Valsblaðið - 01.05.1994, Page 5

Valsblaðið - 01.05.1994, Page 5
Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, var kjörinn íþróttamaður Vals 1993. Árið áður hlaut Valdimar Grímsson nafnbótina fyrstur Valsmanna. Hinn 22. júlí varð eldur laus fyrir slysni í nýja íþróttahúsinu. Gólf salarins varð fyrir miklum skemmdum, einkum vegna vatns, og varð ekki hjá því komist að skipta um það allt. Jafhframt var ákveðið að brjóta niður áhorfendasvalir á vesturenda salarins og stækka þannig nýtanlegan gólfflöt. Með því var unnt að færa handboltavöllinn til á gólfinu og skapa aukið rými fyrir áhorfendapalla við báða enda. Salurinn rúmar talsvert fleiri áhorfendur efltir breytingar þessar auk þess sem almeimt er hann talinn bjartari og fallegri en hann var áður. Nýlega hófust ffamkvæmdir við skrif- stofuhæð er rísa skal ofan á búnings- herbergjum gamla íþróttahússins. Áformað er að viðbyggingin verði tilbúin undir tréverk í mars næst- komandi. Mikil sjálfboðavinna var innt af hendi í framkvæmdum í sumar undir forystu aðalstjómar. Samhentur kjami fárra manna leiddi starfið en allmargir lögðu hönd á plóginn á ýmsum stigum málsins. Fyrir tilstilli Iþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar vom að auki 2 - 4 iðnaðarmenn að störfum í sumar á félagssvæðinu og var þessi svo og annar stuðningur borgaryfirvalda mjög mikilsverður fyrir félagið. Fjármál Rétt eins og á liðnum tveim starfsámm hafa rekstrartekjur aðalstjómar verið í lágmarki. Höfuðástæðan er sem fyrr að ekki hafa fundist leigjendur að sölum félagsins á hefðbundum skólatíma. I því efni situr allt við það sama og í raun ekki horfur á því að úr þessu alvarlega ástandi rætist á næsta starfsári a.m.k. Samkvæmt ársreikningi Vals fyrir árið 1993 varð tap á reglulegri starfsemi og nam eigið fé í árslok um 110 milljónir króna. Sem fyrr er ákaflega brýnt að gæta aðhalds í rekstri vegna þröngrar stöðu félagsins. Sumarbúðir í borg Sjöunda árið í röð stóð Knattspymu- félagið Valur fyrir íþróttaskóla á s.l. sumri undir heitinu Sumarbúðir í Borg. Þrátt fyrir að skólagjöld hafi verið óbreytt á milli ára dró vemlega úr aðskókn miðað við fyrri ár og varð því að draga úr starfseminni í samræmi við það. Bágu efnahagsástandi sýnist helst mega kenna um samdrátt þennan og er hann reyndar í fullu samræmi við reynslu annarra aðaila, er buðu upp á svipuð námskeið fyrir böm og unglinga á liðnu sumri. Jón Gunnar Zoega sem lét af formennsku Vals í haust, ásamt Guðrúnu eiginkonu sinni á afmæli Vals, 11. maí. Félagsmálaráð Félagsmálaráð Vals undir stjóm Stefáns Halldórssonar starfar á vegum aðal- stjómar félagsins. Það styður við alls kyns félagstarf innan vébanda Vals til viðbótar og til hliðar við íþróttaiðkunina í deildunum þremur. Ráðið hefur lagt sig í framkróka við að fá sem flesta íbúa í nágrenni Hlíðarenda, hvort sem um er að ræða ljölskyldur, íþróttaiðkenda og stuðningsmenn félagsins og velunnara til að vera með. Þannig beitti ráðið sér fyrir fundi í febrúar s.l. með forsvarsmönnum skólanna í hverfmu, Borðið svignaði undan kræsingum þegar félagsheimilið var formlega tekið í notkun 30. október 1994. Jón Zoéga, Ragnar Ragnarsson, Reynir Vignir og Lárus Ögmundsson bera sig eftir björginni. Ljósm. Árni G. formönnum foreldrafélaga skólanna, fyrirsvarsmönnum æskulýðsstarfs innan kirkjunnar, borgaryftrvalda, lögreglu og ýmissa æskulýðsfélaga og samtaka er starfa að æskulýðs- og félagsmálum. Fundarefnið var samstarf að æskulýðs- og félagsmálum og þótti takast með ágætum. Dæmi um önnur verkefni, sem ráðið hefur látið til sín taka er skák, bridge, danskennsla, getraunamorgnar, Valskórinn, skokk- og gönguhópur, kyrrðarstundir í Friðrikskapellu, kvöldmessur í Friðrikskapellu, KFUK o. fl. auk þess sem það stendur fyrir útgáfu „Valsfrétta”. Innheimta félagsgjalda Innheimta félagsgjalda hefur ekki gengið vel síðustu árin og af þeim ástæðum var í haust ákveðið að breyta innheimtuaðferðinni. Gíróseðlamir vom aflagðir en þess í stað boðið upp á að nota greiðslukort eða að greiðsla verði sótt til við- komandi. Allflestir hafa tekið breyting- unum vel og er búist við því að hún skili sér mun betur en gamla fyrirkomulagið. Félagsgjaldið er óbreytt ljórða árið í röð. Samhliða breytingunni á innheimtu- kerfínu hefur félagsskráin verið færð í nýtt tölvukerfí frá ÍSÍ sem býður upp á margvíslega möguleika. M.a. verður auðveldara en áður að halda til haga upplýsingum um hvemig félagsmenn tengjast félaginu, t.d. sem iðkendur, foreldrar, systkini, stuðningsmenn, fyrrverandi leikmenn o.s. frv. VALSBLAÐIÐ 5

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.