Valsblaðið - 01.05.1994, Side 47
Ársskýrsla Handknattleiksdeildar 1994
Sigur í
meistaraflokki
hápunkturinn
Sigurganga handknattleiksdeildar Vals á
íþróttavellinum hélt áfram á árinu 1994.
Valur hampaði enn eitt árið Islands-
meistaratitli í meistaraflokki karla auk
þess sem yngri flokkar félagsins unnu
marga titla og sýna enn á ný að fram-
tíðin er björt. í félagsstarfinu skiptust á
skin og skúrir og nokkurð var um skipti
á mönnum í stjómarbrúnni. Hér að
neðan er rakinn árangur keppnis flokka
félagsins.
Meistaraflokkur karla
Þjálfari: Þorbjöm Jensson
Komnir: Frosti Guðlaugsson.HK.
Rúnar Sigtryggsson...Þór Ak.
Eyþór Guðjónsson...HK.
Famir: Jakop Sigurðsson.hættur
Óskar B. Óskarsson.KA.
Valur Amarsson.....KA.
Valdimar Grímsson.KA.
Geir Sveinsson.Avidesa.
Júlíus Gunnarsson sleit krossbönd við
lok síðasta tímabils. Meiðslin tóku sig
aftur upp í nóvember á þessu tímabili og
Júlíus lék því lítið sem ekkert með.
Einnig puttabrotnaði Rúnar Sigtryggs-
son og var frá í byrjun tímabils.
í september sigmðu Valsmenn i Meist-
arakeppninni. Leikið var gegn Selfyss-
ingum á Selfossi og var þetta í fyrsta
skiptið sem leikið var í þessari keppni.
Keppt er um farandbikar sem gefinn var
af fjölskyldu Sveins Bjömssonar.
Valsmenn lentu í 2. sæti í Reykjavíkur-
mótinu en þess má geta að fimm lykil-
menn liðsins léku á sama tíma með
unglingalandsliðinu sem tók þátt í
heimsmeistarakeppni unglinga í
Egyptalandi.
Eins og undanfarinn ár hefur hefur
meistaraflokkur karla tekið þátt í
Evrópukeppni. Nú var leikið í keppni
meistaraliða og í 32. liða úrslitum lék
liðið á móti Tatra Koprivnice frá
Tékklandi. Báðir leikimir voru leiknir í
Laugardalshöll. í 8 liða úrslitum mætti
5. fl. yngra ár. Þessir strákar náðu 4. sæti á Partille Cup í Svíþjóð í sumar.
Efri röð frá vinstri: Jón Halldórsson þjálfari, Þorsteinn Sigursteinsson, Brynjar
Valþórsson, Hafsteinn Eggertsson, Hjalti Sigurðarson, Sigurður Þ. Sigurþórsson
þjálfari, Einar Benjamínsson fararstjóri.
Fremri röð frá vinstri: Stefán Gestur, Bjarki Einarsson, Tómas Salmon, Kristinn
Diego, Ólafur Bachmann, Magnús B. Ólafsson.
5. fl. eldra ár. íslandsmeistarar 1994.
Efri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Sigurþórsson þjálfari, Bjarki Sigurðsson, Jóhanncs H.
Sigurðsson, Markús Máni Michaelson, Halldór Stefánsson, Fannar Þorbjörnsson,
Ragnar Þór Ægisson, Pétur Jónasson, Jón „Massi“ Halldórsson þjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Davíð Höskuldsson, Styrmir Hansson, Jón V. Guðmundsson,
Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur H. Gíslason, Grétar Þorsteinsson, Birgir Þór
Birgisson.
VALSBLAÐIÐ 47