Valsblaðið - 01.05.1994, Page 9

Valsblaðið - 01.05.1994, Page 9
gamalkunnir leikmenn, sem vita alveg hvemig þeir eiga að hreyfa fætuma þegar boltinn er nærri, eiga erfítt með að stíga fyrstu einfoldu sporin á dans- gólfinu.... en enda svo sem fínustu dansarar, fótafimir og mjaðmamjúkir. Fjölskylduhlaup Vals var haldið 21. maí. Þátttakendur vom um 70 talsins á öllum aldri. Hlaupnar vom tvær vega- lengdir, 2 og 4 km, og lögð var meiri áhersla á skemmtigildið en afrekin. Fjölmörg fyrirtæki gáfu útdráttar- verðlaun og fengu allir þátttakendur eitt- hvað við sitt hæfi en mest var þó vafalaust ánægjan hjá einni 4. bekkjar- deild í Hlíðaskóla sem hlaut sérverðlaun fyrir besta þátttöku nemenda úr sömu bekkjardeild: Ispinnaveislu frá Emmess (tveir pinnar á mann) á síðasta skóla- degi!. Fréttabréf Vals kom út þrisvar á árinu, eftir áramót, að vori og í vetrarbyrjun. Það var sent til allra skráðra félags- manna og var að auki tvívegis prentað í í stærra upplagi og dreift í öll hús í Hlíðunum og nærliggjandi götum til kynningar á starfi félagsins. Getraunamorgnar: A laugardögum kl. 10-13 er opið hús í félagsheimilinu, kaffi og meðlæti, þar sem fólk hittist til að spá í knattspymugetraunir (1X2), spila, tefla og ræða málin. Valur hefur margsinnis verið söluhæsta félagið á landinu, þ.e. selt flestar raðir í leikviku, og eiga þessar morgunstundir vafalaust sinn þátt í góðum árangri. Herrakvöld Vals var að vanda fyrsta fostudaginn í nóvember og komust færri að en vildu. Þetta var jafnframt fyrsta stóra samkoman í nýja félagsheimilinu eftir að það var fullgert. Ræðumaður kvöldsins var Sverrir Hermannsson bankastjóri og veislustjóri Hermann Gunnarsson. KFUK, yngri deild er með vikulega fundi fyrir stúlkur, 12 ára og yngri, í kapellunni á mánudögum kl. 17:30, yfir vetrarmánuðina. Kyrrðarstundir: Annan hvom mánudag er kyrrðarstund í hádeginu í Friðrikskapellu. A eftir er léttur hádegisverður seldur í gamla félagsheimilinu. Kvöldmessur: Einu sinni í mánuði em kvöldmessur í Friðrikskapellu kl. 20:30 og kaffi veitt á eftir í gamla félags- heimilinu. Næst á dagskránni er að- ventukvöld, miðvikudaginn 14. des- ember. Samstarf við foreldrafélög og skóla: Fundur var haldinn 22. febrúar með full- trúum foreldrafélaga, gmnnskólanna í nágrenni Hlíðarenda og ýmissa félaga- samtaka sem starfa að æskulýðs- og félagsmálum á starfssvæði Vals. Kom þar fram áhugi þessara aðila á að eiga samstarf við Val um ýmis verkefni sem samvinna er æskileg um. Þannig hefur Valur m.a. átt samstarf við foreldra- félögin og skólana við undirbúning Þrettándabrennunar og Fjölskyldu- hlaupsins. Skokk- og gönguhópur: Þrisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 18 og laugardögum kl. 11, fer hópur af stað frá Valsheimilinu í ferð um Öskjuhlíðar- svæðið. Fyrst em gerðar léttar upp- hitunaræfingar, síðan ganga sumir en aðrir skokka, hver ræður sínum hraða, og í lokin koma allir saman og gera teygjuæfingar. Valsbandið: Tónlistarmenn á ýmsum aldri hittast og æfa saman dægurtónlist til flutnings á ýmsum samkomum Vals og við önnur tækifæri. Hljómsveitin hefur einnig verið eftirsótt til að leiks á skemmtunum annarra íþróttafélaga. Valskórinn: Á þriðjudögum kl. 20-22 æfir Valskórinn, blandaður kór, í Friðrikskapellu undir stjóm Gylfa Gunnarssonar. Lagaval er fjölbreytt og aðgengilegt. Kórinn hélt fyrstu tónleika sína á afmælisdegi Vals 11. maí sl. fyrir fullu húsi áheyrenda í Friðrikskapellu. Tónleikamir vour tileinkaðir Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi og Valsmanni, og flutti kórinn m.a. nokkur lög hans. Þrettándabrenna er fastur viðburður að Hlíðarenda að kvöldi þrettándans, 6. janúar, með blysgöngu, söng og flug- eldasýningu. Sl. vetur var í fyrsta sinn efnt til samstarfs við Ferðafélag Islands og Landsbjörg um framkvæmdina. Þúsundir manna nutu góðrar kvöld- skemmtunar. Þorrablót Vals var að vanda haldið fyrsta laugardag í þorra, þ.e 22. janúar sl. Fleira mætti telja sem spáð var í eða stutt við, en þessi upptalning ætti að sýna glöggt hversu fjölbreytt félagsstarf er unnt að stunda í Val án þess að knöttur komi við sögu! Stefán Halldórsson VALSBLAÐIÐ 9

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.