Valsblaðið - 01.05.1994, Page 24
Knattspyrnu- og þjálfaraferill Harðar
Hilmarssonar í stórum dráttum
eiginleg geta einstaklinganna í liðinu
gefur tilefni til. Sá þjálfari er einnig
starfi sinu vaxinn sem gerir góðan leik-
mann betri, jafnvel þótt lið hans vinni
ekki til verðlauna. Það er nefnilega mis-
jafnt eftir því hvort um er að ræða
unglingaþjálfun eða fullorðinna, hvað
telst góð þjálfun. Þjálfari sem næði
hámarksgetu út úr hverjum einstökum
liðsmanni sínum bæri besti þjálfari
heimsins. í veruleikanum er það svo að
einn þjálfari nær “toppi” út úr sumum
leikmönnum en ekki öðrum sem kanns-
ki annar þjálfari nær betur á strik. Að
mínu mati gerir enginn einn hæfileiki
þjálfara góðan. Menn eru misjafnir,
með mismikla greind, reynslu og hæfi-
leika, og lykilatriði er að vera sam-
kvæmur sjálfum sér, en reyna ekki að
“kópera” einhvem annan sigursælan
þjálfara, sem kannski hefur allt annan
bakgrunn, talanda og þekkingu. Það
verður hver og einn að finna sinn stíl.”
- Ertu sáttur við stöðu þína sem
þjálfari í dag?
„Já, ég get ekki verið annað. Eg hef
verið heppinn; starfað með góðum leik-
mönnum og duglegum framámönnum,
og það hefur skilað árangri. Nú er ég
kominn heim og þó það hafi staðið til
boða áður hefur mér ekki litist nægilega
vel á það, af ýmsum orsökum. Nú er ég
hinsvegar tilbúinn, og Valur líka! Valur
er mitt félag, með mikla hefð og mjög
góða aðstöðu. Það hefur alltaf verið
metnaður minn að þjálfa Val og vinna
til æðstu metorða með félaginu, einnig
sem þjálfari. Hvort það tekst verður
tíminn að leiða í ljós. En ég mun leggja
mig 100% fram um að auka vegsemd
Vals, innan vallar sem utan.”
- Hvernig er framtíðin hjá knatt-
spyrnudeild Vals?
„Það er ótalmargt sem mig langar að
beita mér fyrir að Hlíðarenda, því ég er
mikill Valsmaður og vil sjá Val í for-
ystuhlutverki í íslenskri knattspymu. En
langferð hefst á einu skrefi og það er
nauðsynlegt að skipta því sem gera þarf
í “skref’, áfanga, og taka eitt í einu.
Gott er að raða verkefnum í forgangsröð
eftir mikilvægi og hefjast svo handa,
með bæði skammtímamarkmið og lengri
tíma til að styðjast við.”
- Hvernig sérðu þig í framtíðinni?
„Á Hlíðarenda, innan um gamla og nýja
félaga, að leggja mitt af mörkum til
áframhaldandi uppbyggingar Vals,
íþróttalega og félagslega.”
Hörður lék með öllum yngri flokkum
Vals, bæði í handknattleik og knatt-
spymu.
Undir stjóm Róberts Jónsson var Hörður
íslandsmeistari í 5.-4,- og 3. flokki
auk þess sem hann vann til fjölda haust-
og Reykjavíkurmeistaratitla. Hann náði,
ásamt sjö jafnöldrum hans, að leika með
meistaraflokki í knattspymu sem er
nánast einsdæmi. Þetta var árgangurinn
1952 en auk Harðar léku eftirtaldir með
meistaratlokki: Ingi Bjöm Albertsson,
Þórir Jónsson, Vilhjálmur Kjartansson,
Róbert Eyjólfsson, Ámi Geirsson og
Tryggvi Tryggvason.
Árið 1977 varð Valur bikarmeistari en í
2. sæti í deildinni en árið 1978 vann
Valur það afrek sem ekki hefur verið
leikið eftir; að sigra í 17 leikjum og gera
1 jafntefli.
Margir vilja meina að Valsliðið 1978 sé
besta félagslið sem hefur komið upp á
Islandi.
Eftir keppnistímabilið 1980 hélt Hörður
til Svíþjóðar og lék með AIK í Stokk-
hólmi í 2 ár. Hann var einn þriggja leik-
manna liðsins sem lék alla leiki liðsins í
Allsvenska síðara ár hans hjá félaginu
en það sýnir vel þann styrk sem Hörður
hafði sem leikmaður.
Árið 1982 þjálfaði Hörður lið Grinda-
víkur og lék með. Árið síðar lék hann
með Val sem varð hann síðasta tímabil
sem leikmaður enda hafði hann átt við
meiðsli að stríða í 3-4 ár.
Árin 1973, 1978 og 1981 eru eftirminni-
legustu ár Harðar í fótboltanum og
sömuleiðis hans bestu ár. Sigurleikurinn
á Laugardalsvellinum gegn Austur-
Þýskalandi árið 1975, 2:1, erhonum
ógleymanlegur og sömuleiðis innbyrðis
viðureignir Vals og ÍA á áttunda ára-
tugnum.
Þjálfaraferillinn
Hörður þjálfaði 5. flokk Vals þegar
hann var 18 ára og lék með meistara-
flokki. Þegar hann starfaði sem kennari
á Akureyri þjálfaði hann og lék með KA
í handbolta og sömuleiðis 4,- og 2. flokk
um tíma. Sömuleiðis þjálfaði hann 3.-
og 5. flokk knattspymuliðs KA eitt
sumarið.
Áður hefur verið minnst á lið Grinda-
víkur sem Hörður þjálfaði en hann
þjálfaði einnig meistaraflokk Vals í
kvennaknattspymu eitt árið. Árið 1986
þjálfaði hann 2. flokk FH og sömuleiðis
meistaraflokk FH ásamt Inga Bimi
Albertssyni. 2. flokk hjá Val þjálfaði
Hörðurárið 1987 og varjafnfrmat
aðstoðarmaður Ian Ross þjálfara meist-
araflokks. Árangur Ian Ross og Harðar
þarf varla að fjölyrða um því flestir vita
hver árangur Vals var undir þeirra
stjóm.
Sumarið 1989 þjálfaði Hörður 2. deild-
arlið Selfoss og síðan tók við tveggja
ára þjálfun hjá Breiðabliki. Fyrra árið
vann liðið sér sæti í 1. deild og hafnaði
ári síðar í 5. sæti í deildinni. Síðastliðin
tvö sumur hefur Hörður verið við stjóm-
völinn hjá FH með frábærum árangri.
Bæði árin hefur liðiðhafnað í 2. sæti í
deildinni, langt á undan liðinu sem hafn-
aði í 3. sæti.
Þetta eru tvö bestu ár FH í knattspymu
sem ber Herði frábæran vitnisburð sem
þjálfari.
En núna er Hörður loks kominn heim í
heiðardalinn og vænta Valsmenn mikils
af þessum mæta þjálfara.
VALSBLAÐIÐ 24