Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 12
Á afmælisdegi Knattspymufélagsins
Vals, 11. maí sl., var undirritaður samn-
ingur á milli Reykjavíkurborgar og Vals
varðandi framtíðarskipulag að Hlíðar-
enda. Santningurinn er gerður á grunni
tæplega tveggja ára vinnu nefndar sem í
áttu sæti þrír fulltrúar Reykjavíkurborgar
og þrír fulltrúar Vals. Fyrir hönd Vals
sátu þeir Reynir Vignir, Grímur Sæ-
mundsen og Hörður Gunnarsson í nefnd-
inni og þeim til aðstoðar var arkitekta-
stofan ALARK arkitektar ehf, en eigend-
ur hennar eru þeir Kristján Ásgeirsson
og Jakob Líndal. Aðrir aðalstjórnarmenn
tóku virkan þátt í vinnu við samninginn
og nefndarmenn úr mannvirkjanefnd
Vals, þeir Úlfar Másson og Oddur
Hjaltason komu einnig að gerð samn-
ingsins og hugmyndavinnu.
Samkvæmt nýjum hugmyndum borgar-
yfirvalda og Vegagerðarinnar vegna flutn-
ings Hringbrautar og breikkunar Flugvall-
arvegar þarf að skerða félagssvæði Vals
um rúmlega 9000m2. Því þarf að endur-
skipuleggja svæði félagsins að Hlíðarenda
og í samningnum kemur fram heimild til
þess að skipuleggja svæðið þannig að auk
íþróttastarfsemi megi byggja húsnæði fyr-
ir atvinnustarfsemi og íbúðir innan þess.
Gert er ráð fyrir að allt svæðið, sem af-
markast af framtíðar Hlíðarfæti og Hring-
braut sem og Bústaðavegi og Flugvallar-
braut, verði skipulagt sem ein heild og að
tekjur af byggingu mannvirkja fjármagni
uppbyggingu nýrra iþróttamannvirkja fé-
lagsins.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir
að á því svæði sem Valur lætur af hendi
meðfram Flugvallarvegi og meðfram
Hlíðarfæti komi lóðir fyrir íbúðar- og at-
vinnuhúsnæði. Reykjavíkurborg sam-
þykkir að sem bætur fyrir land og vegna
12
Valsblaðið 2002