Valsblaðið - 01.05.1994, Page 21
Björn Zakarías
Guöbergsson
10. flokki í körfuknattleik
Það hefur verið mikil uppsveifla í körfii-
knattleik að undanfömu og mikill fjöldi
stráka mætir á æfingar. Bjöm Guðbergs-
son var búinn að prófa knattspymu,
karate og skíðastökk áður en hann byij-
aði i körfunni. Nú er hann hinsvegar
búinn að finna sína réttu íþrótt og hefur
mikið gaman af. En af hveiju fór Bjöm í
Val?
„Eg á heima héma í Hlíðunum og valdi
Val þess vegna. Fjölskyldumeðlimir em
allir KR-ingar en ég er alveg rauður í
gegn.”
-Hvernig hefur gengið hjá ykkur í
vetur?
„Við emm 0-9, höfum ekki unnið einn
einasta leik. Við urðum íslandsmeistarar
í fyrra en í vetur hefur gengið illa. Við
misstum Baldur í KR og svo hættu tveir
aðrir strákar. Við þurfum að venjast
breytingunum en ég bjóst nú ekki við
svona slæmu gengi.”
- Hvernig er hópurinn?
„Við emm með góða einstaklinga en
mórallinn í hópnum er ekki nógu góður.
Ég held að mórallinn sé svona slæmur að
því okkur gengur svo illa. Það er hins-
vegar engin rígur á milli leikmanna.”
- Hvernig er þjálfarinn?
„Svali er allt í lagi. Fyrst var hann ekki
nógu strangur og við réðum alveg hvort
við mættum eða ekki og aginn í liðinu
var enginn. Formaðurinn talaði síðan við
hann og nú er hann byijaður að setja smá
reglur. Það vantar bara ennþá meiri aga.
Við vorum með Brynjar Karl í fyrra og
hann var með rosalegan aga. Æfingamar
mættu líka vera fjölbreyttari hjá Svala.
Hann er alltaf með sömu hlutina og það
liggur við að maður viti alltaf hvað við
eigum að gera næst. Svona skipulag
getur orðið dálítið þreytandi.”
- Við hverju býst þú af liðinu í vetur?
„Ég held að okkur muni ganga miklu
betur eftir áramót. Við erum að fara til
Bandaríkjanna í æfingarbúðir og viljum
standa okkur vel þar. Ég held því að allir
munu leggja sig mikið ffam og það muni
skila árangri.”
- Hvert eruð þið að fara í æfingar-
búðir?
„Við förum í háskóla til Boston þar sem
fleiri þúsund krakkar úr öllum íþrótta-
greinum koma saman og æfa.”
- Hvert stefnir þú í körfunni?
„Það þorir engin héma á íslandi að
stefna á NBA deildina, enginn hefur trú
á að komist þangað. Ég held að mögu-
leikinn sé alveg fyrir hendi ef maður
leggur sig allan fram. Það komast alveg
hvítir gæjar í NBA. Ég held samt að
það sé nauðsynlegt að fara í háskóla
þama úti. Þeir fmna þig aldrei héma út
á einhverri eyju.”
- Ertu ánægður með hvernig er staðið
er að körfunni hérna hjá Val?
„Okkur finnst meira gert fyrir hand-
boltann en körfuna. Við þurfum t.d. að
borga rútuferð til Akureyrar á meðan
jafnaldrar okkar í handboltanum fá flug
til Vestmannaeyja. Okkur finnst það
skrýtið. Það er samt gott fólk héma
sem vill okkur vel og ég vil ekki hljóma
eins og ég sé að kvarta yfir þeim.”
- Hver er eftirminnilegasti leikurinn?
„Það er minnistæður leikur þegar við
unnum gullið í fyrra þrátt fyrir að ég
hafi ekki spilað þann leik. Það vom
bara notaðir fimm menn en ég tók þátt í
að koma liðinu þangað. Margir aðrir
góðir leikir em eftirminnilegir, það er
bara svo gaman að þessu.”
- Er tími fyrir önnur áhugmál en
körfuna?
„Það er alltaf nægur tími ef maður bara
skipuleggur timann vel. Ég læri strax
eftir skólann og svo eru æfingar á
kvöldin.”
Golfmót
Vals
Golfmót Vals fór fram á golfvelli
Golfklúbbsins Keili nú í sumar. Þetta
var í 5. skiptið sem mótið er haldið og
tókst það með ágætum. Sigurvegari var
Bergur Guðnason, í öðru sæti var Jón Ó
Carlsson og í því þriðja varð Helgi
Benediktsson. Garðar Kjartansson gaf
bikarinn sem keppt er um á hverju ári.
Bikarinn er gefínn í minningu frænda
hans Jóhanns Sebastians Kjartanssonar
sem dó aðeins tólf ára gamall úr krabba-
meini. Það er von þeirra sem standa að
golfmóti Vals að Valsmcnn komi verði
með í því í náinni framtíð.
Bcrgur Guðnason sigraði á hinu árlcga
golfmóti Vals og hlaut "inini - bikarinn"
Helgi Bcncdiktsson (f.v.) varð þriðji cn
mcð þcim á myndinni cr Gísli Blöndal
Lollapottur
Stöðugt fleiri bætast í hinn svokallaða
LOLLAPOTT sem er styrktarklúhbur
knattspyrnudeildar Vals cn þeir sem
greiða mánaðarlega í pottinn hjálpa til við
að greiða niður skuldir deildarinnar.
LOLLAPOTTURINN óskar eftir enn fleiri
styrkarmeðlimum því allir verða að standa
saman þegar leysa þarf ákveðið vcrkcfni -
eins og það að grynnka á skuldum deildar-
innar.
Velvildarmenn deildarinnar geta haft sam-
band við framkvæmdastjóra knattspyrnu-
deildar í síma 623730 og óskað eftir að fá
að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni.
Stöndum saman.
VALSBLAÐIÐ 21