Valsblaðið - 01.05.1994, Page 23

Valsblaðið - 01.05.1994, Page 23
Valsmenn tilbúnir til að leggja á sig þetta “extra” sem þarf til að ná árangri. Árangur er að mínu mati 90% vinna, 10% hæfileikar, en með því að skapa jákvætt umhverfi þar sem einstaklingar fá að njóta sín, en eru samt meðvitaðir um gildi samvinnu og samstöðu fyrir árangur í hópíþróttum, þá er mikið unnið. Nokkrir frábærir Valsmenn koma á ný til starfa að Hlíðarenda nú um leið og ég; meistaraflokksráðs- mennimir Guðmundur Þorbjömsson og Þorgrímur Þráinsson, auk þjálfarans Hilmars Sighvatssonar sem verður með mér með meistaraflokk.” - Mun Valsliðið halda öllum sínum leikmönnum? „Það er ljóst að nokkrir sterkir leikmenn munu hverfa á braut, vonandi aðeins um stundarsakir, en við hvorki getum né viljum spoma gegn því að okkar bestu leikmenn geti haft atvinnu af því að leika knattspymu, og því fylgja Eið Hörður Hilmarsson ásamt Hilmari Sighvatssyni aðstoðarþjálfara sínum og þjálfara 2. flokks. Smára og öðmm, sem hugsanlega halda í atvinnumennsku, góðar kveðjur frá Hlíðarenda. Við erum undir það búnir að Eiður, Guðni, Gústi Gylfa kunni allir að leika erlendis næstu misseri, en við því er ekkert að gera. Atli Helgason hefur skipt yfir í Fram, í miklu bróðemi, án nokkurra leiðinda, sem telst vist til tíðinda. Einar Öm Birgis hélt aftur í Víking og Steinar Adolfsson verður með KR næsta árið. Það er alltaf slæmt að missa góða leikmenn og félaga, en það kemur ár eftir næsta ár! Það að missa 5 leikmenn úr byrjunarliði síðasta timabils er blóðtaka, en maður kemur í manns stað og ég er ekki i nokkmm vafa um að við Valsmenn verðum með sterkan hóp næsta sumar. Við eigum 5 flokkur A 1963 eftir 15:0 sigur á Þrótti sem á þeim tíma var vallarmet. Efri röð f.v. Hörður Hilmarsson, Jón Jóhannsson, Ólafur Sigurðsson, Reynir Vignir, Garðar Kjartansson, Theódór Magnússon. Neðri röð f.v. Stefán Gunnarsson, Björn Magnússon, Árni Benediktsson, Páll Fróðason, Stefán Jóhannsson. marga unga og mjög efnilega leikmenn sem gaman verður að vinna með, s.s. Ólaf og Guðmund Brynjólfssyni, Sigurbjöm, Kjartan o.fl. Ef þeir hafa hugarfar og metnað í samræmi við hæfi- leika eiga þeir mikla framtið fyrir sér. Svo eru nokkrir fyrrverandi leikmenn Valsliðsins á heimleið og við munum einnig styrkja leikmannahópinn á annan hátt, allt eftir því sem við álítum nauð- synlegt til að ná markmiðum ársins 1995. Þau eru í fyrsta lagi að gera betur en s.l. sumar, en einnig að taka stórt skref í átt að framtíðarmarkmiðinu.” komið er fram á sumar vil ég að Valur bjóði upp á séræfmgar, t.d. í hádegi, fyrir efnilega leikmenn úr meistara-, 2. og 3. flokki, þar sem áhersla verður lögð á einstaklinginn; að bæta það sem bæta þarf hjá hverjum og einum og að æfa það sem menn gera vel. Einnig mun ég beita mér fyrir samvinnu allra þjálfara knattspymudeildar Vals og stuðla að því að við hittumst reglulega, berum saman bækur okkar, skiptumst á skoðunum, reynslusögum, gjaman með ákveðið “tema” á hverjum fundi. Eg vil einnig að Valsþjálfarar, sem fara á námskeið „Ég vil að Valur bjóði upp á séræfingar í hádeginu fyrir efnilega leikmenn" - Finnst þér að þjálfari meistara- flokks ætti að hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka félagsins? „Ég mun fylgjast eins vel og kostur er með 2. og 3. flokki, því þar eru fram- tíðarleikmenn Vals. Ég vil koma á tengingu milli þessara flokka og meist- araflokks þannig að ungir leikmenn, sem hafa þroska og getu til að æfa með fullorðnum mönnum, fái tækifæri til þess. Þar myndu þeir fá nasasjón af mismuninum á því að leika í yngri flokkum og fullorðinsfótbolta. Þegar eða ráðstefnur, skili munnlegri skýrslu til annarra þjálfara deildarinnar á mánaðarlegum fundi.” - Hvað felst í því að vera góður þjálfari? „Við þessu eru sjálfsagt eins mörg svör og íjöldi þeirra sem spurður er. Ég tel að sá þjálfari verði að teljast góður sem nær miklu út úr þeim sem hann fær í hendur. Það er mín skoðun að hægt sé að læra eitthvað gagnlegt af öllum þjálf- urum, en mismikið að sjálfsögðu, því ekki eru allir eins. Góður þjálfari er sá sem nær betri árangri með lið en sam- VALSBLAÐIÐ 23

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.