Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 19

Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 19
líka með skemmtilegar æfingar.” - Æfir þú aðrar íþróttir? „Mér finnst gaman í öllum boltaíþróttum. Eg æfi samt bara knattspymu en spila handbolta og körfubolta með vinum mínum í skólanum.” - Er erfitt að vera á fullu í íþróttum og skólanum? „Það þarf að skipuleggja tímann vel. Ég læri um leið og ég kem heim úr skólanum, það tekur svona klukkutíma, en svo fer ég og leik mér.” - Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? „Það er skemmtilegast að spila, en svo em vítaspymukeppnimar alltaf spennandi. Við viljum auðvitað alltaf spila en það Margrét Salvör Sigurðardóttir 2. flokki knattspyrnu Margrét Sigurðardóttir lék bæði með knattspymu - og körfuboltaliði Vals en ákvað í vetur að taka sér frí frá körfunni vegna mikilla anna í skólanum. Hún byijaði að æfa fyrir fjórum ámm eða þegar hún var 13 ára gömul, Margrét spilar með 2. flokki næsta sumar. Hún verður þá á elsta ári og má búast við að mikið mæði á henni. En hvemig hefúr gengið hjá henni í knattspymunni? „Ég þarf líka að gera aðrar æfmgar, við spilum alltaf undir lokin á æfingum.” -Æfiðþið oft? „Ég æfi fimm sinnum í viku og þá með eldra og yngra ári.” - Hvemig verður Iiðið ykkar næsta sumar? „Við eigum eftir að verða í baráttunni um Islandsmeistaratitilinn. Fram, Fylkir og KR verða með sterk lið en við eigum að geta staðið í þeim.” - Hugsar þú stundum um að komast í atvinnumennsku í knattspyrnu? „Það er takmarkið að komast í atvinnu- mennsku. Ég mundi nú sætta mig við mörg lið en draumurinn er að spila með Juventus á Italíu. Roberto Baggio er líka uppáhaldsleikmaðurinn.” - Ef þú fengir að ráða öllu hjá Val í einn dag, hverju mundir þú breyta? „Ég mundi leyfa öllum að leika sér í saln- um þegar engar æfingar eru. Þegar við strákamir mætum of snemma á æfingu og þjálfarinn er ekki kominn, erum við alltaf reknir úr salnum. Ég vildi breyta þessu.” - Er einhver leikur á ferlinum sérstak- lega eftirminnilegur? „Úrslitaleikurinn í ESSO mótinu, þegar við unnum Keflavík 5 - 3 í vítaspymu- keppni, er eftirminnilegasti leikurinn. Það var jafht, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik en þeim tókst að jafna í seinni hálfleik. Ég tók eitt vítið og skoraði.” mætti fyrst á æfmgu þegar ég var í áttunda bekk fyrir fjórum árum. Það kom aldrei til greina að æfa með neinu öðru liði en Val þar sem ég bý héma í hverfinu. Gengið hjá okkur í yngri flokkunum var ekki gott til að byrja með. Núna gengur svona ágætlega. Við höfum verið svona miðlungslið. Liðið komst í úrslit s.l. tvö ár í mínum flokki og við höfum yfirleitt unnið Reykjavíkurmótið. Oftast hefúr það verið Breiðablik sem vinnur Islands- meistaratitilinn en í Kópavogi hefur verið staðið mjög vel að uppbyggingu og árangurinn er nú að skila sér. - Er stór hópur sem æfir hjá ykkur? „Hópurinn er stærri en síðasta sumar en við erum svona yfirleitt sextán á æf- ingum. Síðasta sumar þurftum við að skrapa saman í lið en núna virðist áhug- inn vera meiri og stelpumar mæta vel.” - Hvað æfið þið oft? „Við æfum þrisvar í viku fram að jólum en svo verðum við fjórum sinn- um í viku eftir jól.” - Heldurðu að körfuboltinn sé að taka leikmenn frá hinum íþróttagreinunum? „Ég fmn ekki fyrir því að karfan taki neitt frá stelpuliðunum, það er miklu frekar frá strákunum.” - Stunda margar stelpur fleiri en eina íþróttagrein? „Við vomm þrjár sem gerðum það en núna er aðeins ein sem ég veit að er bæði í fótboltanum og körfunni. Þetta eru orðnar svo margar æfingar á viku ef allar íþróttir eru stundaðar.” - Hvernig er þjálfarinn? „Ragga Skúla er þjálfarinn okkar. Hún er nýkomin heim ffá Noregi og veit mjög mikið um fótbolta. Hún lék héma á árum áður með Val og ég er mjög ánægð með hana. Það hefúr alltaf verið svo mikið þjálfararugl í kvennaknatt- spymunni en núna vona ég að Ragga verði með okkur í langan tíma. Yfirleitt höfum við verið með tvo til þrjá þjálfara á ári.” - Hvernig sérðu framtíðina hjá þér og ykkur í 2.flokki? „Liðið á möguleika á titli en það verður samt erfitt að eiga við Breiðablik og jafnvel Stjömuna. Mín framtíðarstefna er að vera áfram í fótboltanum hjá Val og halda áfram á meðan ég hef gaman af því að spila.” - Ertu ánægð með aðstöðuna hjá félaginu? „Það er búið að standa vel að þessu í sumar, og í vetur höfum við fengið tíma í stóra salnum og á gervigrasinu.” - Eftirminnilegasti leikur? „Það var skemmtilegur leikur sem við spiluðum á innanhússmótinu í fyrra þegar við þurftum að vinna Fylkir 13-0 en unnum 19-0. Leikurinn var aðeins átta mínútur og frekar ótrúlegt að þetta náðist.” -Fyrirmyndir á leikvcllinum? „Ég á engar sérstakar fyrirmyndir en ég horfi á fótboltann í sjónvarpinu og þar er Manchester United besta liðið.” - Finnst þér kvennaknattspyrnan fá næga umfjöllun í fjölmiðlum? „Það er að aukast en þetta snýst auðvit- að allt um hvað fólk vill heyra og sjá. Það er örugglega oft erfitt að vera íréttamaður og þurfa að greina frá öllum íþróttum. Kvennalandsliðið í sumar fékk mjög góða umfjöllun.” VALSBLAÐIÐ 19

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.