Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 31

Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 31
byggja á eru komnar á síðasta snúning.” - Nú eru yflrleitt mjög fáir áhorfend- ur á kvennahandboltaleikjum, hvað er hægt að gera til að rífa handbolt- ann upp? „Ætli við verðum bara ekki að spila betri bolta. En það vantar líka meiri breidd í þetta, það er bara ein deild og samkeppnin er ekki næg. Lið i fall- hættu getur t.d. ekki fallið og það tekur nú alla spennuna, sem fylgir botn- baráttunni, í burtu. Ég held líka að HM'95 eigi eftir að rífa handboltann aðeins upp aftur, en það fer eftir gengi íslenska liðsins.” - Hvernig er æfingaaðstaðan hjá ykkur og hvernig er þjálfarinn? „Ég er mjög ánægð með þjálfarann. Hann skilur kannski ekki alveg þegar mikið er að gera í skólanum eða ein- hverju öðru, það getur stundum verið mjög erfitt að fá frí hjá honum. Hann veit samt alveg hvað hann er að gera og hefur kennt þessum stelpum í yngri flokkunum mjög margt. Ég hefði vilj- að vera hjá honum frá upphafi. Hann „Ég tek bara eitt ár í einu og reikna með að vera áfram í Val,“ segir Kristín. kennir þeim ákveðnar hreyfmgar og er með mjög ákveðnar skoðanir, þá á ég við að hann stendur alltaf við það sem hann segir. Ég hef t.d. verið með þjálf- ara sem hafa stundum sagt eitt og svo breytt því seinna ef það hentaði þeim. Mikahel er hinsvegar mjög sam- kvæmur sjálfum sér. Ef ég svara þá hinni spumingunni þá er aðstaðan héma hjá Val mjög góð. Það væri samt betra ef maður fengi alltaf að æfa í stóra salnum en það er ekki svo. Aðstaðan er hinsvegar orðin mun betri en þegar ég var í yngri flokkunum, núna æfum við svona 5 - 6 sinnum á viku og í annað hvert skipti í stóra sal- num.” - Líkar þér vel hérna hjá Val? „Stjómin er alltaf að batna. Það hafa komið ár sem stjómin hefur verið alveg hrikaleg en í dag sýna þeir okkur áhuga og vilja hjálpa okkur að byggja upp. Núna gefa þeir okkur tíma og eru já- kvæðir. Framtíðin héma er mjög björt og við eigum mjög sterka yngri flokka sem á eftir að skila sér seinna meir. Um mína framtíð hjá Val segi ég bara að ég tek eitt ár í einu, það er ekki stefnan hjá mér núna að fara annað og ég reikna með að vera áfram hjá Val.” K v e n n a Fyrir skömmu var svokallaður „KVENNAPOTTUR" stofnaður hjá Val en allur ágóði verður notaður til reksturs meistaraflokks kvenna í knattspymu. Lágmarksgjald í pottinn er kr. 300,00 á mánuði og fá styrkaðilar að fylgjast með framvindu mála. Þeim, sem vilja leggja meistaraflokknum lið, er bent á að hafa samband við Önnu Vignir í síma 886931 fyrir hádegi virka daga eða Margréti Bragadóttur í síma 651096 eftirkl. 18.00. Meistaraflokksráð kvenna. p o t t u r Guðrún Sæmundsdóttir er ein af traust- ustu leikmönnum meistaraflokks Vals. ml 1 u\ 1m f wam tJrkiM V ■: ■ J Hl « VALSMENN! Munið Þrettándabrennuna VALSblaðið 31

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.