Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 24
Glæsilegur sigur í l.deild
Fjarvera þessara lykilmanna var meginá-
stæða þess að Valur sló engin stiga- eða
markatölumet, þó að félagið sigraði I.
deildina með glæsibrag og hlaut 39 stig.
Það kom ekki á óvart að Guðni Rúnar
og Sigurbjörn deildu með sér viðurkenn-
ingunni leikmaður ársins í m.fl.ka. og
Ármann Smári var kjörinn efnilegasti
leikmaðurinn.
Meistaraflokkur kvenna
í kvennaráði sátu auk formannsins
Björns Guðbjörnssonar
Bryndís Valsdóttir
Erla Sigurbjartsdóttir
Kristbjörg Ingadóttir
Ragnheiður Vfkingsdóttir
Smári Þórarinsson
Vigdís Harðardóttir
Nýr þjálfari
Meistaraflokkur kvenna fór ágætlega af
stað á undirbúningstímabilinu undir
stjórn nýja þjálfarans, Helenu Ólafsdótt-
ur. Liðið varð Reykjavíkurmeistari og
komst í úrslit deildarbikarsins en tapaði
þar fyrir KR.
Keppuistímabilið 2002
Það var ljóst að þrjú lið mundu berjast
um Islandsmeistaratitilinn að þessu
sinni, Valur, Breiðablik og KR. Valur hóf
úrvalsdeildarbaráttuna með sigri en
missti dýrmæt stig í jafnteflisleik við
Stjörnuna í Garðabæ í 2. umferð. Síðan
kom samfelld sigurhrina þar ti! liðið
mætti KR í lok fyrri umferðar en sá leik-
ur tapaðist að Hlíðarenda þrátt fyrir jafn-
an leik. f síðari umferðinni töpuðust stig
í jafnteflisleikjum við ÍBV og Breiðablik
og varð því ljóst að íslandsmeistarabik-
arinn hafnaði ekki að Hlíðarenda þetta
árið, þar sem KR-ingar höfðu aðeins tap-
að 3 stigum. Valur átti kost á að ná 2.
sæti en slæmt tap gegn KR í síðasta leik
sumarsins gerði þær vonir að engu og
varð 3. sætið á eftir Breiðablik og KR,
sem urðu íslandsmeistarar, því hlutskipti
Vals að þessu sinni. Það varð því miður
einnig hlutskipti Vals að sjá á eftir bikar-
meistaratitlinum í hendur KR-inga sem
hafði betur f sveiflukenndum úrslitaleik,
sem endaði með 4-3 sigri þeirra.
íris Andrésdóttir var valin leikmaður
ársins í m.fl.kv. og Málfríður Sigurðar-
dóttir efnilegasti leikmaðurinn.
Albert Sölvi Óskarsson liðsmaður 3.
flokks 2001 fékk Bemburgskjöldinn 2001
og fékk hann skjöldinn afhentan í janúar
sl. og því náðist ekki birta myndina í síð-
asta Valsblaði. [MyndÞÓ)
Thelma Björk Einarsdóttir liðsmaður 4.
flokks fékk Lollabikarinn 2001 og fékk
hún viðurkenninguna afltenta í janúar sl.
Því náðist ekki að birta myndina í síð-
asta Valsblaði. (Mynd ÞÓ)
Kristín Amþórsdóttir var aðstoðar-
þjálfari Helenu og liðsstjóri var Erla Sig-
urbjartsdóttir.
Hilla iiættir
Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir, Hilla,
ákvað í lok keppnistímabilsins að leggja
skóna á hilluna eftir margra ára farsælan
feril með Val. En það kemur maður í
manns stað. Nú þegar hafa Laufey Ólafs-
dóttir og Rakel Logadóttir ákveðið að
snúa aftur til Hlíðarenda líkt og Gunnar
forðum og auk þeirra hafa tvær bráðefni-
legar stúlkur, þær Guðbjörg Gunnars-
dóttir og Pála Marie Einarsdóttir ákveðið
að leika með Val.
Valur mætir sterkur til leiks á næsta ári
í m.fl.kv. undir forystu fyrirliðans Rósu
Júlíu Steinþórsdóttur.
Framtíðin björt
Það er ljóst að uppbyggingarstarf Þorláks
og Helenu er að skila öflugum liðum í
meistaraflokkum karla og kvenna, sem
eiga að geta verið kjami að Islandsmeist-
araliðum á næstu ámm. Mjög góður andi
er í kringum flokkana. Kom það ekki síst
fram í glæsilegri og bráðskemmtilegd
uppskerahátíð þeirra nú í haust. Það er
mál Valsmanna að framtíð afreksflokka
félagsins í knattspymu sé björt.
2. flokkur kvenna
Árangur 2. flokks kvenna s.l. keppnis-
tímabil var ólíkur því sem við Valsmenn
höfum átt að venjast á undanfömum
áram. Flokkurinn sigraði öll mót í fyrra,
en árangur var slakur í ár. Margar ástæð-
ur lágu að þar að baki. I fyrsta lagi lenti
flokkurinn í miklum hrakningum með
þjálfaramál og þegar upp var staðið
höfðu fjórir þjálfarar sinnt flokknum. Var
þetta hörmungarframvinda, sem ekki var
við ráðið. í öðra lagi voru mjög margar
stúlknanna á yngsta ári í 2. flokki og um
leið voru bestu eldri leikmennirnir orðnir
fastir leikmenn meistaraflokks, þannig
að þær léku ekkert með 2. flokki. Flokk-
urinn er þó áfram stór og félagslega
sterkur. Liðið hélt stöðu sinni í A-riðli í
íslandsmóti. Mæta stúlkurnar tvíefldar til
leiks á næsta ári með nýjan áhugasaman
en um leið mjög reyndan þjálfara, Jónas
Guðmundsson.
Ragnhildur Ema Arnórsdóttir fékk
viðurkenningu fyrir mestar framfarir og
var jafnframt valin leikmaður flokksins
24
Valsblaðið 2002