Valsblaðið - 01.05.1994, Page 25

Valsblaðið - 01.05.1994, Page 25
Þýskalandshópurinn árið 1954. Fremri röð frá vinstri: Hilmar Piach, Páll Aronsson, Friðjón Friðjónsson, Sigurbjartur Guðmundsson, Örn Ingólfsson, Grétar Geirsson, Haraldur Sumarliðason, Bragi G. Bjarnason, Guðmundur Aronsson, Hörður Hjörleifsson (látinn). Aftari röð frá vinstri: Þórður Þorkclsson fararstjóri, Páll Guðnason, fararstjóri, Árni Njálsson, Hreinn Hjartarson, Sigurður Ámundason, Sigfrið Ólafsson, Eggert Matthíasson, Sigurður Þorsteinsson, Ásgeir Óskarsson, Hilmar Magnússon, Theódór Óskarsson, Frímann Helgason þjálfari (látinn). Fyrir 40 árum — 2. flokkur Vals í knatt- spyrnu fór í ógleymanlega keppnisferð til Þýskalands árið 1954 og leikmenn hittust í tilefni þess í september síðastliðnum. Laugardaginn 11. september árið 1954 hélt 2. flokkur Vals í ógleymanlega keppnisferð til Þýskalands en það var í fyrsta skipti sem 2. flokkur knattspymu- liðs frá íslandi hefur farið til útlanda. Þjálfari flokksins var Frímann Helga- son. Undirbúningur fararinnar var langur og strangur og hófst um það bili ári áður en lagt var af stað. Æft var allan vetur- inn og allt að fimm sinnum í viku um sumarið þegar mest lét. Árangur flokksins var í samræmi við æfingamar því hann tapaði aðeins einum leik á keppnistímabilinu — og það var eftir ævintýraferðina til Þýskalands. Leikmenn lögðu mánaðarlega 150 krónur í ferðasjóð til að dreifa kostnað- inumog þegar stóra stundin rann upp var haldið af stað með flugvélinni Heklu. Fjöldi borga í Þýskalandi var skoðaður og nægir þar að nefna Blankense, Hamborg, Liineborg, Hannover og Oldeslo svo einhverjar séu nefndar. LÉTTIR í LUND: Þýskalandsfararnir að Hlíðarenda árið 1994. Frá vinstri: Örn Ingólfsson, Grétar Geirsson, Sigfrið Ólafsson, Theódór Óskarsson, Eggert Matthiasson, Hilmar Piach, Hilmar Magnússon, Þórður Þorkelsson, Sigurður Þorsteinsson, Bragi G. Bjarnason, Ásgeir Óskarsson, Páll Guðnason, Sigurbjartur Guðmundsson, Páll Aronsson, Haraldur Sumarliðason, Hrcinn Hjartarson. Valsliðið lék Qóra leiki í keppnisferð- inni, sigraði í þremur en tapaði aðeins einum. Móttökur Þjóðverja voru ein- staklega góðar og nutu leikmenn þessarar keppnisferðar út í ystu æsar. Haldið var heimleiðis frá Kaupmanna- höfn með Gullfossi og komið til Islands 28. september. Hinn föngulegi Valshópur, sem fór í keppnisferðina, minntist þess að 40 ár vom liðin frá ferðinni með því að hittast í Valsheimilinu í september síðast- liðnum og áttu menn þar saman ánægju- lega kvöldstund. Menn nutu góðra veitinga og sungu óspart undir frá- bærum harmonikkuleik Grétars. VALSBLAÐIÐ 25

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.