Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 30
Texti: Jóhann Ingi
Myndir: Arni G. Ragnarsson
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í
handknattleik hafa svo sannarlega
átt erfitt uppdráttar í vetur, eða ætti
ég að segja stelpan. Kristín Þor-
björnsdóttir er svo til ein eftir af
meistaraflokksstelpunum frá s.l.
árum og nú teflir liðið fram stelpum
í meistaraflokk allt niður í 4.flokk.
Árangurinn hefur verið eftir því og
þegar þetta er skrifað er liðið í næst
neðsta sæti 1. deildar með aðeins
þrjú stig og 69 mörk í mínus.
Kristín var nýbúin að spila leik á
móti „gömlu jöxlunum” úr Fram
þegar Valsblaðið fékk hana í stutt
viðtal til að forvitnast um framtíð
kvennahandboltans að Hlíðarenda.
Kristín er á þriðja ári í lyfjafræði við
Háskóla íslands, hún segir að skólinn
sé hennar annað áhugamál og að
mikill tími fari bæði í handboltann
og skólann. Kristín spilaði með
yngri flokkum Vals allt þar til hún
fór til Svíþjóðar, en hún var þar í tvö
ár. Hún kom aftur til íslands og lék
þá með 2. flokki Fram þar sem
ekkert Iið var til staðar hjá Val. „Ég
var þar í þrjú ár og varð t.d. í 3.sæti
á íslandsmótinu með þeim.” Kristín
prófaði ýmislegt á sínum unglings-
árum, æfði t.d. sund og flmleika en
sagðist sjálf ekkert hafa verið sérstök
í því. Hún reyndi líka fyrir sér í
knattspyrnu en hefur nú snúið sér
alfarið að handknattleik. En hvernig
er það að standa í þessari uppbygg-
ingu hjá Val í kvennahand-
boltanum? „Liðið er rosalega ungt
og þetta er búið að vera alveg
hrikalega erfitt í vetur. Hitt er svo
annað mál, þegar litið er á fram-
tíðina, að þetta eru allt mjög efnileg-
ar stelpur sem eiga eftir að blómstra.
Okkur vantar bara einhverjar eldri
stelpur til að halda utan um þetta
þangað til ungu stelpurnar eru orðn-
ar þroskaðri leikmenn.” ’
- Hvað á það eftir að taka langan
tíma að byggja upp gott l.deildar lið
hérna hjá Val?
„Það mun taka svona 2-3 ár. En við
verðum samt að gera okkur grein fyrir
því sem ég sagði áðan að við verðum
að fá öflugri mannskap. Það er ekki
nóg að byggja bara á þessum ungu
stelpum, þær eru ákveðinn grunnur en
það þarf fleiri til að auka breiddina.”
Kristín Þorbjörnsdóttir, lcikmaður meistaraflokks.
„Þurfum fleiri
stelpur með
reynslu"
- segir Kristín Þorbjörnsdóttir
- Hvernig er að spila með liði sem á
litla möguleika á að sigra?
„Það er frekar erfitt en ég tók þá
ákvörðun fyrir tímabilið að vera með
og verð því að klára þetta dæmi. Fyrir
utan að hafa mjög ungt lið höfum við
líka verið óheppnar með meiðsli, mark-
vörðurinn okkar er t.d. meiddur og við
erum með stelpu úr 4. flokki í markinu.
Framtíðin hjá okkur er hinsvegar
bjartari en hjá mörgum öðrum liðum.
Núna eru tvö til þrjú lið sem virðast
hafa allan mannskapinn en þau lið
verða líka að gera sér grein fyrir því að
þessar stelpur sem eru að spila fyrir
þau verða ekki með í mörg ár í viðbót.
Gott dæmi um þetta er t.d. Fram liðið,
ég veit ekki hvað þær ætla að gera í
framtíðinni. Það er enginn 2. flokkur
hjá félaginu og stelpumar sem þær
VALSBLAÐIÐ 30