Valsblaðið - 01.05.1996, Page 25

Valsblaðið - 01.05.1996, Page 25
Sigurður Garðar Flosason 2. flokki ífótbolta Fæðingardagur: 28. júní 1978. Fyrsta minningin: Þegar ég sá fót- bolta fyrst. Af hverju fótbolti: Hef haft gaman af fótbolta síðan ég var smá patti. Af hverju Valur: Eina liðið sem ég myndi spila með á Islandi. Einfaldlega besti og skemmtilegasti klúbburinn. Áfram Valur! Hver er skrýtnastur í 2. flokki: Tómas Ingason markvörður. Þarf ekki að útskýra af hverju. Aðrar greinar: Handbolti. Var alveg hrikalega góður. Einnig mætti ég á körfuboltaæfingar. Hætti ekki af því ég var lélegur heldur vegna þess að það kostaði 200 krónur á æfingu. Viðurkenningar: Leikmaður 2. flokks 1996. Hvenær vinnurðu þér fast sæti í meistaraflokki: Vonandi sem fyrst. Fer eftir veðri. Þín sterkasta hlið: Spurðu stelpumar. Þær vita það manna (kvenna) best. En veikasta: Keyra bíl. Hvert er þitt álit á félaginu: Mjög gott félag. Alltaf skemmtilegt á æfingum og í leikjum. Góður mórall. Eitthvað sem má betur fara: Auðvitað má alltaf eitthvað betur fara. Það mætti stækka æfingasvæðið og setja gervigrasvöll yfir malarvöllinn. Hvernig hefur þér verið lýst: Sem mjög sætum og skemmtilegum strák. Hvað er ómissandi: Að sparka í bolta! Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Tannstöngul! Hvað heldur þér vakandi: Mikill hávaði. Hvað væri það versta sem gæti komið fyrir þig: Að Tómas Ingason myndi verja víti frá mér. En það besta: Ná stærðfræði 1026 í FB. Skemmtilegasta mark: Langt innkast var tekið upp kantinn. Kantmaðurinn sólaði tvo og gaf fyrir. Þá var skallað í slána inn. Það versta við þetta mark var að það var ekki ég sem skoraði. Eg tók innkastið. Uppáhaldsæfing: Gömlu góðu sprett- imir. Hver kenndi þér allt sem þú kannt: Ég man það nú varla. Hann var lítill og rauðhærður með kótilettu barta. Hvaða litla atvik hefur breytt miklu í lífi þínu: Þegar ég fékk bflpróf og hætti að taka strætó. Mestu mistök: Að bjóða Láka þjálfara far heim. Skemmtilegustu mistök: Að byrja að æfa fótbolta. Næstmesta gleði: Þegar ég fékk eigin- handaráritun hjá Vialli fyrir leik Skotlands og Ítalíu. Ánægjulegasta stund: Þegar systir mín eignaðist strák. Mottó: Aðeins þær bestu eiga sjens. Fleygustu orð: Eftir einn, kemur annar. Pínlegasta staða sem þú hefur lent í: Þegar einn góður þjálfari spurði hvort ég gæti spilað sem senter. Þetta var á Reykjavíkurmótinu innanhúss. Æðsta takmark: Að gera Val aftur að íslandsmeistara í knattspymu. Bestur í meistaraflokki: ívar Ingimarsson (hann lét mig fá 500 kall áður en ég svaraði spurningunni). Besta jólagjöfin: Nótt með Páli Óskari!! 25

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.