Valsblaðið - 01.05.1994, Page 7
Fjölbreytt
félagsstarf
að Hlíðarenda
Tveir góðir kappar: Bobby Charlton
fyrrverandi landsliðskappi og heims-
meistari með Englandi 1966. Hann á yflr
500 Ieiki í 1. deild. Þorsteinn Ólafs á líka
yfír 500 leiki sem áhorfandi og ötull
stjórnarmaður.
Félagsmálaráð Vals starfar á vegum
aðalstjómar félagsins og styður við alls
kyns félagsstarf innan vébanda Vals
annað en íþróttaiðkunina í deildunum
þremur. Leitast er við að mynda
áhugahópa sem standa að starfsemi hver
á sínu sviði og reynt er að laða að nýja
þátttakendur með ýmsu hætti. Þátttaka
er öllum opin og er ekki bundin við
félagsmenn Vals eða iðkendur íþrótta í
félaginu, þvert á móti er félagsmálaráð
mjög áhugasamt um að fá sem flesta
íbúa í nágrenni Hlíðarenda, fjölskyldur
íþróttaiðkenda og stuðningsmenn
félagsins og velunnara til að vera með.
Hér á eftir verður greint frá ýmiss konar
félagsstarfí, verkefnum og viðburðum,
sem unnið hefur verið að á félagssvæði
Vals að Hlíðarenda á þessu ári og
Félagsmálaráð hefur stutt við með
einum eða öðmm hætti:
Alvöru Menn: Stuðningsmannaklúbbur
Vals var stofnaður í haust. Alvöru Menn
hittast fyrir og eftir leiki í handbolta,
körfubolta og fótbolta og við önnur
tækifæri og leitast við að efla samskipti
og samheldni stuðningsmanna og leik-
manna Vals.
Bridgemót Vals, tvímenningur, fór
fram síðari hluta vetrar. Um tuttugu pör
tóku þátt í tveggja kvölda keppni og
urðu sigurvegarar Tryggvi Gíslason og
Gísli Tryggvason, í öðru sæti Heimir
Tryggvason og Leifur Kristjánsson og í
þríðja sæti Sigtryggur Jónsson og
Friðrik Indriðason. Tryggvi Gíslason og
synir hans Gísli, Heimir, Sigurjón og
Tryggvi Þór, hafa ásamt Sigtryggi séð
um bridgemótin undanfarin ár.
Ættfaðirinn Tryggvi Gíslason spilaði
vígsluleikinn við Hauka þegar
Valsvöllurinn við Litlaland, þar sem nú
stendur Hótel Loftleiðir, var ruddur, en
hann var undanfari Hlíðarenda.
Undantekningarlaust hefur einhver úr
Astin brennur heitt hjá Ágústi Gylfasyni
knattspyrnumanni og unnustu hans.
Hann gerðist atvinnumaður hjá Brann nú
fyrir jólin.
Kjartan Gunnarsson í nælonsokka-
ineðferðinni hjá Jóni S. Helgasyni
á skemmtikvöldi meistaraflokksmanna.
Jón Grétar er kátur.
þessari fjölskyldu unnið þessi mót
undanfama áratugi, m.a. afmælismótin
1971, 1981 og 1991.
Dansæflngar undir stjóm danskennara
voru í félagsheimilinu seinnihluta vetrar
eitt kvöld í viku, alls tíu sinnum.
Merkilegt hefur verið að sjá hversu
VALSBLAÐIÐ 7