Valsblaðið - 01.05.1994, Page 17

Valsblaðið - 01.05.1994, Page 17
Linda Stefánsdóttir körfuknattleikskona í Val. Takmarkiö að komast í úrsl'rtakeppnina -segir Linda Stefánsdóttir Texti: Jóhann Ingi Linda Stefánsdóttir var valinn leik- maður ársins í fyrra hjá meistara- flokki í körfubolta. Linda er nú ein af burðarásum liðsins og stýrði því meðal annars til sigurs í Reykjavíkur- mótinu í ár. Eftir frekar slakt gengi í fyrra hefur Valsstúlkunum gengið ágætlega í íslandsmótinu í ár og Linda segir að stefnan sé að tryggja liðinu sæti í úrslitakeppninni. Ég bað Lindu um að segja okkur aðeins frá hennar fcrli og um leið minnistæðasta leik sem hún hefur spilað. Svali góður þjálfari. Linda er tuttugu og tveggja ára gömul. Hún byrjaði að æfa körfubolta hjá IR á fermingaraldri og var þar til ársins 1993. Þá ákvað hún, ásamt fleirum leik mönnum ÍR, að skipta um félag og varð Valur fyrir valinu. Linda er frekar bjart- sýn á framtíð körfúboltans hjá Val. Liðið hefur nú þegar náð einum titli á þessu tímabili með sigri í Reykjavíkur- mótinu, en þeim hefur ekki gengið jafn vel í íslandsmótinu. Linda vonaðist sjálf til þess að árangur liðsins yrði betri en hann var í fyrra, en þá komst Valur ekki í úrslit. Linda hefur trú á að liðið komist í úrslitakeppnina í vor. Svali Björgvinsson er þjálfari liðsins og Linda lýsir honum sem mjög góðum þjálfara og segir að vinna hans eigi eftir að skila sér í góðum árangri. Úrslitaleikur í bikarnum minnistæður Úrslitaleikur í bikamum minnistæður. Þar sem svo stutt er síðan Linda kom til Vals er eftirminnilegasti leikurinn hennar ekki með Val en það er samt Vals keimur af leiknum. Enlátumnú Lindu um að útskýra gang mála. „Minnistæðasti leikur minn var þegar við ÍR-ingar lékum til úrslita í bikamum árið 1991. Leikurinn var dæmigerður úrslitaleikur, mikil mistök hjá báðum liðum og ekkert var gefið eftir. Liðin leiddu leikinn til skiptis og var munur- inn aldrei mikill. Þegar u.þ.b. 30 sek- úndur vom eftir af venjulegum leiktíma fór að draga til tíðinda, við vomm þrem- ur stigum undir en tókst að knýja fram framlengingu með þriggja stiga körfú á loka sekúndunum (en þessi þriggja stiga karfa dugði ekki til sigurs heldur var það þeirra þriggja stiga karfa sem leikurinn vannst á að lokum). Þegar skammt var til leiksloka í framleng- ingunni vom við tveim stigum yfir en þá tókst ÍS að skora þriggja stiga körfú og tíminn rann út. Þær höfðu því unnið með einungis einu stigi sem var mjög svekkjandi og gerði þennan leik svona eftirminnilegan. Lokatölur urðu 52-51 ÍS í hag. Sú sem tryggði ÍS-ingum sigurinn, með þessari körfu, heitir Kolbrún Leifsdóttir og svo skemmtilega vill til að ég spila með dætmm hennar í meistaraflokki Vals. Dætur hennar em þær Sigrún Jónsdóttir og Alda Jónsdóttir og að spila með þeim á ávallt eftir að minna mig á þennan leik.” Landsliðskona. Linda er fædd í 6. júní árið 1972 og því aðeins tuttugu og tveggja ára gömul. Hún hefur lengi átt fast sæti í íslenska landsliðinu og þegar hún skipti yfir í Val varð hún fyrsta landsliðskona Vals í kvennakörfúnni. Það er því engin vafi að koma hennar að Hlíðarenda hefur verið mikill styrkur fyrir Valsliðið og það er aldrei að vita nema hún, ásamt félögum sínum í liðinu, eigi efitr að koma heim með fleiri titla í framtíðinni. VALSBLAÐIÐ 17

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.