Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 46
„Hins vegar er voða erfitt að byrja í nóvcmbcr og undirbúa sig, í snjónum og kalda veðrinu“, sagði Arney. þjálfarann sem við höfum haft, hann var alltaf mjög jákvæður og drífandi. Ragnheiður Víkingsdóttir tók við af honum og ég hef mikla trú á henni. Hún er búinn að vera lengi í knattspymu og veit alveg hvað hún er að fara út í. Þetta er hinsvegar fyrsta árið hennar sem þjálfari og það á eftir að koma í ljós hvað býr í henni.” - Verður hún þá spilandi þjálfari? „Nei, ég held að hún hafi verið ráðin bara sem þjálfari. Hún var líka búin að lýsa því yfir að hún væri hætt að spila.” - Ef við snúum okkur þá að deildinni. Nú er mikill munur á „góðu” liðunum og „lélegu” liðunum í deildinni, á deildin eftir að verða jafnari næsta sumar? „Hingað til hefur ekki verið nægilega mikil breydd í kvennaknattspymunni. Fimm lið, KR, Breiðablik, Valur, Stjaman og IA, eru alltaf nokkuð jöfn í toppbaráttunni en svo vom, t.d. í sumar, Haukar, Dalvík og Höttur alveg einum klassa fyrir neðan. A KSI þinginu kom tillaga um að fækka liðum í 1. deildinni. Eg held að utanbæjarfélögin hafi fellt hana. Ég skil samt ekki hvers vegna þau vilja vera í 1. deild þegar munurinn er svona mikill á liðum, KR var t.d. að vinna Hauka 18-0 og það gerir engum gott. Tillagan á þinginu var mjög góð og mér fmnst slæmt að hún hafi ekki verið samþykkt. Það átti að fækka liðunum niður í sex og spila áfram tvær umferðir. Fjögur efstu liðin mundu svo leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn en tvö neðstu liðin í 1. deild og tvö efstu í 2. deild áttu að leika um sæti í 1. deild að ári.” - Hvað veldur því að Reykjavíkurliðin eru sterkari en utanbæjarliðin? „Það sést á unglingamótunum, eins og Gull & silfur mótinu, að liðin út á landi eru ekki síðri en Reykjavíkurliðin. Liðin héðan fá hinsvegar margar stelpur til sín sem koma hingað í nám eða bara til að vinna.” - Eru peningar í kvennaknattspyrn- unni? „Ekki svo ég viti til. Þaðerkannski verið að bjóða stelpum íbúð eða ein- hverja aðstoð við að fá vinnu, en ég held að voðalega lítið sé um beinar peninga- greiðslur. Aðstoðin einangrast hinsveg- ar ekki við Reykjavík, liðin úti á landi bjóða leikmönnum alveg eins.” - Eru þóknanir fyrir getu í íþróttum komnar út í öfgar hér á landi? „Sérstaklega í karlaboltanum er þetta orðið algjört rugl. Félögin eru flest á hausnum en eru samt að bjóða strákunum gull og græna skó fyrir að koma og spila. Það er ekki nein leið að reka íþróttafélag með þessu áframhaldi. Mér skilst samt að þetta hafi eitthvað minnkað hjá Val og það hefur sýnt sig þar sem helmingur leikmanna hjá meist- araflokki er farinn í önnur félög - sem þá væntanlega borga meira.” - Hverjir eru möguleikar ykkar næsta sumar í 1. deildinni? „Við eigum að vera í baráttunni. Við höfum samt misst nokkuð margar stelpur frá s.l. sumri. Ragnheiður Víkingsdóttir, Bryndís Valsdóttir, Kristín Briem og Kristín Amþórs em allt stelpur úr byrjunarliðinu í sumar sem hafa ákveðið að hætta. Við höfum hinsvegar áður misst margar góðar stelpur en liðið er vant því að vera í toppbaráttunni.” - Eruð þið með nógu sterkar stelpur til að fylla upp í þessi skörð? „Hópurinn í fyrra var mjög stór og allt góðar stelpur. Það hafði hinsvegar sína slæmu hlið þar sem góðar stelpur komust ekki einu sinni á bekkinn og skiptu því um félag. Við hefðum vel getað notað þessar stelpur næsta sumar en þær fóru í Stjömuna og hafa ekki komið aftur.” - Verður þá mikið af nýliðum í liðinu í sumar? „Eins og ég sagði áðan fínnst mér ekki koma mikið af stelpum úr yngri flokkunum. Ég hef verið héma í langan tíma og mjög fáar stelpur hafa komið nýjar í meistaraflokk úr yngri flokk- unum. Við höfum verið lengi með sama kjamann svo það hefur ekki skipt miklu máli, en núna þyrftum við á nýjum stelpum að halda.” - Fáir nýliðar, getur það ekki verið bein afleiðing af sterkum meistara- flokki liðina ára? „Auðvitað hefur það sitt að segja þegar erfítt er fyrir þessar stelpur að komast að. Þær leita þá kannski í önnur félög þar sem þær fá að spila. Hinsvegar ættu samt alltaf nokkarar stelpur að skila sér alla leið upp í meistaraflokk en það hefur ekki verið.” - Hvernig hefur áhorfendafjöldinn verið á hjá ykkur? „Yfirleitt eru mjög fáir sem koma og horfa á kvennaknattspymu. Það kostar 300 krónur á leikina hjá okkur núna og ég held að engu máli skipti þótt frítt væri á völlinn. Ahorfendur nenna ekki að koma og horfa á leiki sem við burst- um 10-0, eða eitthvað í þá áttina. Það vantar þessa spennu og samkeppni sem hefði getað orðið ef tillagan sem við töluðum um áðan hefði verið samþykkt.” - Hafði kvennalandsliðið í sumar góð áhrif fyrir ykkur? „Ég held að það sé ekki spuming.” - Var landsliðið í sumar svona einstaklega gott eða sýnir þetta rétta mynd af stöðu kvennaknattspyrnunar á íslandi í dag? „Það er mikil framfor í kvennaknatt- spymu á Islandi. I landsliðið eru kom- nar margar ungar og góðar stelpur í bland við gamla jaxla. Logi hefur líka náð að blanda þessu einstaklega vel saman og árangurinn hefur verið frábær.” - Ertu ánægð með Loga sem land- sliðsþjálfara? „Logi hefur gert mjög góða hluti og verið sérstaklega áhugasamur. Það var mikill missir fyrir landsliðið að hann skyldi hætta en vonandi tekur einhver góður við af honum.” - Og svona að lokum. Áttu þér ein- hvern minnistæðan leik sem þú getur sagt okkur frá? „Ég hef verið lengi í knattspymu og margir leikir eru minnistæðir. Ég man samt sérstaklega eftir bikarúrslita- leiknum árið 1990 þegar við unnum ÍA og ég skoraði glæsilegt skallamark. Sá leikur á alltaf eftir að vera ofanlega í mínu minni.” VALSBLAÐIÐ 46

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.