Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 39

Valsblaðið - 01.05.1994, Blaðsíða 39
í minningu látinna Valsmanna Steinþór Þórarinsson Fæddur: 3. nóvember 1951 Dáinn: 16. febrúar 1994 Horfinn er góður maður, sem við í 2. flokki Vals í knattspymu, virtum og mátum mikils. Kynni okkar af Steina hófust þegar hann gerðist aðstoðarþjálfari og liðsstjóri okkar snemma árs 1993. Við komumst fljótt í raun um hversu góðan mann hann hafði að geyma. Hann var alltaf hress og bar þess ekki merki að hann ætti við alvarleg veikindi að stríða. Þegar á móti blés kom hann til okkar og var alltaf til staðar til þess að styðja okkur, svo um munaði. Hann var ekki aðeins að- stoðarþjálfari, heldur líka mjög góður fé- lagi, sem við munum sakna. Við viljum votta fjölskyldu hans og öðrum aðstand- endum samúð á þessum erfiða tíma. Ronald Michael Kristjánsson í Minningarsjóður Vals Knattspymufélagið Valur minnir Valsmenn og aðra velunnara félagsins á Minningarsjóð Knattspymufélagsins Vals. Minningarspjöldin fást á skrifstofu Vals að Hlíðarenda. Hægt er að hafa samband við framkvæmdastj óra á skrifstofunni eða í síma 551-2187. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafhvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (úr 23. Davíðssálmi) 2.flokkur Vals 1994 Fæddur: 10. maí 1951 Dáinn: 9. júní 1994 Ronald var einn af dyggustu stuðnings- mönnum Vals. Hann mætti á flesta leiki félagsins og yfirleitt með Valshúfúna á höfðinu. Hann bar alltaf hag félagsins fyrir brjósti. Knattspymufélagið Valur sendir fjölskyidu hans og öðmm að- standendum innilegar samúðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Valur VALSBLAÐIÐ 39

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.