Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 18
„Fyrirbærið" tilafur Stefánsson - einn öflugasti handboltamaður heims undir smásjá vinar síns Ef litið er yfir feril Ólafs Stefánssonar sem íþróttamanns minnir hann örlítið á ekta ameríska háskólamynd því svo ótrú- legur er árangur drengsins. Ég var beð- inn um að skrifa stutta grein um Óla sem íþróttamann og persónu og var ekki lengi að þakka það, enda mikill heiður fyrir undirritaðan að hafa leikið með honum í gegnum alla yngri flokka Vals og svo með meistaraflokki félagsins. Ég kynntist Óla þegar við vorum báðir í handbolta í Val, á yngra ári í 5. flokki, en þetta var á síðustu öld nánar tiltekið árið 1985. Mig grunaði þá alls ekki að yngra árið, drengir fæddir árið 1973, ættu eftir að verða einn sigursælasti flokkur félagsins og vera góðir vinir enn þann dag í dag. Þrátt fyrir marga glæsta titla og það að fara ósigraðir í gegnum alla yngri flokkana á eldra ári er það einmitt hin sterka vinátta okkar sem stendur upp úr. I dag hittumst við félag- arnir úr '73 árgangnum fyrsta miðviku- dag í mánuði og förum í sund, rifjum upp gamlar og oftast nær ýktar sögur af fræknum árum. Einnig erum við, sem ekki náðum að „meika’ða", stoltir af leikmönnum okkar í útlöndum. Jæja, nóg af þessari rómantík og aftur að kynnum mínum af Óla, sem 12 ára var lítill eða um 10 sm minni en ég (hann er víst um 20 sm stærri í dag - lík- lega annað og betra mataræði) og æfði fótbolta, handbolta og körfubolta með Val. Einnig var hann liðtækur skákmaður og spilaði á þverflautu. Ólafur var mikill boltadrengur og bjó yfir mikilli leiktækni en sökum stærðar og þyngdar þá var hann ekki afgerandi leikmaður í yngri flokkunum og sem dæmi varamaður á yngra ári í 4. flokki enda kastað til og frá ef hann reyndi eina af sínum góðu fintum. Hann var hinsveg- ar snemma farinn að hugsa um að bæta sig og ákvað því 14 ára gamall að æfa með sandpoka á ökklunum því þannig gerðu víst frændur okkar í Kóreu! í 9. bekk (10. bekkur er það víst í dag) byrj- aði ýmislegt að gerast og var drengurinn farinn að vaxa óþarflega mikið að margra mati enda var orðið erfitt að kasta honum til og frá. Homamaðurinn knái var allt í einu orðinn 195 sm og átti enn eftir að bæta þremur í safnið (fyrir þá sem er ekki mikið fyrir reikning þá er það 198 sm samtals!!). Skyndilega var þessi rólyndisdrengur farinn að koma með leikkerfi inn á æfingar sem Theódór Guðfinnsson, hinn frábæri þjálfari og vinur, var ekki lengi að samþykkja, en Óli lá yfir spólum af hinum og þessum landsliðum til að læra hvað þeir gerðu í sókn, vörn og hvort einhverjar gabb- hreyfingar myndu nýtast honum. Hann var því 15 að verða 16 ára búinn að breytast úr meðalleiknum leikmanni sem komst ekki í 35 manna landsliðsúrval í ,,Taka svo á þessu strákar." Ólafur hefur átt hvert glanstímabilið áfœtur öðru og verið valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar tvö ár í röð. 18 Valsblaðið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.