Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 33
Það yljar mér um hjartarætur þegar eitthvað er um að vera í Friðrikskapcllu, segir Jón Zoega. myndast af kapellunni og gamla Hlíðar- endabænum. A svæðinu höfum við fært til tré og plantað nýjum til þess að gera umhverfið hlýlegra og fallegra. Við höfum einnig skipulagt allt land- svæðið sem Valur á í dag og vonir eru um aukið landrými. Þetta skipulag var samþykkt árið 1991 af öllum stjómum félagsins í tilefni afmæli þess og nú er alfarið unnið eftir því. Það er hvergi grafin hola að Hlíðarenda nema fyrir framtíðarmannvirki, allir vita hvað á að koma á hverjum stað. Síðan höfðum við makaskipti við Reykjavíkurborg, þeir fengu Bústaðarveginn og við fengum gamla íþróttaveginn í staðinn. Þannig er allt gamla land Hlíðarenda orðið ein heild aftur.” Þurfum meira grassvæði. „Við fengum á sínum tíma fýrirheit um aukið landrými frá Reykjavíkurborg en borgin á ekkert land að Hlíðarenda og hefur því ekki getað efnt það gjafar- loforð. Við höfum reynt að vinna land með því að semja við Landspítalann, sem á það land sem liggur að okkar landi, um að fá þeirra land leigt til langstíma eða fá borgina til að taka það og afhenda okkur. Þetta er svæði sem við Valsmenn viljum eiga og höfúm dreymt um að fá. Landið er tvöfalt stærra en það sem við eigum í dag og með því að fá þetta land erum við búin að tryggja framtíð félagsins til næstu hundrað ára að minnsta kosti. Það er mikið vandamál við knattspymuiðkun á Islandi, að enginn vill lengur keppa eða æfa nema á grasi. íslenskt gras er mjög viðkvæmt og hefúr skamman tíma til þess að vaxa og styrkja sig, grassvæðið sem við höfúm í dag dugar ekki. Það er því mjög áríðandi að hafa sem mest grassvæði til að geta fært æfingar og leiki til á stómm túnum.” Áttum þrjár íbúðir og vöruskemmu. „Allar deildir Vals skulda eins og flestar deildir allra íþróttafélaga á landinu. Á þessu eru undantekningar þar sem ein- hveijar ytri aðstæður hafa leitt til þess að deildir hafa ekki skuldað. Sveiflur í fjármálum íþróttahreyfingarinnar em eins og hjá einstaklingum, þegar illa árar í þjóðfélaginu árar illa hjá íþrótta- félögunum. Mér er það minnistætt að þegar ég var formaður knattspymu- deildar Vals skuldaði deildin ekki neitt, átti þijár íbúðir og eina vömskemmu. í dag skulda allar deildir okkar en þó ekki á neinum hættumörkum. Hinsvegar em nú við stjómvölinn i deildum mjög hæfir og einbeittnir menn, og ég hef trú á að þeir munu koma skuldastöðu deild- anna niður á núll á svona tveimur til þremur ámm.” Jón Zoéga og Brynjólfur Lárentsíusson spjalla í dyragættinni. Ljósm. Árni G. Töpuðum 60-70 milljónum. „Það er ekkert sem segir að íþróttafélag geti ekki orðið gjaldþrota, við þurfum að borga okkar skuldir eða semja um þær. Aðalstjóm félagsins hefur staðið í gríðarlegum framkvæmdum. Þegar ég tók við var ný lokið við byggingu nýs íþróttahúss og félagið hafði ekki fengið hinar lögbundnu fýrirgreiðslur. Bæði Reykjavíkurborg og Ríkissjóður sviku félagið hvað eftir annað og við tóku mestu verbólgutímar sem þessi þjóð hefúr farið í gegnum. Þetta hefur leitt til þess að félagið þurfti að slá lán til að tryggja frágang byggingarinnar. Við þurftum sem sagt að borga það sem Ríkissjóður og Reykjavíkurborg áttu að borga en gerðu ekki. Síðan festist bygg- ingarkostnaðurinn og hvorki ríki né borg voru skuldbundin til að bæta okkur annað en þær tölur sem frystust á hver- jum framkvæmdatíma þannig að félagið tapaði gríðarlegu fé á verðbólgubálinu. Ég gæti giskað á að þar væmm við að tala um svona 60-70 milljónir.” Það myndast ákveðið tómarúm „Því fýlgir auðvitað gríðarlegur söknuður að vera hættur sem formaður Vals eftir sex og hálft ár. Þetta er búið að vera mikil vinna og þegar maður hefúr ekki lengur þessar skyldur mynd- ast ákveðið tómarúm. Ég starfa hins- vegar talsvert fyrir félagið enn vegna framkvæmda á Hlíðarenda sem ég hef tekið að mér. Þar eru t.d. verkefni um frágang á félagsheimilinu og endur- byggingu á búningsklefum gamla hússins. Ég á margar góðar minningar frá Hlíðarenda og það er engin einn at- burður sem stendur uppúr. Það yljar mér mest um hjartarætur þegar ég er að Hlíðarenda og kannski er leikur í nýja salnum, æfing í gamla salnum, tveir fundir í nýju félagsaðstöðunni, annar í VALSblaðið 33

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.