Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 19

Valsblaðið - 01.05.2002, Qupperneq 19
Ettip Óskan Bjarna Óskansson ,,Handboltahugsuðiirínn“ lék með hinum ósigrandi '73 árgangi sem vann alla sína leiki frá 5. og upp í 2. flokk þegar drengirnir voru á eldra ári. Olíklegt að slíkt verði endurtekið! Ekki eitt tap á eldra ári enda ágcetur mannskapur og sami þjálfari í 8 ár!! Myndin var tekin eftir að bikarinn var í höfn í 2. flokki. Aftari röðfrá vinstri: Theodór Guðfinnson þjálfari, Olafur Stefánsson, Theodór H. Valsson, Dagur Sigurðsson, Einar Örn Birgis, Valur Örn Arnarson. Fremri röð frá vinstri: Óskar Bjarni Óskarsson, Val- garð Thoroddsen, Þórarinn Ólafsson, Sveinn Sigjhmsson og Halldór Halldórsson einn efnilegasta handboltamann landsins. Það var þó enn langt í land enda var hann kallaður af ákveðnum íþróttafréttamanni „hinn renglulegi unglingur Olafur Stef- ánsson“ á sínu fyrsta ári með meistara- flokki. Þetta var árið 1991 en þá varð Val- ur einmitt íslandsmeistari. Hann hugsar ávallt næsta leik líkt og klókur skákmaður og þrátt fyrir að vera 18 ára kominn í meistaraflokk og farinn að leika þó nokk- uð þá var hann farinn að hugsa það að hann myndi aldrei komast í fremstu röð 198 sm og 70 kg!! Hann lyfti því reglu- lega og fékk oft að heyra það frá samherj- um að hann ætlaði sér meira en hanga í íslensku deildinni. Hann leitaði ráða hjá ýmsum sem gætu hjálpað honum og vissi líkt og í dag að það er alltaf hægt að bæta sig. Óli lagði meira á sig en flestir og uppskar eftir því enda vinnur hann sín verk þannig, hvort sem það er í skólanum eða íþróttum. Maður hefði nú haldið að markahæsti leikmaður EM í Svíþjóð 2002 gæti nú farið að slaka örlítið á, en þegar ég var í heimsókn hjá honum á síðasta tímabili þá lék hann gegn Kolding í Evr- ópukeppninni á laugardegi og fékk svo langþráð tveggja daga frí, en það kemur ekki oft fyrir í þessari hörðu deild. Dag- inn eftir leikinn dró hann mig og Theódór Hjalta með sér í keppnishöllina til að æfa!! Sunnudagur, góðan dag, og þama vomm við staddir í 8.000 manna keppnis- höll með gamla tannlausa Þjóðverja að þrífa eftir leik helgarinnar. Lyftingar og sprettir voru á dagskránni en ég bjóst við fríi þar sem þjálfun er meira minn vett- vangur í dag, nei nei maður var látinn keppa við einn fremsta handboltamann heimsins í dag!! Ég hljóp tvo spretti fyrir kurteisissakir og fékk mér svo hamborg- ara og kók. Það hefur alltaf verið mér mikil hvatn- inga að sitja með Óla og ræða daginn og veginn, íþróttir sem lífið sjálft þvf hann er mikill „pælari" og „grúskari". Það hjálpar honum örugglega í hinum harða heimi boltans að lesa um eitthvað sem tengist einhverju öðru en íþróttum enda stundar hann fjarnám með atvinnu- mennskunni. Það er nú þannig að það sem hann er að læra tengist boltanum og að sjálfsögðu lífmu almennt. Það er hægt að yfirfæra margt úr heimspekinni og andlegum málefnum yfir á íþróttirnar og nýta til að fá það besta út úr einstak- lingnum og liðinu. Hvað dugar tækni og leikskipulag ef leikmaðurinn eða liðið hefur ekki sjálfstraust? Eða trúir ekki á það sem lagt er upp, trúir ekki á þjálfar- ann eða samherjana? Sá þjálfari sem þekktastur er fyrir að tengja þetta saman þ.e.a.s. íþróttir og andlegu hliðina er Phil Jackson, þjálfari LA Lakers í ameríska körfuboltanum. Hann vinnur mikið með sínum leikmönnum varðandi annað en tæknina sjálfa, lætur stærstu íþrótta- stjörnur heims fá bækur til að lesa, kenn- ir þeim um Zen trúarbrögð og öndun, fær þá til að slaka á og taka mótlæti og meðbyr. Ólafur hugsar mikið út í þessi málefni og eru þau honum hugfangið. Hver vill ekki koma inn á völlinn og standa sig? Hann hefur ávallt spáð mik- ið í hvemig hentugast sé að undirbúa sig fyrir leiki, skoða andstæðingana, í hug- anum og á videó, hvíla sig og nærast. Það þýðir ekki að mæta klukkutíma fyrir leiki og ætlast til að þjálfarinn „öskri“ sig í gang. Þetta er miklu lengra ferli og æfmgamar þurfa að koma leikhugmynd- um þjálfarans og liðsins saman svo allir viti hvað þeir eigi að gera og séu á sömu blaðsíðu og vinni að sama markmiði. En hvað með hugann? Ef við æfum sex sinnum í viku og 90 mínútur í senn þá gerir það 540 samtals en hve mikill tími fer í hugarþjálfun, styrktarþjálfun, hvíld og jafnvel félagslega þáttinn? Ólafur hefur unnið til margra titla. Sem dæmi vann hann alla titla sem hægt var að vinna með Val og þar af varð hann fimm sinnum íslandsmeistari með meist- araflokki og einu sinni bikarmeistari. Arið 1993 var hann valinn efnilegasti leikmaður Islandsmótsins og fylgdi því eftir með því að vera valinn besti sóknar- maðurinn og besti leikmaðurinn tímabil- ið 1993-'94. 1996 valdi hann að fylgja Degi félaga sínum, í gegnum svo mörg tímabil, til Þýskalands og leika með Wuppertal. Þarna var hann 23 ára gam- all, afganginn af þessari ævintýrasögu þekkja flestir; Þýskalandsmeistari árið 2001 með Magdeburg og valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar, Evrópu- meistari árið eftir og aftur valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar og ekki má gleyma góðum árangri í Svíþjóð með landsliðinu en þar endaði liðið í 4. sæti og Ólafur endaði sem markahæsti leik- maður mótsins. Þetta er ótrúleg saga og ég sé ekki fyrir endann á henni því drengurinn hefur unnið hug og hjörtu landsmanna sem „handboltahugsuður- inn“ og ég spái því að hann verði valinn íþróttamaður íslands árið 2002. Ólafur er frábær fyrirmynd og stolt okkar Vals- manna, hann sannar það að maður upp- sker eins og maður sáir. Hann hefur þurft að hafa fyrir þessu og það eru líka til hæfileikaríkir íþróttamenn sem hafa ekk- ert lagt á sig en við höfum bara því mið- ur ekki heyrt þeirra getið! Valsblaðið 2002 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.