Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 32
kostað mikla peninga og nú skuldar
aðalstjórn Vals rúmlega 50 milljónir
króna. En Jón segir að ef aðalstjórn
hefði ekki þurft að aðstoða deildir
félagsins væri skuldir hennar ekki
teljandi. Byggingaframkvæmdir hafa
verið miklar og þeim er ekki að linna
því nú vill Jón ráðast í byggingu nýrr-
ar stúku við aðalvöllinn. En Vals-
blaðinu fannst rétt að byrja á því sem
margir eru að velta fyrir sér, það er
fjárhagsstöðu félagsins, er Valur að
verða gjaldþrota?
Skuldir voru 120 milljónir
„Mikið hefur áunnist síðan ég settist í
stjóm sem betur fer enda er það nú
talsverður tími að vera formaður hjá Val
í tæp sjö ár. Þegar ég tók við fomennsku
skuldaði aðalstjómin um 120 milljónir, í
dag skuldar hún um 40 - 50 milljónir.
Þrátt fyrir að hafa náð skuldum sínum
niður hefur aðalstjómin styrkt deildir
félagsins vemlega á því tímabili og ef
aðalstjómin hefði ekki þurft að hlaupa
undir bagga með þeim væri hún nánast
skuldlaus í dag. Fjárhagsleg staða er
ágæt í dag, en það þarf hinsvegar alltaf
að vinna úr ijármálum og tryggja að
hægt sé að borga af langtíma lánum. Ég
held að skuldastaðan núna muni leysast
farsællega með þeim tekjum og auka-
tekjum sem félagið hefur.”
Moldarplan þegar ég kom
„Síðan ég tók við formennsku hjá Val
hafa orðið gífurlegar framkvæmdir að
Allir geta varið
frítíma sínum að
Hlíðarenda
- segir Jón Gunnar Zoéga fráfarandi formaður Vals
Texti: Jóhann Ingi
Eftir tæplega sjö ár sem formaður
Knattspyrnufélagsins Vals hefur Jón
Zoéga ákveðið að hans tími sé liðinn
sem formaður. Þessi dugmikli maður
hefur lagt óhemju mikla vinnu í upp-
byggingu þessa félags og hann segist
vera sáttur við gjörðir sínar fyrir
félagið. Það hafa miklar fram-
kvæmdir átt sér stað frá því Jón sett-
ist í stjórn, framkvæmdir sem hafa
Hlíðarenda. Planið fyrir utan Hlíðar-
enda var moldarplan, en búið er að mal-
bika með hitalögn og skipta um jarðveg
undir því öllu. Við höfum gengið frá
næsta umhverfi við húsið og tekið þau
öll í gegn að utan svo þau líta út eins og
ný. Á þessu tímabili stóðu Valsmenn
fyrir byggingu á kapellu séra Friðriks og
reistu mikla fánaborg á því torgi sem
VALSblaðið 32