Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 15
WRGeir 9 atvinnumaoup ■ Handknattleikskappan Vals bitu í hráa kartöflu í solinni á Spáni en stilltu saman stnengina fynin keppnistímabilið Leikmenn meistaraflokks Vals í hand- knattleik tóku þá ákvörðun að fresta byrjun skólans um eina viku til að geta farið í hópeflis- og æfmgarferð til Spán- ar. Nánar tiltekið Granollers, staður sem liggur rétt fyrir utan Barselóna, staður sem þjálfari okkar er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa spilað þar sem at- vinnumaður í 2 ár. Markmið ferðarinnar var að þétta hópinn og auðvitað að reyna að bæta okkur sem handboltamenn. Leikmenn héldu ýmiskonar fjáraflanir þ.á.m. að bóna bíla sem stuðningsmenn Vals tóku vel í og það er gaman að það sé enn hægt að merkja uppþomað bón á nokkrum bílum af og til fyrir utan Vals- heimilið sem Siggi Eggerts bónaði. Það sýndi enginn leikmaður vott af flughræðslu á leiðinni út en það varð vægt áfall sem menn urðu fyrir þegar komið var á Hotel Granollers því sund- laugin, rennibrautin og stökkbrettið, sem um var getið í ferðabæklingnum, voru ekki þarna. Það sama var að segja um topplausu stelpumar sem Geiri hafði lof- að en þær tékkuðu sig víst inn á eitthvað annað hótel. Við gátum þó huggað okkur við það að útsýnið yfir súpermarkaðinn og verksmiðjurnar í Granollers var afar fallegt. Tveir og tveir voru saman í her- bergjum og eignaðist einhver af hópnum nýtt og einkennilegt áhugamál tengt sím- hringingum. Þessi ákveðni aðili símaði yfir á hótelherbergi þar sem félagar hans vom án þess að nokkurn tímann segja svo mikið sem eitt orð í símann. Þetta gat látið hann Ása okkar geðþekka homamann hvessa brýmar og stundum varð hann alveg ofsalega reiður. Þess má geta að hinn dularfulli símamaður er enn ófundinn. Fyrstu dagana æfðum við mikið í höll- inni í Granollers sem á að vera öllum Is- Stefiit á „playuna ”. Augnabliki eftir að myndin var tekin var vatni skvett á hópinn frá efri hœðum hótelsins. Kannski símamaðurinn??? 2 cool. Bjarki og Freyr. lendingum kunn því þar fór þjálfari okkar á kostum fyrir 10 ámm sem fyrirliði ís- lenska landsliðsins ásamt fleiri góðum Valsköppum, Júlla Jónasar og Valda Gríms. Yngstu strákamir urðu sér til skammar með því að vita ekkert um þennan merka kafla í íslensku mannkyns- sögunni. Það var varla að þeir vissu að Geiri greyið hefði verið atvinnumaður í handbolta áður en hann gerðist þjálfari hjá Val. Þær sögur gengu innan hópsins að hann hefði verið rafvirki líkt og Tobbi Jens. Það var stundum teygt á vöðvum eftir æfingar sem Markús Máni stjómaði. Það er sögð vera málamiðlun sem Geiri á að hafa gert við Markús eftir að hann skip- aði Snorra sem fyrirliða og það er aðdá- Valsblaðið 2002 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.