeir haldið merki S ím mM íslands og haustmeistarar 1965. Efri röð f.v. Stefán Ragnarsson, Jón Gíslason, Reynir Vignir, Gústaf Níelsson, Hörður Árnason, Einar Kjartansson. Fremri röð f.v. Guðmundur Jóhanncsson, Þórhallur Björnsson, Sigurður Haraldsson, Helgi Benediktsson, Guðjón Harðarson. félagsins á lofti. Ég vona að knatt- spymuni fari að ganga betur og að næsta sumar verði gott. í körfúboltanum urðum við Reykjavíkurmeistarar en liðið hefúr farið illa af stað í Islandsmót- inu. Við megum hinsvegar ekki gleyma því að það er ekki langt síðan birtist á prenti grein um að Valur væri sigur- sælasta félag í meistaraflokkum í bolta- greinum frá upphafi.” - Æfir þú eitthvað enn þá? „Ég hef hvorki æft knattspymu né hand- knattleik eftir að ég meiddist. Ég spila hinsvegar golf og hef gert síðan ég var á unglingsámm. Sú íþrótt er ákaflega heillandi og ég reyni að stunda hana mikið. Golfið varð samt að sitja á hakanum í sumar þar sem ég var mjög upptekinn hjá Val en það bjargaði sumr- inu að ég fór holu í höggi í fyrsta sinn.” - Er einhver tími hjá þér fyrir áhugamál eins og golf? „Ég held að með góðri skipulagningu vinnutíma og frítíma megi lengi finna svigrúm fyrir áhugamál, golf og félags- störf sem önnur.” - Er það rétt að þú eigir tölulegar staðreyndir frá öllum þeim leikjum sem þú lékst með yngri flokkum Vals? „Hvemig vissir þú það? Já, ég á skrá yfir alla leiki, bæði í handbolta og í fótbolta, frá því ég byrjaði og þar til ég lék minn síðasta leik. Einhverra hluta Fararstjórar í Bandaríkjaferð mfl. karla í handbolta 1994. Frá vinstri: Bjarni Áka- son, Þorbjörn Jensson, Reynir Vignir og Jóhann Birgisson. vegna byrjaði ég á þessu og hélt því alltaf áfram. Ég lék 103 leiki í knattspymu og keppti í öllum liðum frá 5. c upp í 2. a og í handbolta keppti ég sömuleiðis með öllum liðum upp í 2. flokk. Það er mjög gaman að fletta þessu upp, sjá hverjir vom í liðunum, hverjir skomðu og með hverjum ég lék flesta leikina. Margir þessara félaga hafa komið til starfa í stjómum eða við þjálfún hjá Val. Næsta sumar em 30 ár síðan minn árgangur varð íslandsmeistari í 5. flokki í knattspymu og vonandi gefst tækifæri til að kalla saman til fúndar að Hlíðarenda. Nöfnin em öll til staðar í bókinni minni.” VALSBLAÐIÐ 11

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.