Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 44

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 44
flokknum í sumar og vom tveir starfandi þjálfarar með flokkinn. Þeir vom Ragnar Róbertsson og Rúnar Sigríksson. Leikmaður flokksins var valinn Stefán Helgi Jónsson. 5. flokkur k:arla 5.flokkur tók þátt í Reykjavíkurmótinu, Islandsmótinu, Gróttumótinu og Essomótinu áAkureyri. Flokkurinn hafhaði í 2. sæti bæði í Islands- mótinu og Reykjavikurmótinu innanhúss. í íslandsmótinu komst flokkurinn ekki áffam sökum verri markatölu í sínum riðli. I Reykjavíkurmótinu hafhaði flokkurinn í 2. sæti. í júlí tók flokkurinn þátt í hinu sterka Esso- móti norður á Akureyri og gerði sér lítið íyrir ogvannmótið. Valur átti einnig markahæsta leikmann mótsins og hlaut hann Gullskó mótsins að launum. Þetta var Jökull Ragnarsson. Fjöldi iðkenda í flokknum var á milli 30-35 drengir. Bjami Ólaíur Eiríksson var valinn besti leik- maður flokksins. Þjálfari flokksins í sumar var Heiðar Breiðfjörð. 6. flokkur karla Yfir 40 drengir æföu með flokknum í sumar og tók hann þátt í nokkrum mótum t.d. Reykjavíkurmótinu, Shellmóti Týs, Pollamóti K.S.I. og Eimskips og fleiri mótum. Arangur flokksins var ekki alveg viðunandi. Yngra árið var uppistaðan í flokknum þannig að næsta sumar ætti flokkurinn að ná betri árangri. Leikmaður flokksins var valinn Sigurður Heiðar Höskuldsson. Þjálfari flokksins var Rúnar Sigríksson. 7. flokkur er yngsti flokkur Vals og þegar nýtt 7. flokkur karla tímabil hófst í haust vom 14 drengir eftir í flokknum en síðan fjölgaði jaiht og þétt þar til hann var kominn uppí 36 drengi. Drengimir koma úr öllum hverfum borgarinnar og í sumar komu í flokkinn margir mjög eínilegjr drengir sem eflaust eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Liðið tók þátt í ýmsum mótum í sumar og sigraði liðið í Pjakkamóti Vals. Bryndís Valsdóttir (tv), Ragnheiður Víkingsdóttir og Kristín Arnþórsdóttir fengu viðurkenningu fyrir ákveðinn lcikjafjölda með meistaraflokki í knattspyrnu, sem og Kristín Briem sem stundar nám í Bandaríkjunum. Leikmaður flokksins var valinn Stefán Þórarinsson. Þjálfari 7. flokks var Helgi Loftsson. 2. flokkur kvenna 15 stúlkur vom skráðar í flokknum og mættu að meðaltali 10 stúlkur á æfingar flokksins í sumar. Flokkurinn tók þátt í Reykjavíkurmóti og íslandsmóti. 2. flokkur kvenna varð Reykjavíkurmeistari innanhúss og einnig utanhúss. Besti leikmaður flokksins var valinn Margrét Salvör Sigurðardóttir. Þjálfari flokksins var Ragnar Róbertssoa 3. flokkur kvenna 25 stelpur voru á skrá hjá flokknum og 18 æfðu reglulega. Flokkurinn tók þátt í átta mótum. Arangur varð eftirfarandi: Reykjavíkurmeistarar innanhúss Reykja- víkurmeistarar utanhúss bæði A og B lið Islandsmeistarar innanhúss, Pæjumót Þórs Vestmannaeyjum, 5. og 6. sæti Gull og silfurmótið, 2. og 4. sæti Islandsmeistari B-liða, A-lið í 3. sæti Haustmeistarar B-liða, A-lið í 2. sæti Besti leikmaður flokksins var valinn Laufey Ólafsdóttir. Þjálfari flokksins var Magnea Magnúsdótíir. Eiður Smári Guðjohnsen lék sitt fyrsta kepp- nistímabil með meistaraflokki aðcins 15 ára gamalL Hann varð markahæsti leikmaður liðsins og kjörinn efnilegasti leikmaður 1. dcildar á Lokahófinu. Eiður Smári gerðist atvinnumaóur hjá PSV Eindhoven í nóv- ember '94. 4. flokkur kvenna 14 stelpur æföu með flokknum í sumar og náðist góður árangur hjá flokknum. Flokkurinn er Islandsmeistari 1994. 2. sætið vannst í Reykjavíkurmótinu bæði utanhúss og innan og í Islandsmótinu inni varð liðið í 5. sæti. Gull og silfurmótið. A-liðið var í 3. sæti og B-liðið í 10. sæti. Pæjumótið. A-liðiðvarðí 15. sætiogB-liðið í 7. sæti. Leikmaður flokksins var valinn Kristín Sigurðardóttir. Þjálfari flokksins var Jónas Guðmundssoa VALSBLAÐIÐ 44

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.