Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 15
Félagsheimilið hálf hrörlegt!! Hin glæsilega félagsaðstaða að Hlíðarenda. hugað að kaupum á húsbúnaði, gardín- um og tækjum sem ákveðið var að setja upp. Þessi vinna var unnin jafnt og þétt yfir sumarmánuðina og fram í október bæði af sjálfboðaliðum félagsins og ýmsum iðnaðarmönnum og verktökum sem fengnir voru til starfa. Á sama tíma fékk félagið til starfa iðn- aðarmenn á vegum atvinnuátaks íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Var sú aðstoð mikil og góð og til fyrir- myndar að borgaryfirvöld skuli hafa stutt íþróttafélögin í borginni með þess- um hætti á s.l. sumri. En það voru ekki einungis sjálfboða- liðamir sem unnu á staðnum sem gerðu félaginu kleift að ljúka framkvæmdum á tilsettum tíma. Við innkaup á efni og þjónustu fékk félagið aðstoð frá mörg- um mætum aðilum. Með því að stað- greiða fyrir efni og vinnu fékk félagið einnig að njóta bestu hugsanlegra kjara sem völ var á og var það óspart nýtt og tókst að spara verulega með því. Þeim sem stóðu að innkaupunum fannst ótrúlegt hve víða Valsmenn leyndust í fyrirtækjum sem leitað var til og hve margir voru reiðubúnir að rétta hjálpar- hönd og greiða götu félagsins. Það var því mikill hátíðardagur hinn 30. október þegar aðalstjóm bauð til kaffi- samsætis í félagsheimilinu og það var formlega vígt. Á milli 200 og 300 manns komu þennan dag til að skoða aðstöðuna og taka þátt í gleðinni. Með innréttingum félagsheimilisins er búið að skapa aðstöðu til að halda alla stjómarfúndi, félagsfúndi, fúndi í for- eldraráðum og uppskeruhátíðir, auk herrakvölds, þorrablóts, og annarra skemmtana. Og að sjálfsögðu er hægt að horfa á beinar útsendingar í sjónvarpi og koma saman fyrir og eftir kappleiki. Ætlunin er líka að lána Valsmönnum aðstöðuna gegn sanngjömu gjaldi til hátíðlegra athafha. Meðfylgjandi ljós- myndir lýsa ef til vill betur en mörg orð hinum mismunandi stigum framkvæmd- anna og sýna vel muninn á aðstöðunni sem félagið hafði í ársbyijun og þeirri aðstöðu sem til staðar er í árslok. Breytingar í íþróttasalnum Ekki vom fyrirhugaðar ffamkvæmdir við íþróttasalinn á árinu því áðumefndar ffamkvæmdir við félagsheimilið vom taldar bæði miklar og fjárffekar. En rétt einu sinni sannaðist máltækið “oft veltir lítil þúfa þungu hlassi”. I lok júlí kom upp eldur í anddyri stóra íþróttasalarins þegar kviknaði í bensíni sem verið var að setja á sláttuorf. Vemlegar skemmdir urðu á anddyrinu og litlu mátti muna að íþróttahúsið allt yrði eldinum að bráð. Skjót viðbrögð slökkviliðins komu í veg fyrir stórbmna að þessu sinni. Jafnffamt var það mikil mildi að enginn skyldi slasast því þegar eldurinn kom upp var starfsemi Sumarbúða í borg í fúllum gangi og mikill fjöldi bama var á svæði- nu. Eftir að slökkvistarfi lauk kom í ljós að vemlegar skemmdir höfðu orðið á park- ettgólfi í íþróttasalnum vegna vatns sem barst inn í salinn, auk þess sem sót hafði borist um allt hús og málning skemmdist. Vegna tjónsins þurffi að taka skjótar og stórar ákvarðanir um það hvað gera skyldi í salnum. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að skipta algerlega um gólf- efni, auk þess sem hreinsa þurffi salinn og mála að nýju. Jón Zoéga vann baki brotnu í sjálf- boðavinnu við félagsheimilið og lagningu nýs gólfs í íþróttahúsinu. Þegar starfið var hafið kom í ljós að grindin undir gólfinu var víða í ólagi og þvf var á endanum ákveðið að hreinsa hana alveg út og byrja að vinna gólfið frá steyptri plötu þess og varð því vinnan mun umfangsmeiri og tíma- frekari en nokkum óraði fyrir í upphafi. Eftir að, í ljós kom hve mikið þurfti að gera við gólfið kom fram sú hugmynd að bæta aðeins við framkvæmdimar og rífa niður steyptu áhorfendapallana í vesturenda salarins og mörgum hafði fúndist lítið gagn af í gegnum tíðina. Myndaður var hópur manna sem fékk nafnið “múreyðamir” og tóku þeir að sér að drífa niðurrifið af á einni viku og hreinsa salinn. VALSBLAÐIÐ 15

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.