Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 20
Vilhjálmur
Vilhjálmsson
Körfuknattleik
Vilhjálmur Vilhjálmsson er 12 ára Vals-
Hafrún
Kristjánsdóttir
4. flokki í handbolta
maður sem hefur mikinn áhuga á körfii-
knattleik og tölvum. Hann sagði að aldrei
hafi komið neitt annað til greina en að
æfa með Val Þar sem öll fjölskyldan hans
er f Val. Vilhjálmur er sonur hjónanna
Vilhjálms Kjartanssonar og Elísabetar
Hilmarsdóttur. En hvenær byijaði hann
að æfa körfubolta?
„Eg byijaði þegar ég var 9 ára og ein af
mörgum ástæðum fyrir því að ég fór í Val
var vegna þessa hversu góð aðstaðan er
hjá félaginu.”
Vilhjálmur segir að það hafi ekki gengið
allt of vel hjá flokknum hans í vetur en
mórallinn sé samt mjög góður.
„Það mætti kannski ganga betur,” sagði
Vilhjálmur. „En Það er gaman á æfing-
um og við erum með góðan þjálfara.
Lárus Dagur Pálsson hefur þjálfað okkur í
haust og hann er alveg rosalega fínn. Það
er margt skemmtilegt á æfíngum en mér
finnst mest gaman að spila vegna keppn-
innar við strákana.”
Vilhjálmur segir að framtíðin sé mjög
björt hjá Val og mikið af efnilegum
strákum að koma upp. Hann er viss um
Það mæðir mikið á Hafrúnu Kristjáns-
dóttur leikmanni með 4.flokki í hand-
knattleik. Hafrún æfir allt upp í níu
sinnum á viku og það er ekki nóg að
hún leiki aðeins í fjölliðamótum hjá
4.flokki heldur leikur hún líka með
meistaraflokki kvenna í l.deildinni.
Hafrún byrjaði að æfa þegar hún var í 5.
bekk þá ellefu ára gömul. Hún segist
hafa verið plötuð í Val af frænda sínúm
sem þá var að þjálfa hjá félaginu. Það
kemur samt ekkert annað lið til greina í
dag en Valur. Hjá Val segist Hafrún fá
fleiri æfingar, góðan þjálfara, betri
aðstöðu og að allar vinkonur hennar séu
líka í Val. Þrátt fyrir að þurfa yfirleitt
að bíða lægri hlut með meistaraflokki er
Hafrún vanari því að vinna. í fyrra var
hún t.d. Islandsmeistari með 4. flokki
og f ár varð lið hennar í 3. sæti í
Reykjavíkurmótinu. Hafrún spilar á
línu en hvemig ætli sé að spila innan
um alla þessa gömlu jaxla í hinum
liðunum í 1 .deild?
„Það er miklu meiri harka þama og
þær eru miklu sterkari, en ég er samt
yngri og sneggri en sumar þessar konur.
Það er samt skrýtnast að spila á móti
Kötu sem þjálfaði mig í fyrra.”
- Hverjar eru fyrirmyndir þínar á
leikvellinum?
að hann komist í atvinnumennsku Þegar
hann verður eldri og segir að allt sé hægt
ef áhuginn er fyrir hendi. Vilhjálmi finnst
körfuboltinn skemmtilegur vegna “troðsl-
anna” og hún var einmitt ein eftirminnileg
sem hann sagði mér frá.
„Það var leikur á móti Skallagn'm og
hann var alveg ógleymanlegur. Við
unnum leikinn með 70 stiga mun og
Vignir átti 20 stoðsendingar og Gummi
tróð.”
NBA karfan er í miklu uppáhaldi og
Vilhjálmur segir að þar séu allir þeir bestu
í heiminum. Þar er úr mörgum góðum
liðum að velja þar en uppáhalds-
leikmaðurinn hans er Derek Harper sem
lék áður hjá Dallas Mavericks en er núna
kominn til New York Knick. Vilhjálmur
segir að barátta Harpers og vamarleikur
geri hann að besta leikmanni deildarinnar.
Vilhjálmur var þá rokinn á æfingu og
þrátt fyrir að mér hafi fúndist hann ffekar
smár við hliðina á hinum strákunum voru
þeir allir sammála um að hann væri sá
besti í liðinu. Þama er kannski á ferð-
inni nýr Muggsy Bouges.
„Jackson Richardsson og Geir Sveins-
son em fyrirmyndimar mínar og ég
reyni að fylgjast með því sem þeir eru
að gera.”
- Einhver önnur áhugamál en hand-
boltinn?
„Það fer alveg rosalega mikill tími í
handboltann. Ég æfi svona 6-9 sinnum
á viku og við æfum allt árið um kring
sem skilur ekki eftir mikinn tíma fyrir
annað. Ég hef samt áhuga á öllum
öðmm íþróttum og þá sérstaklega fót-
bolta.”
- Ertu ánægð með lífið hjá Val?
„Ég er óánægð með það hvað stjómin
vinnur oft hægt. Þeir svíkja líka sum
loforð. I fyrra t.d. þegar við fórum í
keppnisferð til útlanda var búið að lofa að
borga fyrir Mikahel en það var ekki gert
og í ffamhaldi af því munaði minnstu að
við kæmumst ekki á mótið þar sem
stjómin gleymdi að tilkynna til Úrval
Útsýn. I ár vorum við að vinna fyrir þá á
17. júní og fengum ekki krónu fyrir það.
Við áttum að fá galla en fengum ekki neitt.
Það væri kannski rétt að skipta um suma
meðlimi stjómarinnar.”
Já, hún er ákveðin þótt ung sé og það má
örugglega búast við miklu af henni í
ffamtíðinni. Haffún er dóttir Kristjáns
Ögmundssonar og Elínar Þórisdóttur.
Þjálfari hennar er Mikahel Akbachev.
VALSBLAÐIÐ 20