Valsblaðið - 01.05.1994, Side 14

Valsblaðið - 01.05.1994, Side 14
Grunnurinn lagður að nýju gólfi íþróttahúss Vals. Allt klárt fyrir glæsta sigra að Hlíðarenda. Framkvæmdir við félagsheimilið og íþróttahús árið 1994 Eins og félagsmenn hafa tekið eftir hefur verið töluvert unnið við framkvæmdir í húsum félagsins á árinu. Annars vegar hefur verið um að ræða innréttingar og breytingar á efri hæð tengibyggingar á milli íþróttahúsanna og hins vegar framkvæmdir í stóra íþróttasalnum. Hér á eftír verður gerð grein fyrir þessum framkvæmdum. Innréttingar félagsheimilis Efri hæð tengibyggingar á milli íþrótta- salanna var byggð á árunum 1982-1984 og strax var ákveðið að setja þar upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir félagsstarf- semi og innrétta svo síðar þegar efni og aðstæður leyfðu. I byrjun þessa árs var síðan gert sam- komulag við Reykjavíkurborg um styrk til lokafrágangs hússins. Aðalstjóm félagsins tók þá ákvörðun um að ljúka framkvæmdum á efri hæðinní í einum áfanga og helst fyrir lok oktober 1994. Það er m.a. verksvið aðalstjómar að sjá um byggingu og rekstur á mannvirkjum félagsins og því skipti hún með sér verkum hvað varðar umsjón með ein- stökum verkþáttum og hóf þegar undir- búning verksins. Valsmaðurinn og arkitektinn Nikulás Úlfar Másson var ráðinn faglegur hönnuður verksins. Margar hugmyndir komu framum skipulag og val á efni og innréttingum. Þær vom allar ræddar og skoðaðar ítar- lega áður en valið var endanlega. Akveðið var í upphafi að vanda til verksins en gæta þess um leið að styrkur Reykjavíkurborgar nýttist vel, ásamt þeim hluta sem félagið þurfti sjálft að leggja fram. Því var skipulögð vinna sjálfboðaliða. Tókst að fá marga Vals- menn til þátttöku og á 3ja þúsund sjálf- boðaliðastundir vom unnar á árinu við innréttingamar. Sjálfboðaliðavinnan styrkti ekki ein- ungis félagið tjárhagslega heldur skilaði hún þátttakendum mörgum ánægju- stundum og treysti félagsandann. Fyrsti áfanginn og sá stærsti var að klæða loftin og var takmarkið að ljúka honum áður en starfsemi Sumarbúða í borg hæfist í byijun júni. Var það nauð- synlegt því mikla vinnupalla þurfti að Múreyðir nr. 1 Ingólfur Friðjónsson vann ötullega í sjálfboðavinnu. hafa í húsinu á meðan á klæðningu loftsins stóð. Þessum áfanga tókst að ljúka daginn áður en sumarstarfsemin hófst m.a. með því að unnin var sjálfboðavinna í 24 daga af 31 degi maímánuðar. Síðan tók við vinna við veggklæðningar, málningu, lagningu gólfefna, upp- setningu ljósa og loftræstibúnaðar og allt hitt sem gera þurfti. Jafnframt var VALSBLAÐIÐ 14

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.