Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 37

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 37
í minningu látinna Valsmanna Gylfi Hjálmarsson Fæddur: 13. janúar 1944 Dáinn: 20. febrúar 1994 Þeir eru ófáir drengimir og stúlkumar sem allt frá stofnun Vals hafa tekið sérstöku ástfóstri við félagið. Einn þeirra var Gylfi Hjálmarsson, sem lést hinn 20. febrúar s.l. langt fyrir aldur fram eftir skammvinna en erfiða baráttu við krabbamein. I æsku átti Gylfi heima í Norðurmýrinni og hóf ungur að leika sér ásamt félögum sínum í fótbolta að Hlíðarenda. Hann varð snemma lið- tækur í kappliðum yngri flokka félags- ins í knattspymunni og seinna, þegar hann hóf að leika handknattleik, varð hann einn af burðarásunum í sínum flokki. Ahuginn var mikill á unglings- ámnum bæði í leik og starfi. Þannig sat Gylfi í stjóm handknattleiksdeildar á árinu 1960. Stuttu síðar ákvað hann þó að söðla um og hóf að leika handknatt- leik með Í.R. við hlið bróður síns Gunnlaugs, einhvers litríkasta hand- knattleiksmanns íslands fyrr og siðar. Seinna skiptu þeir bræður aftur um félag og gerðu garðinn frægan með meistara- flokki Fram í handknattleik. Þótt Gylfi hafi hætt að stunda hand- knattleik með Val hélt hann áffam að leika knattspymu hjá félaginu. Engum duldist hvaða tilfinningar og hug hann bar í garð síns gamla félags. Árið 1969 flutti Gylfi ásamt íjölskyldu sinni til Kanada og bjó hann þar í tvo áratugi. Þar sýndi hann hug sinn og tryggð í verki gagnvart Val er hann stóð fyrir heimsókn 3. flokks félagsins í knatt- spymu til Toronto árið 1981. Fjölskylda hans ásamt kanadískum vinum í hverfinu, þar sem fjölskyldan bjó á þessum tíma, sá m.a. um að hýsa hópinn. Rómuðu allir þátttakendur mót- tökur Gylfa og eiginkonu hans, Veru Snæhólm. Þegar þú hjónin fluttust heim aftur gerðist Gylfi á ný dyggur stuð- ningsmaður Vals. Um leið og Knattspymufélagið Valur kveður góðan félaga og stuðningsmann vottar það eftirlifandi eiginkonu hans, dætmm og fjölskyldu innilegrar samúðar vegna fráfalls Gylfa. Lárus Ögmundsson ÁgÚSt Bjarnason Fæddur: 30.apríl 1918 Dáinn: 22. júlí 1994 Með Ágústi Bjamasyni er genginn mjög dyggur og ötull stuðningsmaður Knatt- spymufélagsins Vals. í æsku tók Ágúst virkan þátt í starfi KFUM og komst eins og svo margir aðrir í kynni við Val. Þessi kynni ræktaði hann allt til dauðadags. Ágúst er m.a. kunnur fyrir hið mikla starf sitt innan karlakórsins Fóstbræðra en svo sem kunnugt er á kórinn rætur sínar að rekja til KFUM rétt eins og knattspymufélagið Valur. Ágúst var einn af þeim sem settu mikinn svip á samtíð sína. Þrátt fyrir erilsöm störf sótti Ágúst völlinn um árabil og hvatti þar sína menn til dáða. Gjaman var hann með Valstrefilinn um hálsinn og Valshúfuna á höfði og hafði mikil og skemmtileg áhrif á vallarstemmninguna. Ekki skemmdi að rödd hans var mikil og hljómfögur. Oftar en ekki var hann með frænda sínum og vini Kristni Hallssyni á vellinum og áttu þeir ekki í erfiðleikum með að koma hvatningar- orðum sínum til skila. Alltaf var skemmtilegt að vera í kringum Ágúst á vellinum því hann var bæði fróður og sagði vel frá auk þess sem hann var hress og skemmtilegur og sló gjaman á létta strengi. Fyrir óbilandi stuðning og liðveislu Ágústs Bjamasonar um áratuga skeið vill Knattspymufélagið Valur á þessari stundu þakka og votta um leið eftir- lifandi eiginkonu hans, Ragnheiði Eide Bjamason, bömum þeirra og öðmm aðstandendum sína dýpstu samúð. Knattspyrnufélagið Valur VALSblaðið 37

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.