Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 45

Valsblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 45
Davíð Garðarsson, sem er hér í leik gegn Þór, var kjörinn leikmaður ársins hjá Val. Tveir glaðir stjórnarmenn. „Bakarís- Oddur” (Óttar Sveinsson) og Lárus Valberg sem er fulltrúi Vals í KRR. „Skoraði þetta glæsilega skallamark" - Arney Magnúsdóttir, leik- maður með meistaraflokki Vals Arney Magnúsdóttir er ættuð frá Egilsstöðum þar sem hún stundaði aðallega frjálsar íþróttir á sínum yngri árum. Henni líkaði illa að æfa ein og hópíþróttir heilluðu meira. Arney var orðin sautján ára gömul þegar hún byrjaði að æfa knatt- spyrnu, en í dag er hún sjóuð og á marga titla að baki með Valsliðinu. En af hverju valdi Arney Val? „Eg kom hingað suður í háskólann og er búinn að vera héma síðan. Ég er ættuð frá Egilsstöðum og lék knattspymu þar á yngri ámm. Þegar ég kom í bæinn kom aldrei neitt annað lið til greina en Valur, ég þekkti eina stelpu sem lék þá með Val en hún er reyndar ekki héma lengur. Hún fluttist í burtu en systir hennar kom í staðinn.” - Hvernig hefur gengið hjá ykkur? „Við vorum rosalega góðar fyrir nokkuð mörgum ámm. Arið 1988 unnum við t.d. alla titla sem hægt var að vinna og árin í kringum unnum við alltaf eitthvað. Nú hefur aðeins sigið á ógæfuhliðina og við höfum ekki unnið titil síðan árið 1990 - þegar við urðum bikarmeistarar.” - Hvað er að hjá liðinu núna? „Ég held að þetta gangi alltaf svona í bylgjum hjá öllum liðum. Það vantar líka töluvert upp á yngri flokkana, en það þarf að byggja þá betur upp. í dag er ekki nægilegur stuðningur við ungu stelpumar en ég held samt að þjálfara- mál hafi lagast mikið. Það er hinsvegar alltaf hægt að finna að ýmsu.” - Heldur þú að meira sé gert fyrir yngri flokkana hjá körlunum en hjá konunum? „Ég þekki ekki nógu vel hvemig þetta er með yngri flokkana. En ég hef fundið það á undanfomum ámm að meira er gert fyrir karlana en konumar. Undanfarinn ár hefur kvenna knatt- spyma samt verið í mikilli sókn og mar- gar góðar stelpur eru í yngri flokkum félagsins.” - Nú æfið þið mikið, er tími fyrir önnur áhugamál? „Það er alveg rosalega erfítt. Ég er ekki fjölskyldukona og samt hef ég ekki tíma fyrir neitt annað en vinnuna og fót- boltann. Stundum velti ég fyrir mér hvemig sumar stelpumar, sem em kannski með tvö böm, geta staðið í þessu. Núna t.d., byrjuðum við að æfa í nóvember og æfum 4 sinnum í viku fram að jólum. Eftir jól má svo búast við að æfingunum verði fjölgað í 5 á viku. Stelpumar í yngstu flokkunum geta kannski æft tvær eða þrjár íþróttir en um leið og þær koma upp í 2. flokk held ég að þær verði að velja eina íþrótt.” - Nú hefur undirbúningstímabilið verið að lengjast á undanförnum árum, er þetta komið út í öfgar? „Ég veit það nú ekki. Ef við ætlum að ná einhverjum árangri þá er nauðsynlegt að æfa vel. Hinsvegar er voða erfitt að byrja í nóvember og undirbúa sig, í snjónum og kalda veðrinu, í sex mánuði fyrir þriggja mánaða keppnistímabil. Það væri t.d. svekkjandi að meiðast í byijun júní og allur undirbúningurinn færi til einskis.” - Eru engin mót yfir vetramánuðina? „Það er íslands- og Reykjavíkurmót í janúar, en það em ekki mót sem liðin leggja neina áherslu á. Auðvitað fara liðin þama til að vinna, en þau búa sig ekki sérstaklega fyrir þessi mót.” - Hver þjálfar ykkur? „Helgi Þórðarson þjálfaði okkur í sumar en fékk svo atvinnutilboð frá Stjömunni eftir síðasta tímabil. Ég tel hann besta VALSBLAÐIÐ 45

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.