Valsblaðið - 01.05.1994, Síða 22
Hörður Hilmarsson þjálfari mcistaraflokks Val í knattspyrnu.
Hörður Hilmarsson þjálfari
Mfl. Vals í knattspyrnu
„Kominn heim
til að vinna"
Hörður Hilmarsson var aðcins 6 ára
gamall þegar hann mætti á sína fyrstu
æfingu hjá Val. Hann fékk ungur
lömunarveikina og hefur alltaf þurft
að spila með innlegg í skóm vegna
fótagalla. Þetta hindraði hann samt
ekki. Hörður lék með öllum yngri
flokkum félagsins og var mjög sigur-
sæll. Hann varð íslandsmeistari með
5., 4. og 3. flokki, auk þess vann hann
marga Reykjavíkur- og haust-
meistaratitla. Leikmenn úr þessum
sigursæla flokki skiluðu sér vel í
meistaraflokk, auk Harðar voru
meðal annars þeir Ingi Björn Alberts-
son, Þórir Jónsson og Tryggvi
Tryggvason seinna leikmenn með
meistaraflokki Vals. Hörður hóf að
leika með meistaraflokki árið 1971 og
lék þar samfleytt til ársins 1980 að
undanskildu einu ári þegar hann lék
með KA á Akureyri. Hörður lék sem
atvinnumaður með sænska stórliðinu
AIK frá Stokkhólmi 1980 og '81. Arið
1983 sneri hann síðan aftur til Vals og
varð það síðasta árið hans sem leik-
maður. Hörður steig sín fyrstu spor
sem þjálfari þegar hann var aðeins 18
ára gamall, hann þjálfaði þá 5. flokk
Vals. Á knattspyrnuferlinum fékk
hann tilboð um að gerast spilandi
þjálfari í 1. deild en hann hafnaði því
og segist ekki sjá eftir því í dag. Árið
1986 var Hörður ráðinn sem þjálfari
2. flokks FH og meistaraflokks ásamt
Inga Birni Albcrtssyni. Síðan tók
hann við þjálfun 2. flokks hjá Val og
meistaraflokks með Ian Ross. Þeirra
samvinna gekk vel og varð meistara-
flokkur t.d. tvívegis Reykjavíkur- og
íslandsmeistari. Hörður tók síðan við
liði UBK í nokkur ár en hefur svo
verið við stjórnvölinn hjá FH síðast
liðin tvö ár og varð liðið í 2. sæti bæði
árin. Valsmenn leituðu svo til Harðar
við lok síðasta keppnistímabil og
Texti: Jóhann Ingi
Hörður í leik gegn Fram á áttunda
áratugnum.
ákvað hann þá að snúa heim. En með
svo langan feril að baki, hvað stendur
þá helst upp úr hjá Herði?
„Frá þjálfaraferlinum standa kannski
Qögur ár upp úr í endurminningunni.
Fyrstu tvö árin með Breiðablik. Okkur
tókst að ná 2. sæti í 2. deild, þrátt fyrir
mikinn mótbyr seinni hluta sumars, og
fylgja því svo eftir með góðri knatt-
spymu í 1. deild árið eftir. Einnig voru
minnistæð árin tvö hjá FH; annað sætið
bæði árin, en samt svo ólík ffammistaða.
Fyrra árið lékum við topp fótbolta og
nánast allt gekk up, nema leikimir tveir
gegn IA. Það er auðvelt að vera þjálfari
þegar hlutimir ganga eins og í sögu,
erfiðara þegar hindranir verða á veg-
inum, en þá reynir á menn. Vissulega
náði FH 36 stigum og 2. sæti s.l. sumar,
en við þurftum mikið að hafa fyrir stig-
unum og þótt knattspyman sem liðið
sýndi hafi ekki hlotið jákvæða dóma i
fjölmiðlum, tel ég afrek FH mun meira
1994 en 1993.”
- Hverjar eru væntingar Harðar við
komu hans í Val?
„Ég kem heim til að leggja mitt af
mörkum til að Valur verði aftur besta
knattspymufélag Islands. Ég veit að allt
sem skiptir máli tekur tíma og ég er
undir það búinn að 2-3 ár geta liðið þar
til íslandsmeistarabikamum verður
hampað að Hlíðarenda. Vonandi eru
leikmenn, stjómarmenn og aðrir
VALSBLAÐIÐ 22